Einn stærsti og elsti íbúi þessa heims – hunangssveppur – hefur breitt ótrúlega mikið úr sér.
Vísindamenn við Missouriháskóla í BNA hafa nú gert nýjar rannsóknir á hunangssveppnum Armillaria gallica sem vex í Michiganríki.
Neðanjarðar nær þessi sveppur yfir 0,75 ferkílómetra svæði eða sem svarar 100 fótboltvöllum.
Á yfirborðinu láta hungassveppir lítið fyrir sér fara, en undir yfirborðinu getur einn sveppur teygt sig um marga ferkílómetra svæði.
Sömu vísindamenn uppgötvuðu sveppinn á níunda áratugnum og þá töldu þeir hann vera um 1.500 ára gamlan.
Nú hafa þeir fylgst með sveppnum í þrjú ár og rannsóknirnar sýna að hann er tvöfalt stærri en þeir töldu í upphafi.
Jafnframt álíta vísindamennirnir nú að sveppurinn hljóti að vera a.m.k. 2.500 ára gamall miðað við vaxtarhraðann.
7.500 tonn vegur sveppurinn, sem telst stærsta lífvera jarðarinnar. Þyngdin er á við 50 fullvaxnar steypireyðar.
Einnig var rannsakað hversu oft stökkbreytingar verða í sveppnum. Það kom á óvart hversu fátíðar þær voru í samanburði við aðrar lífverur svo sem plöntur og dýr.
Þetta gæti þó einmitt verið skýringin á því að sveppurinn skuli hafa lifað svo lengi og náð þessari stærð.
Stærstu lífverur jarðar
Vísindamennirnir segja að lág tíðni stökkbreytinga geti stafað af því hve mikið að sveppinum er neðanjarðar og þar með í skjóli frá útfjólubláum geislum sólarljóssins sem annars valda iðulega stökkbreytingum í genum.
Í Washington og Oregon hafa líffræðingar fundið aðra hunangssveppi sem dreifa enn meira úr sér, t.d. Armillaria ostoyae sem næt yfir nærri 10 ferkílómetra svæði.
Útreikningar sýna að væri sá sveppur grafinn upp og vigtaður, yrði hann um 7.500 tonn, sem gerir hann að þyngstu líffveru á jörðinni.