Jól

Púkar voru verk djöfulsins

Púki, villutrúarvera og bara almennt pirrandi. Góðviljaði álfurinn hefur ekki alltaf verið sjálfsagður hluti jólahátíðarinnar. Í nokkur hundruð ár eltist kirkjan við púka með heilögu vatni, bænum og særingum.

BIRT: 01/01/2023

U.þ.b. 750 f.Kr.-500 e.Kr

Púkinn er upprunninn frá rómverskum heimilisguði

Sagnfræðingar telja að forfaðir púkans hafi verið lítill, tignarlegur og mjór heimilisguð að nafni Lar Familiares. Rómverski guðinn sá um húsið og eldstæðið – ef fjölskyldan gleymdi ekki að færa fórnir og biðja til hans.

 

Rómverska leikskáldið Titus Maccius Plautus (254-184 f.Kr.) skrifaði til dæmis um Lar Familiares í leikriti sínu „Aulularia“ þar sem guðinn hjálpar gömlum manni að fela gullkrukku sína.

 

Þegar gamli maðurinn deyr loks vill sonur hans fá gullið í hendurnar. En litli heimilisguðinn neitar að gefa upp hvar krukkan er falin, þar sem sonurinn hefur lengi vanrækt að tilbiðja hann og gefa gjafir. Það er ekki fyrr en tengdadóttirin stígur inn og vingast við Lar Familiares að gullkrukkan birtist aftur.

Lar Familiares var rómverskur forveri norræna púkans.

400-1500

Niels Gårdbo olli skelfingu í bænum

Eins og Lar Familiares hjá Rómverjum verndaði norræni púkinn húsið. Skandinavíska útgáfan var hins vegar ögn ofsafengnari.

 

Fyrir tilkomu kristninnar réðu húspúkar ríkjum á öllum norrænum býlum. Niels húspúki, Níels litli eða Tomten, var aldraður pípureykingamaður með ofsafengið skap.

 

Á hverjum laugardegi krafðist hann þess að fá sér færðan sætan hafragraut gegn því að aðstoða bóndann við að gefa dýrunum og sjá um túnin. Og ef ekki næðist að seðja grautarhungur hans varð fjandinn laus. Hann gat þá endað á því að binda saman halann á kúnum, eyðileggja verkfæri bóndans eða jafnvel beita ofbeldi.

Húspúkinn Níels varð að fá hafragraut – annars myndi hann slá til bóndans.

Norsk þjóðsaga segir til dæmis af stúlku sem borðaði graut eins húspúkans. Púkinn fór svo til hennar það kvöldið og barði hana svo illa að hún fannst nær dauða en lífi morguninn eftir.

 

Óánægður púki rataði sjálfur um og þá skullu hamfarirnar fyrst á hinum óheppna bónda. Því að púka fylgdi mikil ólukka. Á hinn bóginn gat bóndi ekki sloppið frá púkanum sínum: Hann ferðaðist með honum ef hann fór úr bænum – þess vegna er norræna orðatiltækið „Púkinn flytur með“.

981

Ólafs saga Tryggvasonar frá 9. öld er fyrsta ritaða heimildin um púka.

Fyrsti púkinn veiddur

Elsta ritaða saga Norðurlanda um púkaveru kemur úr Ólafs sögu Tryggvasonar Noregskonungs frá árinu 981. Sagan er frá því tímabili þegar kristni breiddist hægt og örugglega út í Skandinavíu og gerði púkana að einhverju tengdu villutrú.

 

Sagan segir frá íslenskum bónda að nafni Koðrán. Hann átti veru sem hét Ármaður og bjó í steini fyrir utan bæinn. Koðrán færði gamla manninum fórnir og fékk á móti góð ráð um framtíðina og rekstur búsins – allt til þess dags sem hinn kristni sonur Koðráns og prestur heimsóttu bæinn.

 

Þeir fengu gamla bóndann til að snúa baki við villutrúarpúkanum og ráku síðan íbúa steinsins út með sálmum og heilögu vatni.

