Jól

Uppfinningamennirnir önnum kafnir á verkstæði jólasveinsins:

Þið hafið öll örugglega frétt af því að verkstæði jólasveinsins sé fullt af örsmáum hjálparsveinum hans. Í raun og veru er um að ræða ötula uppfinningamenn sem útbúa langleggjaðar Barbie-brúður, gangandi gorma og gufuvélar í barnastærð.

BIRT: 23/12/2022

Þýskur bangsi vinsæll í BNA

Þegar hinn tvítugi Richard var nemandi listiðnaðarskólans í Stuttgart bauðst honum starf í leikfangaverksmiðju frænku sinnar, Margrétar Steiff.

 

Þegar Richard fékk það verkefni að teikna í skólanum fór hann gjarnan í dýragarð borgarinnar, þar sem birnirnir áttu hug hans allan.

 

Þessar dýrateikningar urðu kveikjan að leikfangabangsa sem Richard mótaði árið 1902.

 

Frumgerðin hlaut vinnuheitið „Steiff Bär 55 LH“. Talan 55 vísaði til hæðar bangsans í sentímetrum talið, L stóð fyrir loðinn og „H“ táknaði hreyfanlegt, þ.e. að fótleggir og handleggir væru hreyfanlegir.

Fyrsti bangsinn frá Steiff var 55 cm á hæð.

Bangsinn var kynntur almenningi á stórri leikfangasýningu í Leipzig árið 1903, án þess þó að kalla á mikla athygli. Í raun réttri sýndi aðeins einn kaupandi bangsanum sérlegan áhuga.

 

Um var að ræða Bandaríkjamann, sem keypti alla tíu bangsana í sölubási Steiff verksmiðjunnar. Næsta dag var hann aftur mættur og pantaði þá 3.000 stykki til viðbótar.

 

Á heimssýningunni í St. Louis næsta ár seldi Steiff 12.000 bangsa og verksmiðjan hlaut gullverðlaun sýningarinnar fyrir bangsann.

 

Þegar þarna var komið sögu var bangsinn nefndur „Teddy“ í höfuðið á þáverandi forseta Bandaríkjanna, Theodore Roosevelt.

Eldspýtustokkur varð mælikvarði fyrir Matchbox-leikfangabíla.

Bíll í eldspýtustokk

Jack Odell var meðeigandi að enska leikfangafyrirtækinu Lesney og var starf hans fólgið í því að þróa frumgerðir sem orðið gátu að nýjum leikföngum.

 

Dag nokkurn, árið 1953, kom dóttir hans heim úr skólanum og kvaðst eiga að finna einhvern lítinn hlut á heimilinu sem hún gæti haldið fyrirlestur um fyrir bekkinn. Skilyrði var að hluturinn gæti rúmast í eldspýtustokk.

 

Fátt í slíkri stærð var að finna á heimili Odell fjölskyldunnar og fyrir vikið fór Jack aftur í verksmiðjuna að leita að hlut sem uppfyllti skilyrðin.

 

Útkoman var örsmá útgáfa af valtara sem komst nákvæmlega fyrir í eldspýtustokk. Hann málaði hjól valtarans rauð og aðra hluta hans í grænum lit.

 

Fyrirlestur dótturinnar vakti mikla hrifningu en það sem mest var um vert var að þessi litli valtari kveikti nýja hugmynd hjá Jack Odell, sem fyrir algera tilviljun hafði þarna fundið upp Matchbox-leikfangabíla.

 

Allar götur síðan hafa verið framleidd ógrynnin öll af örsmáum Matchbox-bílum, nákvæmri eftirlíkingu raunverulegu bifreiðanna, sem drengir á öllum aldri hafa mikla ánægju af að leika sér með.

Fæstir áttu nægilega marga meccanó-hluta til að láta alla byggingardrauma rætast.

Litlir verkfræðingar önnum kafnir

Byggingarsett hafa verið vinsæl í minnst 400 ár, ef marka má sagnfræðiheimildir. En það var svo ekki fyrr en fyrirtæki á borð við Lego, Brio og Meccanó komu til sögunnar að leikirnir urðu skemmtilegir.

 

Frank Hornby var áhugsamur um uppeldi barna sinna og honum fannst synirnir tveir ekki hljóta nægilega hvatningu í leik.

