Lifandi Saga

Hver fór fyrstur í rafmagnsstólinn?

Í New York kraumaði óánægja almennings vegna langdreginna, sársaukafullra henginga en tannlæknir sem var hugfanginn af rafmagni, taldi sig hafa lausnina.

BIRT: 14/08/2022

Fyrsti maðurinn sem fékk þann vafasama heiður að enda ævina í rafmagnsstólnum var Bandaríkjamaðurinn William Kemmler.

 

Líflátsdómnum yfir honum var fullnægt 6. ágúst 1890 en hann var dæmdur til dauða fyrir að drepa konuna sína með exi.

 

Þessi banvæni stóll sem batt enda á ævi Kemmlers, var uppfinning tannlæknisins Alfreds Southwick og átti rætur að rekja til ársins 1881.

 

Hann fékk hugmyndina um snöggan rafstraumsdauðdaga eftir að hafa frétt af drukknum manni sem lést samstundis þegar hann studdi hendinni á rafal.

 

Hestar voru vinsæl fórnarlömb í tilraunum með rafstraumsaftökur á níunda áratug 19. aldar.

Hundar og hestar fyrstu fórnarlömbin

Talsverður fjöldi dýra þurfti að fórna lífinu áður en rafmagnsstóllinn var tekinn í gagnið í bandarískum fangelsum.


Uppfinningamaðurinn sjálfur, Alfred Southwick, aflífaði mörg hundruð flækingshunda og ketti þegar hann gerði fyrstu tilraunir sínar í Buffalo í New York-rík


Seinna voru fjölmargir hestar líflátnir þegar yfirvöld voru að reyna að finna nákvæmlega réttan straumstyrk fyrir aftökurnar.

Eftir allmargar tilraunir þróaði Southwick fyrsta rafmagnsstól sögunnar með því að sameina áhuga sinn fyrir rafmagni og hefðbundinn tannlæknastól.

 

Uppfinning Southwicks kom einmitt á sama tíma og mjög hitnaði í kolunum í bandarískri umræðu um dauðarefsingar.

 

Í mörgum ríkjum var almenningur búinn að fá nóg af langdregnum og kvalafullum hengingum og mótmæli urðu svo útbreidd að yfirvöld tóku að svipast um eftir mannúðlegri aðferðum til að taka dauðadæmda af lífi.

 

Árið 1886 var í New York-ríki skipuð nefnd til að rannsaka heppilegri aðferðir en hengingu og nefndin valdi uppfinningu Southwicks.

 

Þann 1. janúar 1889 urðu yfirvöld í New York-ríki fyrst til að ákveða að taka dauðadæmda af lífi í rafmagnsstólnum.

Hár á höfði og fótleggjum er rakað af fyrir aftökuna til að koma í veg fyrir að kviknaði í hinum dauðadæmda. Stundum voru skegg og augabrúnir líka fjarlægð.

Svampur sem er bleyttur í saltlausn er settur undir hjálminn á höfði þess dauðadæmda.

 

Saltvatn er góður rafleiðari því jónirnar í salti losna þegar saltið leysist upp. Þannig verður rafmagnið skilvirkara og fanginn deyr fyrr.

Fanginn fær venjulega tvö rafstuð. Það fyrra tekur allt að 15 sekúndur og fangann missir meðvitund og púlsinn stöðvast. Seinna rafstuðið eyðileggur innri líffærin.

Rafskaut eru fest á höfuð og fætur fangans. Þannig skapast lokuð rafrás sem drepur fangann.

Hár á höfði og fótleggjum er rakað af fyrir aftökuna til að koma í veg fyrir að kvikni í hinum dauðadæmda. Stundum eru skegg og augabrúnir líka fjarlægðar.

Svampur sem er bleyttur í saltlausn er settur undir hjálminn á höfði þess dauðadæmda.

 

Saltvatn er góður rafleiðari því jónirnar í salti losna þegar saltið leysist upp. Þannig verður rafmagnið skilvirkara og fanginn deyr fyrr.

Fanginn fær venjulega tvö rafstuð. Það fyrra tekur allt að 15 sekúndur og fangann missir meðvitund og púlsinn stöðvast. Seinna rafstuðið eyðileggur innri líffærin.

Rafskaut eru fest á höfuð og fætur fangans. Þannig skapast lokuð rafrás sem drepur fangann.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Emrah Sütcü & Bue Kindtler-Nielsen

© New York Medico-Legal Journal,Giancarlo Costa/Bridgeman Images,

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

3 tilgátur: Þess vegna grátum við

Alheimurinn

Af hverju er geimurinn svartur?

Náttúran

Líf við ómögulegar aðstæður undir ís

Lifandi Saga

Hvers vegna brann Hindenburg? 

Náttúran

Gætu hvítabirnir lifað af á Suðurskautslandinu?

Lifandi Saga

Hvað voru fyrsta og annað ríkið?

Lifandi Saga

El-Alamein: Montgomery sigrar Rommel í sandbylnum

Lifandi Saga

Hvers vegna geta kosningar verið svona ótrúlega jafnar?

Náttúran

Hvers vegna hafa dýr svona mismunandi augu?

Lifandi Saga

5 ástæður þess að BNA er einungis með tvo flokka 

Náttúran

Geta hvalir gleypt fólk?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is