Menning

Stærstu borgir heims

Stærsta borg heims er með næstum 30.000 prósent fleiri íbúa en Reykjavík. Sjáðu lista yfir 10 stærstu borgir heims hér - Sumt kemur þér (e.t.v.) á óvart.

BIRT: 19/03/2024

Íbúum jarðar fjölgar um um 80 milljónir á ári og í nú erum við nýskriðin yfir 8 milljarða markið.

 

Vöxturinn er einna helstur í stærstu borgum heims.

 

Stærsta borg heims

Tókýó er stærsta borg heims með 39.105.000 íbúa. Það eru næstum 30.000 prósent fleiri en búa í Reykjavík, þar sem íbúar eru um 135.000.

 

Þessi stærsta borg heims nær yfir svæði sem er 8231 ferkílómetrar.

 

Það kann að koma sumum á óvart að Tókýó sé stærsta borg heims því fólki fer fækkandi í Japan.

 

Því gæti Tókýó tapað sæti sínu sem stærsta borg heims innan nokkurra ára.

Sakura - kirsuberjablómin - er einn af árlegum hápunktum Japans. Í Tókýó er hægt að sjá kirsuberjablómin í Ueno Park, sem hefur meira en 1.000 tré og blómstra á hverju ári.

Um það bil 100 kílómetra vestur af Tókýó er hið merka eldfjall Fujisan.

 

Fujisan er hæsta fjall Japans og sést frá Tókýó ef veðrið er bjart og tært. Auk þess að vera þjóðartákn Japana er Fujisan einnig talið heilagt.

 

Trúarlegt mikilvægi fjallsins einkum finna í Shinto trúnni en einnig í japönskum búddisma þar sem fjallið er áfangastaður pílagrímsferða.

 

Hér eru 10 stærstu borgir heims

1. Tókýó (Japan)

 

2. Jakarta (Indónesía)

 

3. Delhi (Indland)

 

4. Manila (Filippseyjar)

 

5. São Paulo (Brasilía)

 

6. Seúl (Suður-Kórea)

 

7. Mumbai (Indland)

 

8. Shanghai (Kína)

 

9. Mexíkóborg (Mexíkó)

 

10. Guangzhou-Foshan (Kína)

Listi yfir stærstu borgir heims er raðað eftir íbúafjölda.

 

Lestu áfram og fræðstu meira um stærstu borgir heims.

 

Tókýó (Japan)

Stærsta borg heims er Tókýó.

Núverandi íbúafjöldi: Tæpar 40 milljónir

 

Flatarmál: 8231 ferkílómetrar

 

Tungumál: Japanska

 

Tókýó er yfirþyrmandi og lífleg stórborg, sem með sínum öfgakenndum skýjakljúfum og hámódernískri rafeindatækni er eins og eitthvað úr vísindaskáldsögu.

 

Þó aragrúi sögulegra mustera sé að finna í borginni og auðvelt að finna hefðbundin mat er Tókýó nokkurs konar framtíðarborg þar sem þjónarnir eru vélmenni og klósettin geta talað við þig.

 

Fyrir nokkrum hundruðum árum var Tókýó bara lítið sjávarþorp sem gekk undir nafninu „Edo. En árið 1868 flutti keisarinn til borgarinnar frá Kyoto og við það varð borgin höfuðborg Japans og var nafninu þá breytt í Tókýó.

 

Jakarta (Indónesía)

Þrátt fyrir að Jakarta hafi gríðarlegt magn háhýsa er algengasta húsgerðin í Jakarta „kampong“ - sem er eins konar sveitahús byggt úr viði og bambus.

Núverandi íbúafjöldi: 35.362.000

 

Flatarmál: 3541 ferkílómetrar

 

Tungumál: Indónesíska

 

Jakarta er höfuðborg Indónesíu. Hún er staðsett á norðvesturhluta eyjunnar Jövu og er önnur stærsta borg heims.

 

Jakarta var stofnað árið 1527 eftir að soldáninn af Bantam sigraði Portúgala sem þá ríktu þar. Árið 1619 var borgin eyðilögð af Hollendingum sem endurbyggðu hana aftur og nefndu hana Batavia. Borgin fékk nafnið Jakarta árið 1949 eftir síðari heimsstyrjöldina og varð við það höfuðborg Indónesíu.