 

Hann notaði blikkafganga til að búa til byggingarsett úr plötum sem hægt var að festa saman með litlum skrúfum, en þetta fannst honum vera hin fullkomna örvun fyrir börn sem alin voru upp í iðnaðarþjóðfélögum og einhvern tímann í framtíðinni ættu eftir að byggja sjálf krana og leggja járnbrautarteina.

 

Jafnframt því sem leikfangið tók breytingum áttaði Frank sig á að hann hefði hugsanlega fundið upp feikna hugvitssamlegt leikfang og sótti um einkaleyfi fyrir því.

 

Hann gerði sér samt grein fyrir að byggingarsettið væri engan veginn fullþróað og sjálfur hafði hann engan tíma fyrir slíkt, því hann þurfti jafnframt að sinna starfi sínu hjá kjötinnflutningsfyrirtæki.

 

Til allrar hamingju gerði yfirmaðurinn sér grein fyrir hvaða möguleikum leikfangið byggi yfir og veitti Hornby frí frá störfum og lét hann meira að segja fá verkstæði til umráða. Í stað varð yfirmaðurinn meðeigandi í litla framleiðslufyrirtækinu.

 

Byggingarsettið, sem fyrst í stað gekk undir heitinu „Mechanics Made Easy“ kom á markað árið 1902. Hver pakki samanstóð af málmstöngum, -plötum, -hjólum og tannhjólum, allt útbúið götum sem gerði kleift að skrúfa einingarnar saman.

 

Salan gekk vonum framar og árið 1907 var svo komið að undirbirgjarnir gátu engan veginn haft undan.

Frank Hornby varð auðkýfingur af að selja leikföng og sneri sér að stjórnmálum.

Frank Hornby átti því engra annarra kosta völ en að setja á stofn eigin leikfangaframleiðslu. Við það sama tækifæri breytti hann heiti byggingarsettsins í hið þjála heiti „Mekkanó“.

 

Árið 1931 var Hornby fyrir löngu farinn að þéna milljónir og ákvað að leita á ný mið, þ.e. í stjórnmálum. Hann náði reyndar einungis kjöri í undirhúsi breska þingsins í eitt kjörtímabil

Byggingarsettin eru þroskandi fyrir börn

Ef marka má uppeldisfræðinga hafa leikir barna margs konar tilgang meðan á uppvextinum stendur – þau þroskast m.a. sem félagsverur, auk þess sem leikir þjálfa hreyfigetu barnanna. Byggingarsett ýta undir hugmyndaauðgi barna og krefjast jafnframt af þeim aga.

Hugh Plat (1594)

var enskur rithöfundur, sem fyrstur lýsti byggingarkubbum.

Revell (1952)

útbjó tilbúin líkön, en viðskiptavinirnir vildu frekar setja þau saman sjálfir.

Brio (1958)

bauð upp á mikið úrval þegar fyrirtækið hóf framleiðslu á trélestum.

LEGO (1958)

hætti að framleiða viðarkubba og hóf plastkubbaframleiðslu, sem naut mikillar velgengni.

Mikið auglýstir sæapar

Bandaríski uppfinningamaðurinn og auglýsingagerðarmaðurinn Harold Braunhut skipar sérlegan sess í heimi leikfangagerðar, en um er að ræða manninn sem fann upp röntgengleraugun, sem sagt var að gerðu notendum kleift að sjá gegnum fatnað meðbræðra sinna.

 

Bestu hugmyndina fékk Harold Braunhut raunar á árinu 1957 þegar hann kynnti svonefnda sæapa til sögunnar. Hann lét birta litríkar auglýsingar í vinsælum teiknimyndablöðum samtímans þar sem kaupendum var lofað að þeir fengju „lifandi sirkus heim til sín“.

 

Sæaparnir urðu gífurlega vinsælir, ekki hvað síst sökum þess að Harold beindi orðum sínum beint til barnanna, sem svo gátu rellað í foreldrunum um að eignast ný, skemmtileg gæludýr.

 

Leiðbeiningarnar voru þessar:
  • Í pakkanum sem börnunum barst frá Braunhut var að finna glæran bolla úr plasti og tvö bréf með dufti í. Börnunum var ætlað að fylla bollann af vatni  og að sáldra innihaldinu úr bréfi 1 í vatnið. Duftinu var ætlað að hreinsa vatnið.

 

  • Að einum sólarhring loknum átti síðan að hella sæapaeggjunum úr bréfi 2 út í hreinsaða vatnið í bollanum …

 

  • … og líkt og um kraftaverk væri að ræða birtust nú skemmtilegar verur í bollanum. 

