Menning og saga

Hlaupahraði kom fuglunum á loft

Kínverskir verkfræðingar hafa smíðað róbotta með sömu stærðarhlutföllum og hin fimm kílóa risaeðla Caudipteryx. Þegar róbottinn hljóp á hlaupabretti fóru vængirnir sjálfkrafa að blaka. Þess vegna telja þeir að virkt flug geti hafa myndast óháð svifflugi.

BIRT: 13/04/2023

Rétt eins og börn læra að skríða áður en þau geta farið að ganga, þurftu fyrstu fuglarnir að hlaupa áður en þeir gátu flogið. Þetta segir hópur verkfræðinga hjá Tsinghuaháskóla í Kína.

 

Þessi kenning stríðir gegn hugmyndum flestra steingervingafræðinga um upphaf flugsins.

 

Vísindamenn greina milli tveggja gerða flugs, svifflugs t.d. frá einu tré til annars og svo virks flugs þar sem fuglar hefja sig á loft með eigin vængjaafli.

 

Hin almennt viðtekna kenning segir að svifflugið hafi komið fyrst og fuglar með svifhæfni hafi smám saman náð að þróa virka flughæfni.

 

Efasemdir um kenninguna 

Kínversku verkfræðingarnir hafa rannsakað aðra hugmynd. Þeir hafa athugað vandlega steingervinga 5 kg þungrar eðlu, Caudipteryx sem var uppi fyrir 125 milljónum ára.

Hún gekk á sterkum afturfótum en framlimirnir líktust vængjum þótt þeir væru allt of litlir til flugs. Engu að síður vildu verkfræðingarnir komast að því hvort vængirnir hafi farið á hreyfingu þegar eðlan hljóp og reiknuðu út hvernig titringur frá líkamanum barst til vængjanna á hlaupum.

 

Niðurstöðurnar sýndu að þegar Caudipteryx náði 2,5 m hraða á sekúndu tóku vængirnir að sveiflast upp og niður.

 

Verkfræðingarnir smíðuðu því næst hlauparóbót með sama sköpulagi og létu tækið hlaupa á hlaupabretti og þar gerðist nákvæmlega hið sama.

Þess vegna álíta þeir að forneðlur geti hafa lært virkt flug án þess að byrja á svifi. Aðferðirnar tvær gætu því hafa þróast samhliða en óháð hvor annarri.

LESTU EINNIG

Náttúran

HÖFUNDUR: Jens Matthiesen

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Alheimurinn

Nú eru tungl Satúrnusar 146

Maðurinn

Er fólk með stórt höfuð greindara en aðrir?

Maðurinn

Mannfólkið hefur kysst í 4.500 ár

Náttúran

Risavaxin sjávarskrímsli vakin til lífs slá öll met. 

Alheimurinn

Getum við lent á Plútó?

Lifandi Saga

Var hesturinn í Tróju til í raun og veru? 

Lifandi Saga

Frá rakara til forseta: Hvernig Trump-ættarveldið sigraði Ameríku

Náttúran

Hvernig virkar reiðin?

Lifandi Saga

1942 – Upphafið að endalokunum: Orrustan um Midway á að gjöreyða flota BNA

Maðurinn

Af hverju klæjar mann í sár?

Maðurinn

Hvernig losna ég við svitalyktina?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is