Náttúran

Segulsvið sprengdi tækin

Segulsviðið varð 120.000 sinnum öflugra en kæliskápssegull og sprengdi tækjabúnað vísindamannanna á sekúndubroti.

BIRT: 10/03/2022

Japanskir vísindamenn hjá Tokyoháskóla hafa skapað öflugasta segulsvið sem nokkru sinni hefur sést í innanhússtilraun.

 

Segulsviðið var svo sterkt að það sprengdi tækjabúnað vísindamannanna.

 

Styrkurinn fór langt fram úr væntingum vísindamannanna og náði upp í 1.200 tesla. Þeir höfðu aðeins gert ráð fyrir 700 tesla.

Rafsegullinn myndaði ótrúlega kraftmikið segulsvið upp á 1.200 tesla og fyrir bragðið brunnu tæki vísindamannanna yfir.

Segulsvið upp á 1.200 tesla er 50 milljón sinnum öflugra en segulsvið jarðar eins og við upplifum það – og um leið 120.000 sinnum sterkara en venjulegur ískápssegull.

 

Þrýstu saman 4 milljónum ampera í rafsegul

Í tilrauninni sendu vísindamennirnir straum upp á 4 milljónir ampera – sem er mörghundruðfaldur straumur eldingar – í gegnum rafsegul með litlum kjarna sem þrýstist æ meira saman.

 

Segulsviðið í kjarnanum þrýstist þannig saman í æ smærra rými þar til styrkurinn náði 1.200 tesla.

1.200 tesla er 50 milljón sinnum öflugra en segulsvið jarðar eins og við upplifum það.

Kröftugra segulsvið hefur einungis verið skapað utandyra, þegar m.a. rússneskir vísindamenn notuðu sprengiefni til að pressa kjarna rafseguls saman. Slíkar tilraunir hafa skapað segulsvið upp á 2.800 tesla en þetta er óhugsandi innandyra.

 

Þótt segulsviðið entist ekki nema í innan við einn þúsundasta úr sekúndu er það samt lengri tími en þekkist úr samsvarandi tilraunum.

 

Eðlisfræðingar hyggjast nýta svo öflugt segulsvið til að rannsaka öreindir. Til viðbótar er hægt að nýta það í samrunaorkuverum þar sem mjög öflug segulsvið eru notuð til að halda eldsneyti svífandi í samrunaofni.

Vísindamenn náðu sprengingunni á myndband.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Ritstjórn

Shutterstock, © Shojiro Takeyama/Uni. of Tokyo

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Hvernig gátu riddarar í brynju farið á klóið?

Maðurinn

Ofurörvuð börn læra minna

Alheimurinn

Ráðgátan um dularfullu geimhringana

Maðurinn

8 vísindalegar ástæður þess að þú lyktar

Náttúran

Snjáldurmýs ganga á eigin heila

Náttúran

Háhyrningar réðust á bát og beittu áður óséðri aðferð

Tækni

Lítil kjarnarafhlaða heldur símanum gangandi í 50 ár

Læknisfræði

Kvefast ég frekar ef ég fer út með blautt hár?

Náttúran

Súrefni: Hvað er súrefni – og er hægt að fá of mikið af því?

Náttúran

Nú gætum við fundið leynilegar tímavélar alheimsins

Maðurinn

Heilasérfræðingar: Ástin og vináttan verðlauna heilann

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is