 

Börnin voru göbbuð

Því miður líktust smágerðu svifdýrin í plastbollanum engan veginn sætu og skemmtilegu sæöpunum í litríku auglýsingunum. Um var að ræða örsmá saltvatnskrabbadýr sem nefnast saltkefar.

 

Braunhut hafði nefnilega komist að raun um að egg þessarar krabbategundar lifa það af að þorna upp og fyrir vikið var unnt að senda þau að skaðlausu með pósti.

 

Bréfin tvö sem fylgdu voru í raun hluti af gabbinu: Eggin voru í raun réttri geymd í bréfi 1 en í bréfi 2 var að finna litarefni sem gerði það að verkum að krabbarnir urðu sýnilegir í vatninu.

 

Saltkefar verða allt að 10 mm á lengd.

Ó, nei, ekki Laugavegur aftur! Hinn ungi hnefaleikakappi Muhammad Ali virðist vera í vanda staddur.

Kennslustund í lögmálum kapítalsismans

Bandaríkjakonunni Elizabeth Magie blöskraði svo samfélagsþróunin í Bandaríkjunum að hún útbjó borðspil árið 1903.

 

Með því að spila „The Landlord’s Game“ gátu almennir borgarar skynjað hvernig á því stæði að nokkrir auðmenn ættu mestallar eignir í Bandaríkjunum.

 

„Ég vona að menn og konur átti sig fljótt á því að örbirgð þeirra stafar af því að Carnegie og Rockefeller eiga meira fé en þeir nokkru sinni hafa þörf fyrir“, sagði Elizabeth.

 

Borðspilið minnti heilmikið á Matador-spil (Monopoly-spil) nútímans og það ekki að ástæðulausu: Árið 1935 keyptu bræðurnir Charles og George S. Parker einkaleyfið af henni og þróuðu spilið áfram.

 

Fyrirtæki þeirra, Parker Brothers, sá í hendi sér að helstu viðfangsefni heims hentuðu einkar vel í spilum, t.d. gullæðið í spilinu „Klondike“, leitin að morðingjanum í „Cluedo“ (1944) og stórveldaátökin í spilinu „Risk“ (1957).

Vasamálverkið af grískum dreng með jójó má berja augum í Berlín.

Leikfang Grikkjanna er enn vinsælt

Börn voru þegar farin að leika sér með jójó í Grikklandi til forna. Þetta kemur berlega í ljós á mynd á vasa frá árinu 400 fyrir Krist.

 

Sagnfræðingar vita ekki fyrir víst hvað leikfangið kallaðist í þá daga en það líktist því sem við þekkjum sem jójó í dag, en um er að ræða leikfang sem samanstendur af tveimur plötum sem tengjast um öxul og er u.þ.b. eins metra langri snúru vafið utan um hann.

 

Í gegnum aldirnar hafði leikfang þetta hafði oftsinnis hafnað í glatkistunni og verið dregið fram í dagsljósið þess á milli, en heitið „jójó“ á hins vegar aðeins rætur að rekja til 3. áratugar síðustu aldar.

 

Bandaríski viðskiptajöfurinn Donald Franklin Duncan kynnti heitið fyrstur allra til sögunnar og fékk einkaleyfi á leikfanginu.

 

Árið 1965 veittu dómstólar samkeppnisaðilanum leyfi til að nota heitið „jójó“ á þeim forsendum að um væri að ræða svo algengt hugtak í málinu að enginn gæti haft einkaleyfi fyrir því.

 

Duncan gat huggað sig með því að afmælisdagur hans, 6. júní, var gerður að alþjóðlegum jójó-degi“.

Á auglýsingunni leit gufuvélin frá Märklin út fyrir að vera risavaxin en hún var í raun réttri aðeins 30 cm á hæð.

Af fullum krafti í drengjaherberginu

Fyrir jólin 2019 var fjarstýrður dróni efstur á óskalistanum. Eitt hundrað árum áður óskuðu flestir drengir sér gufuvélar í jólagjöf.

 

Árið 1859 setti þýski iðnaðarmaðurinn Theodor Märklin á laggirnar verksmiðju sem sérhæfði sig í að framleiða útbúnað fyrir leikfangaeldhús.

 

Framleiðsla smágerðra eldavéla og potta léði starfsmönnunum sérfræðiþekkingu í fíngerðri málmvinnslu sem síðar meir átti eftir að gera Märklin að fremsta framleiðanda leikfangagufuvéla og leikfangalesta.

