Sumir tróna yfir aðra á unglingsárunum, vaxa og verða hærri en bekkjarfélagar og foreldrar.
Hjá öðrum fjarar vaxtarferlið hins vegar út og það getur verið pirrandi að vera sá litli í hópnum alla ævi.
Áður hefur lausnin verið sú að stökkva í skó með nokkurra sentimetra risahæla.
En í dag er komin önnur og varanlegri leið til að verða hærri þegar náttúrulegur vöxtur manns hefur stöðvast.
Myndin sýnir sjúkling sem hefur stækkað um fimm sentimetra eftir að hafa gengist undir aðgerð til að lengja fæturna. Aðgerðin var gerð á LimbplastX Institute, læknastofu í Las Vegas í Bandaríkjunum.
Svarið – fyrir suma – er aðgerð sem getur aukið við hæð sjúklingsins á milli 7 og 15 sentimetra og skurðlæknar í Bandaríkjunum, Bretlandi og Tyrklandi meðal annars, hafa sýnt því aukinn áhuga.
Hins vegar eru nokkrir hnökrar á þessari meðferð.
Auk þess að kosta allt að 150.000 dollara, krefst aðgerðin þess að báðir fætur séu brotnir á sársaukafullan hátt til að ná tilætluðum árangri.
Beinin eru dregin í sundur
Aðgerðin fer þannig fram að læknir brýtur bæði lærlegg og/eða sköflung sjúklings til að stinga stillanlegum málmnöglum í beinið.
Hér er dæmi um hvernig lengjanleg stöng er sett á milli tveggja beinhluta. Stöngin er stillt til að gera beinið lengra. Að lokum grær beinið saman með þeim afleiðingum að beinið hefur stækkað verulega.
Saumarnir eru festir á stöng sem hægt er að lengja með segulfjarstýringu.
Þannig dragast keilurnar hægt í sundur á meðan brotið grær náttúrulega þegar beinið hefur náð æskilegri lengd.
Þetta er ferli sem tekur venjulega nokkrar vikur.
Svipuð aðferð er þegar þekkt frá meðferð sjúklinga með vaxtarraskanir.
En það er eitthvað alveg nýtt að venjulegt fólk velur að borga úr eigin vasa fyrir aðgerðina til að bæta nokkrum aukasentimetrum við hæð sína.