Hvernig virkar seguleldavél?

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínúta

Seguleldavél virkar allt öðruvísi en önnur hitunartæki. Á slíkri eldavél hitnar aðeins potturinn eða pannan að nokkru ráði. Hellan sjálf verður ekki mjög heit.

 

Leyndardómurinn er fólginn í rafsegulspólu undir hellunni. Þegar straumi er hleypt á spóluna myndar hún hátíðnisegulsvið sem aftur veldur rafstraumi í pottbotninum og vegna mikillar mótstöðu hitnar málmurinn í pottinum og hitinn berst svo áfram upp í matinn.

 

Seguleldavélar eru talsvert dýrari en þær hefðbundnu. Á móti kemur að þær nota minni orku, m.a. vegna þess að þær eru fljótar að hita matinn og auðvelt að stjórna hitanum.

 

Hellan kólnar líka fljótt og í öryggisskyni slekkur sjálfvirkur búnaður á hellunni um leið og ílátið er tekið af henni. Gallinn er sá að aðeins er hægt að nota ílát með botn úr málmi sem segull dregur að sér, þ.e. járn eða títan.

 

Einstaka gagnrýnendur telja að segulsviðið frá eldavélinni geti verið heilsuspillandi en í þeim rannsóknum sem gerðar hafa verið hefur ekki tekist að sýna fram á nein marktæk slík áhrif.

 

Svo mikið er víst að áhrif segulsviðsins dvína mjög hratt eftir því sem maður fjarlægist eldavélina.

 
 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is