Náttúran

Smáfuglarnir vilja éta heila þinn

Þeir eru svo litlir og sætir þar sem þeir sitja fyrir utan gluggana okkar en á bak við ljúflegt yfirborðið leynast illúðleg skrímsli sem nauðga, stunda heilaát og hafa samfarir við lík. Hér kemur sannleikurinn um litlu sætu smáfuglana.

BIRT: 09/12/2024

Óhugnanlegt atferli: Svartþrestir éta aðra fugla sömu tegundar
  • Tegund: svartþröstur (Turdus merula)

 

  • Vænghaf: 34-38 sm.

 

Svartþrestir hafa iðulega sést leggja sér til munns aðra fugla sömu tegundar, m.a. unga og keppinauta þeirra. Þó er álitið að atferli þetta sé fremur sjaldgæft en þess verður oft vart í kjölfar þurrka þegar helsta fæða fuglanna, ánamaðkar, er ekki í boði.

 

Raðmorðinginn: Flotmeisur vilja helst heila
  • Tegund: Flotmeisa (Parus major)

 

  • Vænghaf: 22-25 sm.

 

Flotmeisur ráðast stundum á og drepa aðra fugla og leðurblökur. Þær nota sterklegan gogginn til að höggva gat á höfuðkúpu andstæðingsins og éta síðan gjarnan úr honum heilann. Flotmeisur hafa einnig sést næra sig á líkum manna.

 

Myndskeið: Sjáðu flotmeisu drepa annan fugl (ekki fyrir viðkvæma):
Óþokkagengi:  Gráspörvar ráðast til atlögu í hópum
  • Tegund: Gráspör (Passer domesticus)

 

  • Vænghaf: 21-25 sm.

 

Franskir vísindamenn fylgdust með fjórum gráspörvum deyða fugl sömu tegundar árið 2013. Gerendurnir fjórir, þrír karlfuglar og einn kvenfugl, réðust á fórnarlambið til skiptis þar til það að lokum gaf upp öndina. Svipað atferli hafði sést áður og stafar sennilega af fæðuskorti.

 

Ofbeldisbrjálæðingurinn:  Glóbrystingurinn ræðst á allt og alla
  • Tegund: Glóbrystingur (Erithacus rubecula)

 

  • Vænghaf: 20-22 sm.

 

Glóbrystingar halda sig að miklu leyti innan sama svæðis og ráðast iðulega á aðra fugla sömu tegundar, svo og aðrar tegundir, uppstoppaða fugla eða jafnvel eigin spegilmynd. Árásirnar geta orðið einkar heiftúðlegar og enda stundum með dauða annars fuglsins.

 

Kynferðislega afbrigðilegur:  Krákur hafa samfarir við lík
  • Tegund: Kráka (Corvus)

 

  • Vænghaf: 93-104 sm.

 

Í tilraun einni sem gerð var á amerískum krákum árið 2018 kom í ljós að þessir fuglar sem sagðir eru vera svo greindir, hafa stundum samfarir við dauða fugla sömu tegundar. Í einu tilviki eðlaði einkvænt fuglapar sig með dauðum fugli og reif hann síðan í sig.

 

Fanturinn:  Skjóir veitast að rándýrum
  • Tegund: Skjór (Pica pica)

 

  • Vænghaf: 52-60 sm.

 

Skjórinn kærir sig ekki um rándýr og fuglarnir hópast oft saman og ráðast fyrirvaralaust á hunda, ketti, ránfugla eða slöngur. Markmiðið er þá að hræða óvininn í burtu til þess að afkvæmum skjósins standi ekki ógn af.

 

Nauðgarar:  Endur nauðga í hópum
  • Tegund: Stokkönd (Anas platyrhynchos)

 

  • Vænghaf: 81-98 sm.

 

Hrottafengnar hópnauðganir eru mjög algengar meðal margra andartegunda. Vegna þessara harkalegu aðfara hafa kvenfuglarnir þróað með sér getuna til að loka á getnaðarlimi karlfuglanna til þess að körlunum takist ekki að sæða þær.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: CHRISTIAN AMMITZBØLL JUUL

Shutterstock,© Tony LeMoignan/Alamy/Imageselect,© Andrey,© Gary Chalker/Getty Images,© Kaeli Swift,© ImageBROKER/Wilfried Martin/Getty Images,© Malcom Schuyl/Alamy/Imageselect

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

Blóðsugur leggja undir sig stórborgir heimsins

Náttúran

Hvaðan stafar saltið í Dauðahafinu?

Tækni

D-Vítamín er lykillinn að varnarkerfi líkamans

Lifandi Saga

Blóði drifið koffort kom upp um morðingja

Jörðin

Hvaða eldfjall er hættulegast?

Menning

Topp 5 / Hvaða eyjar eru þéttbýlastar?

Maðurinn

Hvað veldur saðningartilfinningunni?

Lifandi Saga

Hve marga Rómana drápu nasistar? 

Maðurinn

Hvaða tilgangi gegna líkamshár mannsins?

Náttúran

Hvernig myndast El Ninjo?

Lifandi Saga

Blóðsúthellingar og kynlíf: Íslendingar skrifuðu ævintýrasagnfræði

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.