Alheimurinn

Gleymdur tunglbíll kemur að góðu haldi

Gömul rússnesk vitvél getur veitt nýjar upplýsingar um tunglið

BIRT: 04/11/2014

Þann 17. nóvember 1970 lenti rússneski tunglbíllinn Lunokhod 1 á tunglinu.

 

Þetta var fyrsta vitvélin sem send var til annars hnattar og þessi litli, sjálfvirki bíll ferðaðist um á tunglinu og tók þar myndir í heilt ár, áður en sambandið við hann rofnaði.

 

En sögu Lunokhods 1 reyndist ekki þar með lokið, því nú hefur hópi vísindamanna hjá Kaliforníuháskóla í San Diege tekist að finna hann.

 

Vísindamennirnir komu auga á bílinn þegar þeir grandskoðuðu myndir frá gervitunglinu Lunar Reconnaissance Orbiter sem er á braut um tunglið í lítilli hæð.

 

Þessi gamli tunglbíll getur nú komið vísindamönnunum til hjálpar. Á honum er nefnilega glitauga sem endurkastar ljósi nákvæmlega í beina stefnu til baka til ljósgjafans.

 

Vísindamennirnir beindu öflugum leysigeisla að tunglbílnum og þeim til mikillar ánægju speglaði glitaugað ljósinu til baka.

 

Fyrir hafa vísindamennirnir fjóra aðra ljósspegla, sem einnig urðu eftir á tunglinu fyrir um 40 árum. Með þessum leysigeislamælingum geta stjörnufræðingar aflað mikillar þekkingar á braut tunglsins um jörðina og aflað meiri vitneskju um innri samsetningu hnattarins.

 

Þessi fimmti spegill, sem nú hefur fundist, bætir talsverðu við upplýsingarnar frá hinum og einkum vonast vísindamennirnir til að Lunokhod 1 geti aukið skilning manna á hinum fljótandi kjarna tunglsins.

 

Nú verður hægt að gera nákvæmari mælingar á því hvernig yfirborðið „bungar út“ vegna aðdráttarafls jarðar, en af því má draga ályktanir um stærð og massa kjarnans.

 
 

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Læknisfræði

Nýtt lyf við getuleysi: Eitruð könguló getur bjargað kynlífi þínu 

Alheimurinn

Ofurleiðaraefni að finna í loftsteinum

Lifandi Saga

Krossferðaherinn sigraður með timburvögnum

Lifandi Saga

Kína verður aldrei aftur auðmýkt

Tækni

Hvers vegna sofum við?

Heilsa

Létt þjálfun er áhrifaríkari

Maðurinn

Fimm hollráð vísindamanna: Þannig má breyta leiða í styrk

Tækni

Sólarsellur flytja út í geim 

Heilsa

Algengt meðferðarúrræði fyrir konur á breytingaskeiði er talið hafa í för með sér alvarlegar aukaverkanir

Maðurinn

Er skaðlegt að halda sér vakandi alla nóttina?

Heilsa

Yfirsýn: Svona bjargar blóðið þér

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is