10. Mosaeðlur
Mosaeðlur (mosasaurus) voru eðlutegundir af ættinni Varanidae og síðustu risarándýr hafsins á tímum risaeðlanna.
Hámark: 13 metrar, 14 tonn.
9. Hlasseðlur
Hlasseðlur (hadrosaurus) voru jurtaætur úr hópi risaeðla, sem gátu gengið hvort heldur á tveimur eða fjórum fótum.
Hámark: 16,6 metrar, 16 tonn.
8. Nashyrningar
Hornlausi nashyrningurinn (paraceratherium) var stærsta landdýr jarðar, sem lifði fyrir 23 milljónum ára.
Hámark: 4,8 metrar á hæð, 17 tonn.
7. Svaneðlur
Svaneðlur (plesiosaurus) lifðu á tímum risaeðlanna og í hópi þeirra var bæði að finna hálslangar fiskætur, svo og sterklega byggð rándýr.
Hámark: 13 metrar, 19 tonn.
6. Beinfiskar
Stærsti beinfiskur heims (leedsichthys), lifði að öllum líkindum á svifi og smádýrum, allt þar til tegundin dó út fyrir 152 milljón árum.
Hámark: 16,5 metrar, 21,5 tonn.
5. Fílar
Fíllinn, sem kallaðist palaeoloxodon, er stærsta landspendýr sem uppi hefur verið, fyrr eða síðar. Hann dó út fyrir 24.000 árum.
Hámark: 5,2 metrar á hæð, 22 tonn.
4. Hákarlar
Risahákarlinn (megalodon), stærsti hákarl nokkru sinni, var sterklega byggt rándýr, sem veiddi hvali allt þar til fyrir 2,6 milljón árum.
Hámark: 18 metrar, 60 tonn.
3. Graseðlur
Graseðlur (sauropod) urðu að éta ríflega 500 kíló af laufblöðum á dag til að fá nægilega orku fyrir risavaxinn líkamann.
Hámark: 37 metrar, 70 tonn.
2. Hvalir
Steypireyðurin er stærsta núlifandi dýr jarðar. Tunga dýrsins vegur álíka mikið og heill fíll og í skoltinum gætu rúmast 50 manns.
Hámark: 33 metrar, 173 tonn.
1. Fiskeðlur
Árið 2018 lýstu vísindamenn 205 milljón ára gömlum leifum risavaxinnar fiskeðlu (ichthosaurus). Skriðdýr þetta lifði í sjó, var stærra en steypireyður og lifði af öllum líkindum á fiski og kolkrabba.
Hámark: 36 metrar, 200 tonn.
10. Mosaeðlur
Mosaeðlur (mosasaurus) voru eðlutegundir af ættinni Varanidae og síðustu risarándýr hafsins á tímum risaeðlanna.
Hámark: 13 metrar, 14 tonn.
9. Hlasseðlur
Hlasseðlur (hadrosaurus) voru jurtaætur úr hópi risaeðla, sem gátu gengið hvort heldur á tveimur eða fjórum fótum.
Hámark: 16,6 metrar, 16 tonn.
8. Nashyrningar
Hornlausi nashyrningurinn (paraceratherium) var stærsta landdýr jarðar, sem lifði fyrir 23 milljónum ára.
Hámark: 4,8 metrar á hæð, 17 tonn.
7. Svaneðlur
Svaneðlur (plesiosaurus) lifðu á tímum risaeðlanna og í hópi þeirra var bæði að finna hálslangar fiskætur, svo og sterklega byggð rándýr.
Hámark: 13 metrar, 19 tonn.
6. Beinfiskar
Stærsti beinfiskur heims (leedsichthys), lifði að öllum líkindum á svifi og smádýrum, allt þar til tegundin dó út fyrir 152 milljón árum.
Hámark: 16,5 metrar, 21,5 tonn.
5. Fílar
Fíllinn, sem kallaðist palaeoloxodon, er stærsta landspendýr sem uppi hefur verið, fyrr eða síðar. Hann dó út fyrir 24.000 árum.
Hámark: 5,2 metrar á hæð, 22 tonn.
4. Hákarlar
Risahákarlinn (megalodon), stærsti hákarl nokkru sinni, var sterklega byggt rándýr, sem veiddi hvali allt þar til fyrir 2,6 milljón árum.
Hámark: 18 metrar, 60 tonn.
3. Graseðlur
Graseðlur (sauropod) urðu að éta ríflega 500 kíló af laufblöðum á dag til að fá nægilega orku fyrir risavaxinn líkamann.
Hámark: 37 metrar, 70 tonn.
2. Hvalir
Steypireyðurin er stærsta núlifandi dýr jarðar. Tunga dýrsins vegur álíka mikið og heill fíll og í skoltinum gætu rúmast 50 manns.
Hámark: 33 metrar, 173 tonn.
1. Fiskeðlur
Árið 2018 lýstu vísindamenn 205 milljón ára gömlum leifum risavaxinnar fiskeðlu (ichthosaurus). Skriðdýr þetta lifði í sjó, var stærra en steypireyður og lifði af öllum líkindum á fiski og kolkrabba.
Hámark: 36 metrar, 200 tonn.