1000-1750

Villutrúargaldrar

Kristnir menn trúðu því að púkar væru ein af skepnum djöfulsins. Það þyrfti fyrir alla muni að reka þennan villutrúaða heimilisguð út.

 

Með tilkomu kristninnar opnaðist helvíti bókstaflega fyrir öllum púkum. Kristnu fólki var aðeins heimilt að tilbiðja einn guð og var litli heimilisguðinn því settur í sama flokk og djöfullinn. Á 13. öld skrifaði sænska nunnan og síðar heilög Birgitta Birgisdóttir til dæmis tilskipun gegn hinum illu púkum og varaði við að tilbiðja villutrúarguðinn.

 

Þýski munkurinn og siðbótarmaðurinn Marteinn Lúther (1483-1546) fól prestunum líka í ritinu „Tischreden“ að þeir ættu að reka púka út af heimilinu – rétt eins og særingamaður sem ræki út djöfla og drísla.

Að trúa á púka gat leitt til ferðar á bálköstinn.

En púkann var erfitt að losna við og ritaðar heimildir frá 16. öld segja frá prestum sem fannst illt að fólk trúði „í blekkingu“ á „heimilispúka“. Hins vegar var kirkjan ekki alltaf sátt við að vera aðeins bara reið.

 

Síðasta dæmda norn Danmerkur, Anne Palles, játaði að púkinn „Niels Goddreng“ hafi búið á bæ hennar í formi hests. Anne Palles var tekin af lífi fyrir galdra 4. apríl 1693.

1836-nútíminn

Púkinn endurfæddur sem jólasveinn í Róm

Árið 1836 bauð danski listmálarinn Constantin Hansen til jólaveislu í Róm. Þegar gestir hans komu inn í hátíðlega skreytta herbergið tóku á móti þeim fyrstu jólasveinar sögunnar.

 

Gestgjafinn hafði skreytt salinn með pappírsklemmum sem sýndu rauð-appelsínugula púka á svörtum grunni. Þeir dönsuðu í kringum jólagrautinn, flugust á við köttinn og fóru yfir Ponte Molle brúna í Róm með gjafir til að halda jól á Ítalíu. Gestirnir voru himinlifandi, sérstaklega arkitektinn Gottlieb Bindesbøll.

 

Hann skrifaði um jólasveinana í bréfi til bróður síns í Danmörku og þegar bréfið var prentað í Dansk Kunstblad breiddist siðurinn hratt út.

Það var ekki fyrr en upp úr 1800 sem púkinn varð að veru sem börn elskuðu.

Ekki leið á löngu þar til púkinn birtist í jólasögum á öllum Norðurlöndunum og árið 1858 eignaðist sú, nú skapgóða, skepna líka konu þegar fyrsta púkastelpan fæddist.

 

Fljótlega fékk púkinn líka nýja vinnu – á 20. öldinni varð fyrrverandi heimilisguðinn þekktur um allan heim sem aðstoðarmaður jólasveinsins. Nú hjálpaði hann ekki lengur til á bænum, heldur gerði gjafir fyrir öll heimsins góð börn.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Nadia Claudi

Shutterstock,© Museo Arqueologico Nacional & Shutterstock,© Mary Evans/Scanpix,© W. Forman/Polfoto,© Granger/Polfoto,© Peter Nikolaj Møller

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Hvernig gátu riddarar í brynju farið á klóið?

Maðurinn

Ofurörvuð börn læra minna

Alheimurinn

Ráðgátan um dularfullu geimhringana

Maðurinn

8 vísindalegar ástæður þess að þú lyktar

Náttúran

Snjáldurmýs ganga á eigin heila

Náttúran

Háhyrningar réðust á bát og beittu áður óséðri aðferð

Tækni

Lítil kjarnarafhlaða heldur símanum gangandi í 50 ár

Læknisfræði

Kvefast ég frekar ef ég fer út með blautt hár?

Náttúran

Súrefni: Hvað er súrefni – og er hægt að fá of mikið af því?

Náttúran

Nú gætum við fundið leynilegar tímavélar alheimsins

Maðurinn

Heilasérfræðingar: Ástin og vináttan verðlauna heilann

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is