Náttúran

Soltinn nanósvampur kemur dýralífi til bjargar frá olíumengun

Vísindamenn hafa þróað ódýran og sjálfbæran nanósvamp sem getur drukkið í sig þrítugfalda þyngd sína af olíu úr sjónum, án þess að hætta skapist fyrir dýralífið.

BIRT: 11/06/2023

Olíuleki er eitthvert það versta mengunarslys sem orðið getur á strandsvæðum. Því miður eru slík slys alltof tíð og hreinsunarvinnan reynist yfirleitt bæði dýr, gagnslítil og skaðleg dýralífinu.

 

Nú hefur teymi vísindamanna á vegum Northwestern háskólans í Bandaríkjunum þróað öflugan svamp sem drukkið getur í sig þrítugfalda þyngd sína af olíu án þess að drekka í sig sjó.

 

Þegar svampurinn er mettaður af olíu er einfaldlega hægt að vinda hann, án þess að áhrifin dvíni að nokkru leyti og nota hann aftur.

 

Sjáðu hvernig svampurinn drekkur í sig olíu án þess að þyngjast af vatni:

Hægt að nota 25 sinnum

Kjarninn í þessari gæfulegu uppfinningu er segulmögnuð, olíudræg og vatnsfráhrindandi nanóklæðning sem komið er fyrir á venjulegum svampi. Klæðningin sem byggir á kolefni felur í sér ógrynni örsmárra gata sem binda olíu þó svo að vatn komist greiðlega í gegnum þau.

 

Klæðningin gerir svampinn öflugan með þessu móti, því hann er fær um að flokka sjálfur í sundur olíu og vatn.

 

Götin geyma olíuna þar til svampurinn er kreistur og unnt er að endurtaka ferlið alls 25 sinnum sem gerir það að verkum að svampurinn nýtist miklu oftar en margvíslegur annar hreinsunarbúnaður.

 

Unnt er að koma fyrir nanóklæðningu á öllum svömpum sem með því móti öðlast ofurgetu. Aðeins þarf að dýfa þeim í klæðninguna og þurrka þá áður en unnt er að nota þá. Með þessu móti verður aðferðin ódýr og auðvelt að laga stærðina að umfangi verksins.

 

Vísindamenn telja sig fyrir vikið hafa gert mjög mikilvæga uppgötvun, ekki einungis hvað áhrærir hreinsun olíuleka, heldur jafnframt til að þróa svipaða svampa sem nota mætti til að soga í sig aðrar óæskilegar agnir úr lofti eða sjó.

Nanósvampinn má til dæmis fylla í flotvörn sem síðan er hent í olíumengað vatn. 12 tommur samsvarar rúmlega 30 sm.

Ekki skaðlegur dýrum né umhverfi

Nýi olíusvampurinn gæti þegar fram í sækir orðið sjálfbær valkostur umfram aðrar hreinsunaraðferðir sem þekktar eru í dag en með því er átt við kemískt niðurbrot, olíubruna, fleytingu á sjávarfletinum og notkun ísogsefna.

 

Kemískt niðurbrot felur í sér hættu fyrir dýralífið, bruni losar koltvísýring út í andrúmsloftið, fleyting er ógerleg í úfnum sjó og ísogsefni eru kostnaðarsöm, auk þess sem þau er ekki unnt að nýta aftur.

 

Nýi svampurinn er aftur á móti ódýr í framleiðslu, hann er endurnýtanlegur og greinir í sundur olíu og sjó án þess að vera skaðlegur dýralífi eða umhverfi.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: SOEREN HOEGH IPLAND

Shutterstock,© Northwestern University

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Alheimurinn

Hvað verður um gaspláneturnar?

Læknisfræði

Hver var fyrsti kvensjúkdómalæknirinn?

Maðurinn

Af hverju þreytumst við í hita?

Menning og saga

Hvað varð um Nefertítí drottningu?

Alheimurinn

NASA uppgötvar dularfullan hlut sem er 27.000 sinnum stærri en jörðin – hreyfist á 1,6 milljón km/klst.

Maðurinn

Lyktin afhjúpar öll þín leyndarmál: Lyktin er hið nýja fingrafar

Tækni

Líkami þinn er orkuver

Jörðin

Myndast skýstrókar í Norður-Evrópu?

Lifandi Saga

Hver var fyrsti þekkti guðinn?

Lifandi Saga

Hvenær fórum við að kyssast?

Maðurinn

Hvers vegna verður maður þreyttur eftir að hafa borðað?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is