 

Gufuvélina var að finna í bæklingi fyrirtækisins árið 1909 og hún starfaði samkvæmt sama lögmáli og risavöxnu gufuvélarnar sem var að finna í raforkuverum og verksmiðjum: Eldsneyti (spritttafla) hitaði vatnið í katlinum og þegar þrýstingurinn jókst var gufan leidd gegnum rör yfir í stimpil sem knúði drifhjól.

Stimpill gufuvélarinnar var falinn á bak við ketilinn. Drifhjólið gat m.a. knúið rafal frá Märklin.

Ketillinn fylltur

Gufuflauta

Ketill

Spritttafla

Drifhjólið

Stimpill gufuvélarinnar var falinn á bak við ketilinn. Drifhjólið gat m.a. knúið rafal frá Märklin.

Ketillinn fylltur

Gufuflauta

Ketill

Spritttafla

Drifhjólið

Með aðstoð breiðrar reimar var svo unnt að nýta kraftinn úr drifhjólinu til að knýja litlar vélar og annan búnað, sem einnig var framleitt hjá Märklin.

 

Märklin hefur framleitt þekktu leikfangalestirnar allar götur frá árinu 1891. Fyrstu lestirnar voru knúnar með fjöður en fyrstu rafmagnslestirnar litu dagsins ljós árið 1926.

Leir sem þornar aldrei

William Harbutt var föndurkennari í borginni Bath í suðurhluta Englands. Hann fann upp sérlega gerð af leir sem þornaði ekki á milli kennslustundanna til þess að nemendur hans ættu auðveldar með að vinna með þrívíddarverk.

 

Mótunarleir hans var í raun alls óskyldur leir því hann samanstóð af blöndu úr gifsi, parafíni, kalki, ullarfeiti og sterínsýru.

 

Massinn var grár á litinn en Harbutt tókst engu að síður að framleiða hann í fjórum litum og fékk einkaleyfi fyrir uppfinningu sinni.

 

Allar götur síðan 1897 hefur mótunarleir notið mikilla vinsælda meðal barna og annarra barnslegra sála, en í kvikmyndum á borð við „Wallace og Gromit“ eru fígúrurnar mótaðar úr leir.

Ósýnilegur kraftur flytur Slinky niður tröppur.

Gormurinn getur gengið niður tröppur

„Slinky“ er laus gormur sem getur gengið niður tröppur af sjálfsdáðum.

 

Skipaverkfræðingurinn Richard T. James fann gorminn upp árið 1943, en það var samt ekki fyrr en í nóvember 1945 sem hann hafði tök á að kynna hann til sögunnar í vöruhúsinu Gimbels í Fíladelfíu í Bandaríkjunum. Leikfangið sló samstundis í gegn: Á aðeins 90 mínútum seldust allar birgðir vöruhússins upp, alls 400 stykki.

 

Verðið var einn Bandaríkjadalur, sem var svo ódýrt að flestallir gátu eignast Slinky og leikið sér með hann í tröppunum. Þyngdaraflið sá um afganginn. Alls voru seld um 300 milljón slík leikföng.

Á 2. öld í Rómarríki voru til brúður með hreyfanlega liði og nútímalega hárgreiðslu.

Stúlkur fórnuðu brúðum til guðanna

Brúður eru sennilega jafngamlar sjálfu mannkyninu. Fornleifafræðingar hafa fundið brúður úr bæði leir og viði.

 

Eftir því sem árþúsundin liðu urðu dúkkur sífellt þróaðri og fengu eins konar hár og hreyfanlega útlimi.

 

Fyrstu brúðurnar eru þó taldar hafa haft trúarlegan tilgang og í fornum ritum er þess getið að rómverskar telpur hafi klætt brúðurnar sínar í fatnað sem minnti á það sem þau fullorðnu íklæddust.

 

Þegar grískar stúlkur nálguðust fullorðinsaldur fórnuðu þær brúðum sínum til guðanna. Einnig hafa fundist brúður í grískum barnagröfum.

 

Þegar iðnbyltingin gekk í garð varð unnt að framleiða brúður með allt öðru móti en áður. Árið 1896 setti þýska fyrirtækið Schildkröt á markað nýja gerð af plastefni úr nítrósellulósa og kamfóru – efni sem unnt var að hafa húðlitað.

Gamli góðlegi jólasveinninn finnur brúðunni nýtt heimili.

