Ástand heilans og hjartans ákvarðar hvenær fólk er úrskurðað látið, bæði á læknisfræðilegum grunni og lögfræðilegum, en séð frá líffræðilegum sjónarhóli kemur dauðinn í nokkrum skrefum.
Nú hefur ormur veitt vísindamönnum nýjar upplýsingar um það hverngi dauðastjarfinn, rigor mortis, breiðist út frá frumu til frumu – líka í mönnum.
Rannsóknin var gerð við University College í London og vísindamennirnir telja að af henni megi betur skilja það sem gerist í frumum líkamans þegar þær eldast og deyja.
Dauðastjarfi hefst fyrir andlát
Í mönnum myndast dauðastjarfinn yfirleitt 3-4 tímum eftir andlátið, sem sagt eftir að heili og hjarta eru hætt að starfa.
En öðru máli gegnir um orminn C. elegans, sem vísindamennirnir rannsökuðu. Í orminum hófst stirðnunin meðan hann var enn á lífi með keðjuverkun þar sem dauði hverrar frumu virtist kalla á dauða næstu frumum við hliðina.
Þegar frumurnar glata hæfni til að framleiða orku í formi sameindarinnar ATP, glata þær um leið hæfninni til að halda í sér kalki.
Laust kalk í vefjum koma fyrst vöðvum og síðar líffærum til að dragast saman og stífna. Undir smásjánni gátu vísindamennirnir fylgst með því hvernig dauðinn breiddist smám saman út um orminn.
Í orminum C. elegans breiðist dauðastjarfinn (blár) út meðan dýrið er enn á lífi.
Útskýrir hvers vegna við eldumst
Vísindamennirnir telja að rannsóknin skýri framrás dauðans í fjölfrumungum. Öldrun og dauði einstakra frumna hefur mikið verið rannsakaður, en okkur skortir þekkingu á því hvað stýrir yfirtöku dauðans á fjölfrumungum eins og okkur.
Keðjuverkunin þar sem dauði einnar frumu kallar á dauða þeirra næstu gæti mögulega líka skýrt hvernig vefir okkar eldast meðan við erum enn á lífi.