Náttúran

Snjáldurmýs ganga á eigin heila

Léttasta spendýr veraldar nýtir líka undarlegustu tæknina til að lifa af fæðuskort vetrarins. Dýrið fórnar stórum hluta heilans til að spara orku.

BIRT: 01/10/2024

Spendýr nota ólíkar aðferðir til að lifa af fæðuskortinn á köldum vetri. Sum fita sig gríðarlega á haustin og safna þannig forða, en önnur leggjast í dvala.

 

Harkalegustu aðferðinni beita snjáldurmýs af tegundinni Suncus etruscus. Ný rannsókn sýnir að þegar kólnar ganga dýrin á sinn eigin heila til að spara orku.

Yfir veturinn rýrna þær heilastöðvar sem vinna úr boðum skynháranna. Að rúmfangi er rýrnunin um 28% frá sumri (gult) til vetrar (blátt)

Líffræðingar hjá Berlínarháskóla í Þýskalandi hafa áður uppgötvað að hjá annarri tegund snjáldurmúsa rýrna bæði skrokkur og heili yfir veturinn, en vaxa svo aftur í fyrri stærð á vorin.

 

Nú vildu þeir athuga hvort hið sama gilti um tegundina Sunctus etruscus og hvernig þær snjáldurmýs stýri árstíðasveiflum. Þeir framkvæmdu þess vegna reglubundnar heilaskannanir á snjáldurmúsum í heilt ár, en á þeim tíma var músunum haldið í búrum þar sem til skiptis ríkti 12 tíma birta og 12 tíma myrkur.

 

Flókið samspil stjórnar heilarýrnuninni

Tilraunin sýndi að heilinn rýrnaði yfir veturinn jafnvel þótt mýsnar yrðu ekki varar við neinn árstíðamun. Vísindamennirnir endurtóku síðan þessa tilraun en drógu nú úr fæðu dýranna yfir hásumarið.

 

Heilinn reyndist þá einnig rýrna á þeim tíma. Að samanlögðu sýna tilraunirnar að árstaktur dýranna ákvarðast bæði af líkamsklukkunni og ytri aðstæðum, svo sem fæðuskorti.

Meðalþyngdin um 1,8 grömm og er snjáldurmúsin Suncus etruscus léttasta spendýr heims. Á vorin, sumrin og haustin borðar hún sína eigin þyngd átta sinnum á dag til að lifa af. Á veturna, þegar enginn matur er að finna, þarf hún að draga úr orkunotkun sinni.

Frekari tilraunir leiddu í ljós að það er ekki allur heilinn sem rýrnar, heldur aðeins sérstakt lag í heilaberkinum. Þar eru meðhöndluð skynboð frá skynhárunum sem eru mikilvægasta skynfærið í leit dýranna að skordýrum og ormum.

42% – svo mikið fjölgar heilafrumum í einni af heilastöðvum snjáldurmúsar þegar hún hefur lifað veturinn af.

Rýrnunin nam 28% og sparar mikla orku yfir veturinn þegar skynhárin kom hvort eð er ekki að haldi.

 

Á vorin fjölgar svo þessum heilafrumum um 42%. Svo umfangsmikil nýmyndun heilafrumna hefur ekki sést áður hjá nokkru spendýri.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Jens Matthiesen

© Saikat Ray & Imageselect,© Trebol-a

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Læknisfræði

Ofvirkni í heilastöð veldur stami

Maðurinn

Rannsókn: Þetta er ástæðan fyrir því að börn læra hraðar en fullorðnir

Maðurinn

Heilinn kortlagður: Smásæ vefsýni sýna stórbrotin smáatriði

Náttúran

Af hverju er kalt í mikilli hæð?

Maðurinn

Hversu oft segjum við ósatt?

Lifandi Saga

Kjarnorkuógnin: Sovéskur kafbátur í skerjagarðinum

Alheimurinn

Lítið eitt um þyngdarkraftinn

Menning

Hverjir höfðu fasta búsetu í Machu Picchu?

Lifandi Saga

Hitler var á efnum alla seinni heimsstyrjöld

Jörðin

Af hverju virðist Grænland álíka stórt og Ástralía?

Lifandi Saga

Hversu góðir vinir eru Kína og Rússland? 

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.