Milljarður af háfættum dúkkum

Þegar Ruth Handler fylgdist með dóttur sinni, Barböru, leika sér með dúkkulísur tók hún eftir einu sem vakti furðu hennar: Mikilvægur hluti af leiknum virtist fólginn í því að hanna fullorðinsföt fyrir pappírsdúkkurnar.

 

Stúlkan virtist apa eftir heimi hinna fullorðnu! Þessi eftirtektarsemi móðurinnar átti eftir að marka spor sín árið 1956 þegar fjölskyldan var á ferðalagi um Evrópu.

 

Þar sá Ruth brúðu sem hún aldrei hafði séð fyrr, hina þýskframleiddu „Lilli“, sem var fullorðin kona í fáguðum fatnaði.

 

Hugmyndin fæddist samstundis hjá Ruth. Nú vissi hún hvað það var sem Barbara í raun óskaði sér í stað dúkkulísu. Ruth líkti eftir „Lilli“ en útbjó sína brúðu þó með grennri mjöðmum, stærri augum, glæsilegra hári og lengri fótleggjum.

 

Nú var ekkert eftir annað en að hefja framleiðslu á „Barbie“.

 

Til allrar hamingju voru Ruth Handler og eiginmaður hennar, Elliot, eigendur leikfangaverksmiðjunnar Mattel, þar sem framleiddir voru myndarammar, svo húsgögn fyrir dúkkuhús, og fyrir vikið gátu þau hæglega bætt við framleiðsluvöru.

 

Í mars árið 1959 litu fyrstu Barbie-dúkkurnar dagsins ljós í verslunum og heimurinn varð aldrei samur eftir það. Allar stelpur í hinum vestræna heimi urðu beinlínis að eignast Barbie-dúkku, svo og ógrynnin öll af fatnaði og fylgihlutum fyrir hana.

Fyrsta Barbie-dúkkan frá árinu 1959 kostar í dag allt að fjórar milljónir íslenskra króna.

Tveimur árum síðar eignaðist Barbie meira að segja kærasta að nafni Ken. Þau lifðu hamingjusamlega saman, allt þar til Mattel sendi frá sér fréttatilkynningu árið 2006 þess eðlis að Barbie og Ken væru skilin að skiptum.

 

Til allrar hamingju tókst verksmiðjunni að leysa ágreiningsmál parsins á Valentínusardag árið 2011.

Litríkir blýantar

Johann Sebastian Staedtler í Nürnberg var elsti sonur föður síns og sem slíkur þótti auðsýnt að hann myndi feta í fótspor föðurins.

 

Sonurinn ungi kvæntist málaradótturinni Magdalenu árið 1824 og þegar börnunum fjölgaði hóf hann að gera tilraunir með litablýanta sem voru í öðrum litum en þeim hefðbundna svarta.

 

Árið 1834 var rauði liturinn loks tilbúinn: Staedtler hafði tekist að blanda rauðu litarefni saman við bindiefni, þurrka það í ofni, þjappa því og fínmala hvað eftir annað, þar til massanum var að lokum þjappað saman og komið fyrir í viði.

 

Hugmyndin var svo heillavænleg að Staedtler sagði skilið við verksmiðju föður síns og ákvað að opna eigið fyrirtæki. Níu árum síðar hafði hann útbúið nægilega marga liti til að teikna regnbogann.

 

Salan gekk vonum framar en aftur á móti varð verksmiðja föðurins gjaldþrota og Staedtler gat keypt vélarnar af þrotabúinu fyrir smápeninga.

 

Helsti keppinautur Staedtlers er í dag Faber-Castell, sem einnig er með höfuðstöðvar í Nürnberg. Sú verksmiðja var sett á laggirnar árið 1761 og lét lítið fyrir sér fara framan af. Fyrirtækið flokkast í dag sem stórfyrirtæki sem státar sig af titlinum „helsti framleiðandi blýanta og trélita í heimi“.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Jan Hedegaard & Torsten Weper

Bridgeman Images, © Smithsonian national Museum of Natural History,© Collection Gregoire/Bridgeman Images & Xavier ROSSI/Getty Images,© M&N/Imageselect & Hans Hillewaert,© M&N/Imageselect & Hans Hillewaert,© Steve Schapiro/Getty Images,© Schloss Charlottenburg,© BTMM Eric, Shutterstock,© Wikimedia,© Getty Images,© ZUMA Press, Inc./Imageselect,

Jörðin

Ný NASA-flugvél á að minnka losun í flugi

Náttúran

Eitruðustu efni veraldar

Náttúran

Eitruðustu efni veraldar

Heilsa

Er hægt að sofa með opin augun?

