Náttúran

Risafuglar

BIRT: 04/11/2014

Það er fallegur sumarmorgun á argentísku sléttunum fyrir 5 milljón árum.

 

Lítill hópur af Brachytherium, spendýrum sem líkjast nokkuð hestum, eru á beit í morgunsólinni. Ekkert dýranna hefur uppgötvað feiknarmikinn ógnarfugl sem leynist þar nærri. Höfuð ránfuglsins hreyfist sitt á hvað í litlum rykkjum til að tryggja nákvæmt mat á fjarlægðinni til bráðarinnar.

 

Skyndilega ræðst fuglinn fram með miklum hraða. Á fáeinum sekúndum þeytist hann yfir sléttuna með 50 km hraða á klst. Hópurinn af Brachytherium dreifist í skelfingu og ránfuglinn einblínir á gamalt hægfara karldýr í hópnum.

 

Ógnarfuglinn nær til dýrsins, veltir því um koll með hnitmiðuðu sparki og grípur í hið dauðadæmda dýr með öflugum goggi sínum. Nú slengir fuglinn bráðinni mörgum sinnum við jörðina þar til síðasta lífsmarkið er kramið úr skrokknum og flest stærri bein mölbrotin. Þessu næst er meirt dýrið gleypt með beinum, húð og hári.

 

Ógnarfuglar sem bera latneska heitið Phorusrhacidae komu fram á sjónarsviðið fyrir 55 milljón árum og voru sem skapaðir til að drepa tiltölulega stór dýr. Þetta má m.a. sjá á höfuðkúpu og beini sem fannst árið 2004 við bæinn Comallo í suðurhluta Argentínu.

 

Höfuðkúpan er aflöng með beittum, oddhvössum goggi og leggurinn langur og mjór sem bendir til að þessi fugl hafi einmitt verið mikil veiðikló.

 

Eðlisfræðingurinn Ernesto Blanco og steingervingafræðingurinn Washington Jones við Universidad de la República í Úrúgvæ hafa greint beinið til að öðlast vitneskju um hámarkshraða fuglsins.

 

Útreikningar þeirra sýna hins vegar að fuglinn gat náð allt að 97 km/klst. sem má teljast nokkuð óraunhæft fyrir fugl sem vóg 350 kg.

 

Vísindamennirnir telja engu að síður að fuglinn hafi í það minnsta náð 50 km hraða á klst. og að sterklegir fæturnir hafi þess í stað verið heppilegir við að brjóta bein bráðarinnar rétt eins og sjá má hjá hinum afríkanska ritarafugli á okkar dögum sem drepur slöngur með kraftmiklum spörkum.

 

Varð að hlaupa 30 metra til að fljúga

 

Stærstur fljúgandi fugla fortíðar var hins vegar Argentavis magnificens sem fyrir 6 milljón árum sveif yfir Antesfjöllin með sitt sjö metra langa vænghaf. Fuglinn var nærri efri þyngdarmörkum þess að unnt sé að fljúga og í fjölmörg ár var það steingervingafræðingum ráðgáta hvernig hann gat hafið sig til lofts. Fuglinn var um 70 kg og á stærð við litla Cessna 153 flugvél. Í raun ætti hann ekki að geta flogið.

 

Árið 2007 þróuðu bandarískir og kanadískur vísindamaður tölvulíkan yfir flughæfni Argentavis í ljósi beinabyggingar hans ásamt meginreglum um flug þyrlna. Þyrlur og fuglar eiga það sameiginlegt að sama formgerð gerir flug mögulegt: Vængirnir hjá fuglunum og spaðarnir á þyrlum. Líkanið sýnir að Argentavis gat vissulega flogið en einungis með því að taka á loft úr nokkurri hæð.

 

Í kyrru veðri gat hann ýmist kastað sér út frá 20 metra háum björgum eða með því að hlaupa 30 metra niður tíu gráðu halla. Þessi aðferð er hin sama og alpatrossar nýta sér til að komast á loft. Jafnframt sýna greiningar að vöðvaafl þessa risa var of lítið til að geta viðhaldið flugi af eigin völdum. Hins vegar hefur hann að líkindum getað svifið 300 kílómetra með því að nýta sér uppstreymi í háloftunum.

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

NÝJASTA NÝTT

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Maðurinn

Hve mikið gagnamagn rúmast í heilanum?

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Maðurinn

Hve mikið gagnamagn rúmast í heilanum?

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Maðurinn

Sársauki – Hvað er sársauki?

Vinsælast

1

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

2

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

3

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

4

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

5

Maðurinn

Þráhyggja tekur heilann í gíslingu

6

Saga

Af hverju ráða Bandaríkin yfir Guantanamo?

1

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

2

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

3

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

4

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

5

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

6

Alheimurinn

Mistök geta verið banvæn fyrir geimfara 

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Er það skaðlegt að plokka nefhárin?

Lifandi Saga

Hve lengi höfum við fengið sumarfrí?

Maðurinn

Þessi tvö efni geta átt þátt í að lækka líffræðilegan aldur okkar

Lifandi Saga

Hin dularfulla María Magdalena var nákomin frelsaranum

Menning og saga

Múmía hræddi líftóruna úr vörðum

Náttúran

Topp 5: Hvaða könguló er stærst?

Náttúran

Tuttugu arma sædýr fannst við suðurskautið

Maðurinn

Styrktu alla þrjá þætti greindarinnar

Jörðin

Evrópsk ofureldstöð virðist undirbúa gos

Maðurinn

10 óvanalegar tegundir af fælni

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Sumir virðast vera fæddir undir lukkustjörnu en hjá öðrum virðist heppnin vera nánast yfirnáttúrulegt fyrirbæri. Hvorki eldingar, flugslys, öfundsjúkir keppinautar eða kjarnorkusprengjur gátu bugað þessa heppnu einstaklinga.

Lifandi Saga

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is