 

Jakarta hefur fljótt orðið ein af stærstu og fjölmennustu borgum heims og er hún því miðstöð margskonar viðskipta, iðnaðar, fjármála og menntunar.

 

Þessi næststærsta borg heims er sérstaklega þekkt fyrir andstæður sínar og er oft kölluð „The Big Durian“ af heimamönnum. Durian ávöxturinn er þyrnóttur ávöxtur sem lyktar óþægilega en er bragðgóður og mjúkur að innan.

 

Delí (Indland)

Einn af vinsælustu viðkomustöðum Indlands er grafhýsi Safdarjungs, staðsett í Delí og byggð árið 1754.

Núverandi íbúafjöldi: 31.870.000

 

Flatarmál: 2233 ferkílómetrar

 

Tungumál: hindí, enska

 

Delhi er höfuðborg Indlands og þriðja stærsta borg heims. Höfuðborgin er staðsett við ána Yamuna í norðurhluta Indlands.

 

Borgin samanstendur af tveimur borgarhlutum: Gamla Delí, og sá nútímalegri með nýjum byggingum og vegum, sem kallast Nýja Delí.

 

Árið 1911 ákváðu Bretar, sem þá réðu yfir Indlandi, að flytja höfuðborgina frá Kalkútta til svæðisins í kringum Nýju Delí.

 

Þá var ráðist í miklar framkvæmdir í enskum keisarastíl. Þess vegna sker Nýja Delí sig einnig frá öðrum svæðum á Indlandi, þar sem stórir hlutar hennar eru innblásnir af evrópskum stíl.

 

Delhi er þekkt fyrir að vera rík af sögu, vel varðveittri byggingarlist og mikið af bragðupplifunum og matargerð.

Umferðaröngþveiti, þúsundir manna og alls kyns lykt - er eitthvað af því sem mætir manni þegar komið er út á götur Delí.

Í Delí er fólksfjölgun gríðarleg og búist er við að Delí muni ná 43 milljónum íbúa árið 2035.

 

Auk gríðarlegrar íbúafjölgunar í landinu öllu hafa einnig margir innflytjendur flykkst til höfuðborgarinnar.

 

Þetta stafar meðal annars af fátækt í dreifbýli sem hefur leitt til þess að milljónir hafa flutt til stórborga landsins. Borgin þarf því að glíma við mikla fátækt margra, sem er sérstaklega áberandi í Gömlu Delí. Hún er þéttbýl og yfir milljón manns búa í fátækrahverfunum.

 

Delí er líka ein allra mengaðasta borg heims en til að takmarka þá mengun er reynt að fá almenningsvagna, leigubíla og tuk tuk hjól til að nýta jarðgas.

 

Manila (Filippseyjar)

Hin vestrænu áhrif eru greinileg í Manila frá nýlendufortíð landsins.

Núverandi íbúafjöldi: 23.971.000

 

Flatarmál: 1873 ferkílómetrar

 

Tungumál: filippseyska

 

Höfuðborg Filippseyja, Manila, hefur 71.263 íbúa á ferkílómetra og ein þéttbýlasta borg heims.

 

Erillsamt götulíf er í borginni og almenn borgarmynd ber merki nýlendufortíðar landsins. Þetta þýðir að það eru ummerki um bæði spænska og bandaríska menningu.

 

Höfuðborgarsvæðið, sem oft er nefnt Manila, er í raun kallað Metro Manila – og svæðið samanstendur af borginni Manila sjálfri og 16 öðrum bæjarfélögum.

 

Í Manila er umferðin afar óskipuleg og ólíkt mörgum öðrum stórborgum á þessum lista eru innviðir lélegir og almenningssamgöngur mjög óskýrar og ógagnsæjar.

Elsta hverfi borgarinnar, Intramuros, var byggt af Spánverjum á 1570. Hér sést vel hversu mikil áhrif Spánverjar voru.