Heilsa

Er hægt að sofa með opin augun?

Náttúran

Topp 5: Af hvaða dýrum er mestur fjöldi?

Maðurinn

Þessir einstaklingar eru í minni hættu á að greinast með heilabilun

Alheimurinn

Stjarna breytir sér í demant

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

Lifandi Saga

Samkynhneigður sjónvarpsleikari skáldaði upp sögur um eiginkonur

Maðurinn

Hvernig myndast krabbamein?

Alheimurinn

Þrisvar sinnum stærra en Everestfjall: Goshalastjarna gæti brátt sést á himni í fyrsta sinn í 70 ár

Tækni

Dulkóðaður gjaldmiðill: 7 atriði sem þú ættir að vita um rafmynt 

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

Lifandi Saga

Fjórir kvillar sem bóluefni hafa knésett

Menning og saga

Frumstæð manntegund jarðsetti hina látnu

Maðurinn

Vísindamenn endurnýja hárvöxt á músum

Lifandi Saga

Nanjing harmleikurinn verri en hin versta martröð

Maðurinn

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

Lifandi Saga

Samkynhneigður sjónvarpsleikari skáldaði upp sögur um eiginkonur

Maðurinn

Hvernig myndast krabbamein?

Alheimurinn

Þrisvar sinnum stærra en Everestfjall: Goshalastjarna gæti brátt sést á himni í fyrsta sinn í 70 ár

Tækni

Dulkóðaður gjaldmiðill: 7 atriði sem þú ættir að vita um rafmynt 

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

Lifandi Saga

Fjórir kvillar sem bóluefni hafa knésett

Menning og saga

Frumstæð manntegund jarðsetti hina látnu

Maðurinn

Vísindamenn endurnýja hárvöxt á músum

Lifandi Saga

Nanjing harmleikurinn verri en hin versta martröð

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Maðurinn

Líkami þinn lifir eftir dauðann

Maðurinn

Líkami þinn lifir eftir dauðann

Maðurinn

Hvers vegna þola sumir ekki kóríander?

Maðurinn

Hvers vegna þola sumir ekki kóríander?

Heilsa

Bakteríur í blóði auka þyngdina

Maðurinn

Svefnleysi skaðar þarmana

Lifandi Saga

Hvert flúðu spænskir Gyðingar?

Maðurinn

Rannsókn: Greinileg merki um framhjáhald.

Vinsælast

1

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

2

Maðurinn

Þessir einstaklingar eru í minni hættu á að greinast með heilabilun

3

Maðurinn

Hvernig myndast krabbamein?

4

Maðurinn

3 ókostir við greind

5

Maðurinn

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

6

Náttúran

Topp 5: Af hvaða dýrum er mestur fjöldi?

1

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

2

Maðurinn

Hvernig myndast krabbamein?

3

Maðurinn

3 ókostir við greind

4

Maðurinn

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

5

Lifandi Saga

Nanjing harmleikurinn verri en hin versta martröð

6

Náttúran

Eitruðustu efni veraldar

Vísindamenn

Stærðfræðisnillingur fann upp tölvuna

Heilsa

Þess vegna ættir þú alltaf að setja klósettlokið niður áður en þú sturtar

Maðurinn

Vanþroskað tvíburafóstur fjarlægt úr heila ársgamallar stúlku

Tækni

100 milljónir hafa kosið: Hér eru hin sjö nýju undur veraldar 

Lifandi Saga

Hvert var banamein Elvis Presleys?

Maðurinn

Angistargenið er nú fundið

Náttúran

Glæpir borga sig

Náttúran

Af hverju límist lím ekki við innra byrði túbunnar?

Maðurinn

Vísindamenn hafa komist að rót mannvonskunnar: Fræðist um verstu hliðar ykkar

Lifandi Saga

Refsiföngum í síðari heimsstyrjöldinni fórnað 

Maðurinn

Af hverju eiga karlmenn auðveldara með að fá fullnægingu en konur?

Maðurinn

Leiðbeiningar um uppeldi: Reiðilestur veldur niðurbroti í heila

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

Maður hnerrar til að hreinsa ryk, slím og aðskotahluti úr öndunarveginum, en haldi maður aftur af hnerranum situr þetta kyrrt og heldur áfram að valda óþægindum.

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.