Maðurinn

Nýtt lyf fær tennur til að vaxa á ný

Nýtt efni fær tennur til að vaxa aftur í músum. Ef það virkar einnig á manneskjur gætum við hugsanlega losað okkur við gervitennur.

BIRT: 17/07/2022

Þegar við missum fullorðinstönn er ekkert hægt að gera nema vera án þessarar tannar – eða fá gervitönn.

 

En nú hafa vísindamenn frá háskólunum í Kyoto og Fukui náð að endurnýja tennur í músum.

Sérstakt mótefni gerir það að verkum að tennur í músum fara að vaxa aftur (t.h). Það verður prófað fljótlega á mönnum.

Mótefni örvar tannvöxt

Vísindamennirnir komust að því að sérstakt mótefni veldur því að genið USAG-1 örvar tannvöxt hjá músum með arfgengan erfðagalla sem kemur í veg fyrir að þær geti myndað tennur.

 

Og þessar erfðafræðilegu ástæður eru einmitt orsökin fyrir því að sumt fólk hefur of margar tennur. Vísindamennirnir hafa því rannsakað þennan erfðagalla til að reyna að endurnýja tennur.

 

Sömu kerfi þróa líffæri

Samspil tveggja próteina og taugaboðefna stýrir bæði vexti í mörgum líffærum sem og í tönnum. Því er oft forðast að nota lyf sem hafa áhrif á þessa samverkun sökum þess að aukaverkanir geta hugsanlega haft áhrif á allan líkamann.

 

Vísindamennirnir lögðu því áherslu á genið USAG-1 sem þeir vissu að hafði aðeins áhrif á þróun tanna.

 

Með tilraunum á svokölluðum einstofna mótefnum – tegund sem einnig er notuð gegn til dæmis krabbameini – fundu vísindamenn eitt einstakt efni sem stýrir tannvexti mjög nákvæmlega.

 

Aðferðin hefur hingað til virkað á mýs sem hafa tennur líkar mönnum. Næsta skref er að prófa lyfið á svínum og hundum – og loks á mönnum.

 

Til lengri tíma litið getur lyfið þýtt að ekki sé lengur þörf að fá falskar tennur eða tannplanta þegar þú missir tönn.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Sören Hansen

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

3 tilgátur: Þess vegna grátum við

Alheimurinn

Af hverju er geimurinn svartur?

Náttúran

Líf við ómögulegar aðstæður undir ís

Lifandi Saga

Hvers vegna brann Hindenburg? 

Náttúran

Gætu hvítabirnir lifað af á Suðurskautslandinu?

Lifandi Saga

Hvað voru fyrsta og annað ríkið?

Lifandi Saga

El-Alamein: Montgomery sigrar Rommel í sandbylnum

Lifandi Saga

Hvers vegna geta kosningar verið svona ótrúlega jafnar?

Náttúran

Hvers vegna hafa dýr svona mismunandi augu?

Lifandi Saga

5 ástæður þess að BNA er einungis með tvo flokka 

Náttúran

Geta hvalir gleypt fólk?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is