Sannleikurinn um hávaða

Hljóð án merkingarbærra upplýsinga kallast hávaði. Þegar hávaði angrar marga tala vísindamenn um hávaðamengun sem getur ert okkur og valdið veikindum. Hávaði getur raunar einnig gert gagn.

BIRT: 14/07/2023

LESTÍMI:

3 mínútur

„Hávaði er pirrandi, en skaðlaus“ – Ósatt

Óæskilegt hljóð kallast jafnframt hávaði og getur skaðað heilsu okkar á margvíslegan hátt. Umferð valda mestri hljóðmengun í Evrópu.

 

Hávaði verður að hávaðamengun þegar hann er óæskilegur og breiðist út óhyggilega, þó einkum ef hann veldur óþægindum fyrir menn og dýr.

 

Hávaðamengun er m.a. hljóðið úr bílum á vegi skammt undan eða þá háværar vélar sem angra starfsmenn á vinnustað.

Hávaði hefur skaðleg áhrif á heilsuna

1. Skert heyrn

Langvarandi hljóð yfir 75 dB (samsvarandi hljóði í ryksugu) veldur því að skynhárin í innra eyra leggjast saman og heyrnin skerðist.

 

2. Minnkuð hugsunargeta

Börn sem verða fyrir miklum umferðarhávaða sýna einkenni streitu og skertrar námsgetu. Fullorðnir sýna einkenni um aldurstengt niðurbrot í heila fyrr á ævinni en ella.

 

Fleiri hjarta- og æðasjúkdómar

Umhverfisstofnun Evrópu metur sem svo að 48.000 Evrópubúar veikist af hjarta- og æðasjúkdómum ár hvert af völdum hávaðamengunar.

 

3. Hætta á sykursýki

Viðamikil rannsókn sem gerð var á árinu 2015 leiddi í ljós að ef hávaðaþrep á heimilinu mælist yfir 60 dB (talþrep) aukist hættan á að veikjast af sykursýki um minnst 19 af hundraði.

Árið 2020 gaf Umhverfisstofnun Evrópu út stöðuskýrslu um hávaðamengun og hættuna sem af henni skapast. Skýrslan leiddi í ljós að umferð veldur mestri hávaðamengun í allri Evrópu.

 

Ef marka má upplýsingar frá stofnuninni verða alls 113 milljón Evrópubúa fyrir meiri hávaða en 55 dB allan sólarhringinn af völdum bifreiða, lesta eða flugvéla en sá hávaði samsvarar hljóðinu í uppþvottavél eða lágværu samtali.

 

Samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, WHO, lýsa neikvæð áhrif á heilsuna sér einkum sem hár blóðþrýstingur, aukin hætta á sykursýki, svo og hjarta- og æðasjúkdómar.

 

Ef marka má skýrslu Evrópsku umhverfisstofnunarinnar deyja 12.000 Evrópubúar ótímabærum dauðdaga árlega af völdum hávaða.

Bleikur hávaði bætir svefninn

Bleikur hávaði að nóttu til sem hljómar líkt og niður í fossi, getur bætt svefngæðin, sem og langtímaminnið.

„Meiri hávaði veldur auknum óþægindum“ – Ekki endilega

Hljóð eru bylgjur í ætt við öldurnar í sjónum. Tvær bylgjur geta sem sé raðast hvor ofan á aðra, þannig að hávaðinn eykst.

 

Tvær bylgjur geta hins vegar einnig heft hvor aðra, með þeim afleiðingum að samanlögð áhrifin verða daufari eða engin, líkt og ölduhæð og öldudalur sem mætast.

 

Fyrir bragðið er unnt að eyða hávaða með hávaðahreinsun, þar sem hljóðbylgjurnar sveiflast gegn hver annarri.

 Margir heyrnartólaframleiðendur bjóða upp á virka suðhreinsun. Heyrnartólin eru þá útbúin               suðhreinsunarflögu sem jafnar út hljóðbylgjurnar og suðið minnkar.

Þessi sama aðferð er notuð í heyrnartólum sem búin eru svokallaðri virkri suðhreinsun.

 

Hávaði getur að sama skapi reynst gagnlegur en með því að sofa með það sem kallast bleikan hávaða í eyrunum, jókst geta eldra fólks til að leysa minnistengd verkefni sem nam allt að 70 af hundraði.

„Hávaði getur gert gagn“ – Satt

Hávaði er hljóð og hljóð felur í sér orku. Þessa orku hefur vísindamönnum tekist að beisla, m.a. fyrir mælingarbúnað.

 

Skynjararnir eru algerlega óháðir leiðslum og rafhlöðuskiptum en ganga alfarið fyrir hávaða sem umbreytt hefur verið í rafmagn.

Örþunnt efni sem þakið er himnu getur fangað hljóð. Rannsóknarteymið sem standa að baki þessa verkefnis vonast til að tæknin geti í framtíðinni hlaðið farsíma á meðan notandinn talar.

Ljósin meðfram endilöngum flugbrautum flugvallanna eru meðal þeirra staða sem vísindamenn vonast til að geta beitt skynjaratækninni, því eðlilega ætti að vera unnt að sjá fyrir mestum rafstraumi þar sem hávaðinn er mestur.

 

Ljós meðfram flugbrautunum myndu þá gegna hlutverki stórra hljóðnema þar sem hljóðsveiflunum yrði breytt í rafmagn með aðstoð rafhrifa.

BIRT: 14/07/2023

HÖFUNDUR: Niels Halfdan Hansen

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is