Einn af vinsælustu ferðamannastöðum í Manila er hið sögulega hverfi Intramuros, sem á spænska nýlendutímanum var Manila.

 

Intramuros – sem á spænsku þýðir “innan veggja” – var stofnað árið 1570 og er aðsetur ríkisstjórnarinnar. Steinlagðar götur, kirkjur ásamt skemmtilegri hverfisstemningu prýða bæjarhlutann, sem er svolítið úr takti við hina annars óskipulegu stórborg.

 

São Paulo (Brasilía)

Octávio Frias De Oliveira brúin, með X-lögun sinni, er eitt af helstu kennileitum São Paulo.

Núverandi íbúafjöldi: 22.495.000

 

Flatarmál: 3237 ferkílómetrar

 

Tungumál: Portúgalska

 

São Paulo er stærsta borg Suður-Ameríku og ein mikilvægasta efnahags- og menningarsvæði Brasilíu.

 

São Paulo var stofnuð árið 1554 af portúgölskum trúboðum úr Jesúítareglunni, en varð ekki opinberlega borg fyrr en árið 1711.

 

Það var sérstaklega ræktun kaffibauna sem leiddi til uppgangstíma borgarinnar á 17.öld. Innflytjendur hafa komið til borgarinnar í stórum stíl til að vinna á stórum kaffiekrum.

 

Það eru einkum Japanir sem settust að í borginni og São Paulo er sá staður í heiminum þar sem flestir Japanir búa fyrir utan Japan.

 

Seúl (Suður-Kórea)

Seúl er nokkuð óvenjulega skipt. Borgin hefur 25 hverfi - kölluð gu, sem aftur skiptast í 522 dong, sem aftur er skipt niður í 13.797 tong.

Núverandi íbúafjöldi: 22.394.000

 

Flatarmál: 2769 ferkílómetrar

 

Tungumál: Kóreska

 

Seúl er stærsta borg Suður-Kóreu og höfuðborg landsins. Stórborgin er staðsett í norðvesturhluta Suður-Kóreu, rétt sunnan við landamæri Norður-Kóreu og hið svokallaða DMZ-svæði, sem er einskismannsland og jafnframt landamæri Norður- og Suður-Kóreu.

 

Um helmingur íbúa Suður-Kóreu býr í Seoul og hún er því einnig miðstöð viðskipta- og menningarlífs landsins.

 

Borgin býður upp á mikið af listum, karókí, hofum og höllum. Ekki er mikið um græn svæði í borginni en þar er aðeins 4,38 fermetrar gróðurs á hvern íbúa en t.a.m. París hefur um 13 fermetra, New York um 23 fermetra og í London u.þ.b. 27 fermetra græns svæðis hvern íbúa.

 

Borgin hefur verið höfuðborg Kóreu síðan árið 1394 en lítið er eftir af upprunalegu borginni. Í Kóreustríðinu var Seoul nær alveg eyðilögð og borgin nánast rústir einar.

 

Eftir stríðið var borgin endurreist og hefur fólksfjölgun aukist mikið í kjölfarið.

 

Mumbai (Indland)

The Gateway of India er vinsæll ferðamannstaður í hafnarborginni Mumbai.

Núverandi íbúafjöldi: 22.186.000

 

Flatarmál: 1008 ferkílómetrar

 

Tungumál: hindí, enska

 

Mumbai, sem til ársins 1996 hét Bombay, er höfuðborg Maharashtra-fylkis á Indlandi. Mumbai er þéttbýlasta og iðnvæddasta borg Indlands og er mikilvægasta efnahagsmiðstöð landsins.

 

Mumbai var upphaflega nokkrar eyjar en á 19. öld söfnuðu Bretar eyjunum í eitt stjórnarsvæði sem síðan varð að Bombay (Mumbai) með höfn og virki sunnan megin. Þá var borginni skipt í breskt verslunarhverfi í norðri, stjórnarhverfi í miðjunni og indversk markaðshverfi í suðri.

 

Skiptinging frá nýlendutímanum er enn vel sýnileg í borginni. Í suðri einkennist borgin af velmegun og virðuleika, miðborgin einkennist af atvinnulífi og fjármálahverfi og fyrir norðan er ýmis iðnaður með mörgum gömlum verksmiðjum.

