Geimfari leikur golf á tunglinu 

Geimfarinn Alan Shepard prófaði að spila golf á tunglinu í Apollo 14-leiðangrinum árið 1971 – í fyrsta og einasta skipti í sögunni.

BIRT: 31/03/2022

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Geimfari tók 6-járn með til tunglsins.

Leiðangurinn fyrir Apollo 14-geimfarana felst í að sækja sýni af tunglinu og flytja til jarðar. En geimfarinn Alan Shepard hefur troðið einu golfhöggi inn í verkefnið.

 

„Í vinstri hönd er ég með litla hvíta kúlu sem milljónir Bandaríkjamenn þekkja“, segir þessi reyndi geimfari áður en hann lætur kúluna falla niður í tunglrykið og slær hana með sínu heimasmíðaða 6-járni.

 

Golfbolti getur svifið kílómetra

Shepard slær tvo golfbolta út í eyðilegt landslagið á tunglinu og segir eftir síðara höggið: „Miles and miles and miles“ (Mílur eftir mílur eftir mílur).

 

Á tunglinu er enginn lofthjúpur, engin vindmótstaða og mun veikari þyngdarkraftur en á jörðu. Og því er fræðilega mögulegt að golfbolti geti svifið marga kílómetra áður en hann lendir.

Mynd frá Apollo 14-leiðangrinum fangar einn af golfboltum Alan Shepards á tunglinu. Boltinn sveif einungis nokkur hundruð metra.

Apollo-14 var farsæll leiðangur

Eftir heimkomuna þótti Apollo-14 afar vel heppnaður leiðangur. Geimfararnir söfnuðu saman heilum 45 kílóum af sýnum og settu met í löngum göngum um tunglið í heila níu tíma samanlagt.

 

Golfgeimfarinn Alan Shepard hefur einnig sýnt að hann kann margt annað en að spila golf: Hann gekk 2,7 kílómetra á tunglinu – meira en nokkur annar geimfari.

BIRT: 31/03/2022

HÖFUNDUR: Mikkel Skovbo

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is