Fimm verstu mengunarslys sögunnar

Eiturgas, kvikasilfur og þykk loftmengun. Maðurinn hefur orsakað mörg mengunarslys í gegnum tíðina og þau skæðustu fimm urðu völd að dauða rösklega 34.000 manns.

BIRT: 26/03/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Við viljum vara við óhugnalegum myndum neðar í greininni.

 

Stórir skammtar af asbestryki í lungum og banvæn kvikasilfurseitrun úr fiski.

 

Maðurinn hefur orðið valdur að mörgum hörmulegum mengunarslysum á jörðinni og verstu fimm slysin hafa kostað ríflega 34.000 mannslíf.

 

Rétt yfir helmingur þeirra lést af völdum sterkrar eiturlofttegundar í indversku stórborginni Bóphal árið 1984.

 

5. Libby, Montana, Bandaríkjunum 1919
400 dauðsföll.

Námuverkamenn í vermikúlít-námunni í borginni Libby í Montana, urðu á árunum 1919 til 1990 fyrir stórum skömmtum af asbestryki sem m.a. orsakaði lungnakrabba.

4. Minamata-veikin, Japan 1956
1.800 dauðsföll.

Metýlkvikasilfur í frárennslisvatni verksmiðju einnar leiddi af sér banvæna eitrun. Kvikasilfrið endaði í kræklingum og fiskum sem heimamenn lögðu sér til munns.

3. Tjernóbyl-slysið, Sovétríkjunum 1986
4.000 dauðsföll.

Alls 31 lést þegar sprenging varð í kjarnorkuverinu í Tjernóbyl. Næstu áratugi á eftir veiktust þúsundir af krabbameini í skjaldkirtli.

2. Lundúnaþokan mikla, Englandi 1952
Alls 12.000 dauðsföll.

Kalt háþrýstisvæði lá yfir Lundúnaborg og kom í veg fyrir að reykur frá verksmiðjum og kolaofnum bærist út í andrúmsloftið. Þetta hörmungarástand hafði í för með sér þykka mengunarþoku sem dró til dauða börn, gamalmenni og aðra með veikluð lungu.

1. Bhópal-slysið, Indlandi 1984
16.000 dauðsföll.

Eitraða lofttegundin Metýlísósýanat lak út úr bandarískri efnaverksmiðju í þéttbyggðu stórborginni Bhópal á Indlandi. Minnst 5.000 manns fórust samstundis og ríflega tíu þúsund, jafnvel allt að 25.000, létust af afleiðingum slyssins.

 

5. Libby, Montana, Bandaríkjunum 1919
400 dauðsföll.

Námuverkamenn í vermikúlít-námunni í borginni Libby í Montana, urðu á árunum 1919 til 1990 fyrir stórum skömmtum af asbestryki sem m.a. orsakaði lungnakrabba.

4. Minamata-veikin, Japan 1956
1.800 dauðsföll.

Metýlkvikasilfur í frárennslisvatni verksmiðju einnar leiddi af sér banvæna eitrun. Kvikasilfrið endaði í kræklingum og fiskum sem heimamenn lögðu sér til munns.

3. Tjernóbyl-slysið, Sovétríkjunum 1986
4.000 dauðsföll.

Alls 31 lést þegar sprenging varð í kjarnorkuverinu í Tjernóbyl. Næstu áratugi á eftir veiktust þúsundir af krabbameini í skjaldkirtli.

2. Lundúnaþokan mikla, Englandi 1952
Alls 12.000 dauðsföll.

Kalt háþrýstisvæði lá yfir Lundúnaborg og kom í veg fyrir að reykur frá verksmiðjum og kolaofnum bærist út í andrúmsloftið. Þetta hörmungarástand hafði í för með sér þykka mengunarþoku sem dró til dauða börn, gamalmenni og aðra með veikluð lungu.

1. Bhópal-slysið, Indlandi 1984
16.000 dauðsföll.

Eitraða lofttegundin Metýlísósýanat lak út úr bandarískri efnaverksmiðju í þéttbyggðu stórborginni Bhópal á Indlandi. Minnst 5.000 manns fórust samstundis og ríflega tíu þúsund, jafnvel allt að 25.000, létust af afleiðingum slyssins.

BIRT: 26/03/2023

HÖFUNDUR: NIELS HANSEN

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock, Sandro Tucci/Getty Images

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is