 

Lítið viðhald borgarinnar og mikil fólksfjölgun hafa gert gjánna milli ríkra og fátækra í Mumbai enn breiðari – og enn meira áberandi. Stór og nútímaleg háhýsin berjast um plássið og litlir skúrar fátækra borgarbúa troða sér inn hvar sem þau geta komið sér fyrir.

Hér sjást glögglega andstæður borgarinnar. Lítil kofahreysi og stórar nútímabyggingar skipta þéttbýlinu í tvær ólíkar byggðir.

Stór hluti íbúa Mumbai býr í fátækrahverfum eða allt að 54 prósent af heildarfjölda borgarinnar. Stjórnvöld reyna að bregðast við þessu en geta ekki stöðvað né fylgst með innflytjendum sem koma frá fátækari svæðum dreifbýlisins.

 

Mumbai er ein helsta miðstöð verslunar á Indlandi og borgin er einnig þekkt undir nafninu Bollywood, þar sem nöfnin Bombay og Hollywood eru sett saman.

 

Nafnið er notað um vinsælar indverskar kvikmyndir og sjónvarpsþætti sem og stór kvikmyndaver borgarinnar.

 

Shanghai (Kína)

Meira en 1,4 milljarðar manna búa í Kína sem gerir Kína að fjölmennasta landi heims.

Núverandi íbúafjöldi: 22.118.000

 

Flatarmál: 4069 ferkílómetrar

 

Tungumál: Mandarin, Shanghai mállýska sem kallast wu

 

Shanghai er stærsta borg Kína ásamt því að vera ein sú nútímalegasta.

 

Shanghai var upphaflega lítill fiskibær þar til Bretar hertóku borgina í lok fyrsta ópíumstríðsins árið 1842. Eftir það var stofnað sjálfstjórnarsvæði sem var eingöngu ætlað útlendingum og var við lýði allt fram á fjórða áratug síðustu aldar.

 

Það hjálpaði til við að gera borgina að einni stærstu fjármálamiðstöð heims.

 

Árið 1949 komust kommúnistar til valda í Shanghai, sem leiddi til mikillar skattlagningar og hætt var við fjölda fjárfestinga í borginni. En árið 1992 voru skattar lækkaðir þegar umbætur á markaðshagkerfi voru kynntar í Kína.

 

Síðan þá hefur Shanghai vaxið hraðar en aðrar kínverskar borgir, með fólksfjölgun upp á 9-15 prósent á ári.

 

Þrátt fyrir að borgin sé greinilega mörkuð af vestrænum áhrifum með skýjakljúfum og verslunarmiðstöðvum er enn mikið um kínversk musteri og garða frá Ming-ættinni – síðasta keisaraveldi Kína.

 

Mexíkóborg (Mexíkó)

Þrátt fyrir að Mexíkóborg sé þekkt fyrir mikla glæpatíðni er höfuðborg Mexíkó enn mjög vinsæll áfangastaður ferðamanna.

Núverandi íbúafjöldi: 21.505.000

 

Flatarmál: 2385 ferkílómetrar

 

Tungumál: Spænska

 

Mexíkóborg er höfuðborg Mexíkó og stærsta borg landsins. Íbúar borgarinnar eru um 19 prósent af heildarfjölda landsins.

 

Mexíkóborg var upphaflega höfuðborg Azteka og gekk undir nafninu Tenochtitlan þar til landkönnuðurinn Hernan Cortés lagði undir sig Aztekaveldið árið 1521.

 

Mexíkóborg er staðsett í miðju landinu í Mexíkódalnum sem er umkringdur háum fjöllum í 2200 metra hæð. Staðsetning borgarinnar hefur gert það að verkum að borgin hefur nokkrum sinnum orðið fyrir barðinu á ýmsum meiriháttar og minniháttar jarðskjálftum auk öskuskýja frá nærliggjandi eldfjöllum.

