Tækni

Sjálfkeyrandi bílar eiga að læra ótta

Til að forðast slys verða sjálfkeyrandi bílar að læra að vera hræddir. Með því að mæla hjartslátt fjölda þáttakenda lærir tölvan hvaða aðstæður á að forðast.

BIRT: 11/04/2023

Gervigreindartölvur geta leyst æ fleiri verkefni fyrir okkur og bráðum getum við látið þær stjórna bílunum okkar.

 

Markmiðið er að þessi sjálfstjórnarkerfi verði betri og traustari bílstjórar en menn og það er komið vel á veg.

 

Tölvurnar geta fylgt umferðarreglum, virt hámarkshraða og fylgst með umhverfinu.

 

Hjá Microsoft telja menn tölvurnar þó enn skorta mikilvægan eiginleika. Þær verða nefnilega ekki hræddar.

 

Þá hæfni hyggjast vísindamenn nú kenna tölvunum.

 

Í tilraun einni var tölva látin fylgjast með þátttakendum sem fóru í ökutúr í umferðarhermi.

 

Til að fylgjast með ótta fólksins var notaður púlsmælir, enda gefur púlsinn einfalda mælingu á viðbragðsstöðu líkamans.

 

Gervigreindartölvan gat nú tengt ákveðna atburði í ökuferðinni við óttaviðbrögð bílstjórans, m.a. í þeim tilvikum sem eitthvað fór úrskeiðis.

Sjálflærandi kerfi eru mikið notuð í gervigreind, þar sem tölvur læra af eigin reynslu.

Á eftir var tölvan sjálf látin aka sömu leið og hún reyndist nú fara gætilegar á þeim stöðum þar sem mannverurnar höfðu sýnt óttamerki.

Tölva í sjálfkeyrandi bíl verður varfærnari þegar hún hefur lært hvaða aðstæður hækka púlsinn hjá mönnum.

Færri óhöpp

Vísindamennirnir báru því næst saman þessa gervigreindartölvu og aðra sem einvörðungu hafði lært af sínum eigin mistökum.

 

Í ljós kom að tölvan sem hafði lært af mannlegum mistökum var miklu fljótari að ná upp öryggi í akstri og hún hafði 25% færri óhöpp að baki þegar báðar höfðu náð sömu færni.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Jens Matthiesen

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Andspyrnustríð á Balkanskaga: Mulningsvél Títós

Náttúran

Topp 5 – Hvaða hryggdýr er langlífast?

Spurningar og svör

Fær það virkilega staðist að ánamaðkar geti skipt sér?

Menning og saga

Hvað er víkingur?

Læknisfræði

Tekist hefur að lengja æviskeið músa um 41%

Lifandi Saga

Sannleikurinn um hið afskorna eyra Van Goghs

Glæpir

Billy the Kid gerður ódauðlegur

Maðurinn

Hvers vegna lekur úr heilbrigðu nefi í kulda?

Lifandi Saga

Lífshættulegur leikur með svikinn mat

Maðurinn

Andlitið er þitt sterkasta vopn

Lifandi Saga

Hvað varð fólk gamalt á miðöldum?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is