Hver myndaði Neil Armstrong?

Armstrong steig fyrstur fæti á tunglið, en hver tók eiginlega myndirnar af þessum fyrstu skrefum?

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Þegar geimfarinn Neil Armstrong prílaði niður stigann niður á yfirborð tunglsins, kveikti hann sjálfur á lítilli tökuvél sem fest var á hlið lendingarfarsins Arnarins.

 

Það var frá þessari vél sem heimsbyggðin fékk að sjá hinar frægu myndir af Armstrong stíga fæti á tunglið sumarið 1969.

 

Neil Armstrong stóð svo tilbúinn með þessa sömu myndavél þegar félagi hans, Edwin „Buzz“ Aldrin kom niður stigann örskömmu síðar. Hann náði ágætum myndum af Aldrin á leið út úr lendingarfarinu.

 

Geimfararnir hófu skömmu síðar að safna sýnum og taka myndir, svo þeir næðu alla vega einhverju með sér heim, ef þeir þyrftu að yfirgefa tunglið í flýti af einhverjum ástæðum.

 

En allt gekk samkvæmt áætlun og í sameiningu rannsökuðu geimfararnir tveir tunglið í þrjá tíma áður en þeir sneru aftur til Arnarins.

 

Alls voru Aldrin og Armstrong í tæpan sólarhring á tunglinu áður en þeir sneru aftur til félaga síns, Michaels Collins sem á meðan hringsólaði kringum tunglið í margra kílómetra hæð.

 

Alls tóku þeir 22 kg af tunglgrjóti með sér til jarðar.

 
 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is