 

Vegna efnahagskreppu í Mexíkó hafa margir flutt til stórborganna. Íbúm Mexíkóborgar fjölgaði umtalsvert þegar olíuverð lækkaði á níunda áratugnum þar sem margir reyndu að komast út úr fátæktinni í dreifbýlinu og sveitunum.

 

Fjöldi landsbyggðafólks settist svo að í fátækrahverfum í útjaðri borgarinnar.

Í mörgum stórum fátækrahverfunum Mexíkóborgar geysa sjúkdómar meðal barna þar sem aðgangur að vatni er nánast enginn og almennt hreinlæti lítið.

Mexíkóborg á í miklum erfiðleikum vegna úrgangs en nokkur þúsund tonn af rusli skapast í borginni á hverjum degi. Aðeins helmingur er fjarlægður af borgaryfirvöldum en afgangurinn er fjarlægður í gegnum nokkurs konar endurvinnslukerfi fátækari íbúa borgarinnar.

 

Um helmingur af viðskiptum, verslun, framleiðslu og þjónustustarfsemi Mexíkó fer fram í Mexíkóborg. Atvinnutækifæri hafa hins vegar ekki aukist í takti við fólksfjölgunina og því er mikið atvinnuleysi, fátækt og útbreidd glæpastarfsemi í borginni.

 

Götuviðskipti, dópgengi og eiturlyfjahringir eru því mjög áberandi borginni.

 

Þrátt fyrir hin mörgu vandamál borgarinnar dregur Mexíkóborg að sér margar milljónir ferðamanna á hverju ári sem vilja heimsækja t.d. rústir frá tímum Azteka og spænskar byggingar frá tímum spænsku Ameríku.

 

Guangzhou-Foshan (Kína)

Í borginni eru bæði skýjakljúfar og forn kínversk hof og er því einstakur staður þar sem hin nýja og gamla Kína mætast.

Núverandi íbúafjöldi: 21.489.000

 

Flatarmál: 4341 ferkílómetrar

 

Tungumál: Kantónska

 

Guangzhou-Foshan er þéttbýlissvæði í Kína, staðsett í Guangdong-héraði.

 

Svæðið er við ströndina við Suður-Kínahaf og í héraðinu eru meðal annars Hong Kong og Macao, sem eru sérstök stjórnsýslusvæði í Kína.

 

Guangzhou hefur þrisvar verið höfuðborg Kína – frá 1925 til 1927, svo aftur 1931 í nokkra mánuði og síðan síðustu mánuði kínversku borgarastyrjaldarinnar árið 1949.

 

Í stórborginni má sjá Canton-turninn, sem er 604 metra á hæð og var einu sinni hæsta bygging heims. Í dag er Burj Khalifa í Dubai hæsta bygging heims með sína 828 metra.

 

Á svæðinu við Pearl River er ein mikilvægasta höfn Kína fyrir flutninga og viðskipti.

 

Borgin var mjög mikilvægur áfangastaður á Silkiveginum, sem var mikilvæg viðskiptaleið frá Kína til Indlands, Persíu og Evrópu. Silkivegurinn var ein mikilvægasta leiðin fyrir útflutning Kína á tækni og lúxusvörum, svo sem silki.

 

Heimildir eru m.a. Brittanica og Demographia 

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: MARIE WIUM

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Fangar í útrýmingarbúðum fölsuðu peninga fyrir nasista

Heilsa

Vísindamenn: Blóðsýni afhjúpa elliglöp 15 árum fyrir einkenni

Maðurinn

Af hverju erum við með mismunandi blóðflokka?

Alheimurinn

Bilaðasta tilraun heims: Komdu með í ferðalag til endimarka alheims

Maðurinn

Getur kláði verið smitandi?

Alheimurinn

Jörðinni var bjargað af illa tvíbura sínum

Heilsa

Fjöldi daglegra salernisheimsókna getur haft afleiðingar fyrir heilsuna

Maðurinn

Genagalli gerir albínóa hvíta

Maðurinn

Hið fullkomna morð er dautt

Lifandi Saga

Teþorstinn knésetti stórveldi

Náttúran

Fræðimenn rýna í innsta eðli risaeðlanna 

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is