Fyrsti maðurinn sem fékk þann vafasama heiður að enda ævina í rafmagnsstólnum var Bandaríkjamaðurinn William Kemmler.
Líflátsdómnum yfir honum var fullnægt 6. ágúst 1890 en hann var dæmdur til dauða fyrir að drepa konuna sína með exi.
Þessi banvæni stóll sem batt enda á ævi Kemmlers, var uppfinning tannlæknisins Alfreds Southwick og átti rætur að rekja til ársins 1881.
Hann fékk hugmyndina um snöggan rafstraumsdauðdaga eftir að hafa frétt af drukknum manni sem lést samstundis þegar hann studdi hendinni á rafal.
Hestar voru vinsæl fórnarlömb í tilraunum með rafstraumsaftökur á níunda áratug 19. aldar.
Hundar og hestar fyrstu fórnarlömbin
Talsverður fjöldi dýra þurfti að fórna lífinu áður en rafmagnsstóllinn var tekinn í gagnið í bandarískum fangelsum.
Uppfinningamaðurinn sjálfur, Alfred Southwick, aflífaði mörg hundruð flækingshunda og ketti þegar hann gerði fyrstu tilraunir sínar í Buffalo í New York-rík
Seinna voru fjölmargir hestar líflátnir þegar yfirvöld voru að reyna að finna nákvæmlega réttan straumstyrk fyrir aftökurnar.
Eftir allmargar tilraunir þróaði Southwick fyrsta rafmagnsstól sögunnar með því að sameina áhuga sinn fyrir rafmagni og hefðbundinn tannlæknastól.
Uppfinning Southwicks kom einmitt á sama tíma og mjög hitnaði í kolunum í bandarískri umræðu um dauðarefsingar.
Í mörgum ríkjum var almenningur búinn að fá nóg af langdregnum og kvalafullum hengingum og mótmæli urðu svo útbreidd að yfirvöld tóku að svipast um eftir mannúðlegri aðferðum til að taka dauðadæmda af lífi.
Árið 1886 var í New York-ríki skipuð nefnd til að rannsaka heppilegri aðferðir en hengingu og nefndin valdi uppfinningu Southwicks.
Þann 1. janúar 1889 urðu yfirvöld í New York-ríki fyrst til að ákveða að taka dauðadæmda af lífi í rafmagnsstólnum.
Hár á höfði og fótleggjum er rakað af fyrir aftökuna til að koma í veg fyrir að kviknaði í hinum dauðadæmda. Stundum voru skegg og augabrúnir líka fjarlægð.
Svampur sem er bleyttur í saltlausn er settur undir hjálminn á höfði þess dauðadæmda.
Saltvatn er góður rafleiðari því jónirnar í salti losna þegar saltið leysist upp. Þannig verður rafmagnið skilvirkara og fanginn deyr fyrr.
Fanginn fær venjulega tvö rafstuð. Það fyrra tekur allt að 15 sekúndur og fangann missir meðvitund og púlsinn stöðvast. Seinna rafstuðið eyðileggur innri líffærin.
Rafskaut eru fest á höfuð og fætur fangans. Þannig skapast lokuð rafrás sem drepur fangann.
Hár á höfði og fótleggjum er rakað af fyrir aftökuna til að koma í veg fyrir að kvikni í hinum dauðadæmda. Stundum eru skegg og augabrúnir líka fjarlægðar.
Svampur sem er bleyttur í saltlausn er settur undir hjálminn á höfði þess dauðadæmda.
Saltvatn er góður rafleiðari því jónirnar í salti losna þegar saltið leysist upp. Þannig verður rafmagnið skilvirkara og fanginn deyr fyrr.
Fanginn fær venjulega tvö rafstuð. Það fyrra tekur allt að 15 sekúndur og fangann missir meðvitund og púlsinn stöðvast. Seinna rafstuðið eyðileggur innri líffærin.
Rafskaut eru fest á höfuð og fætur fangans. Þannig skapast lokuð rafrás sem drepur fangann.