Venjulega reiknum við aldur okkar í árum – en líffræðilega klukkan getur gengur hraðar ef við förum ekki vel með líkamann. Það sýnir rannsókn frá háskólanum í Jyväskylä í Finnlandi, þar sem gögn um 5000 finnskum tvíburum voru skoðuð.
Tvíburarnir 5.000 voru spurðir um hæð og þyngd og hversu oft þeir reyktu, drukku áfengi og hreyfðu sig þegar þeir voru 12, 14 og 17 ára. Síðar, þegar 824 þátttakenda í rannsókninni voru 21 og 25 ára, voru aftur tekin blóðsýni til að kanna DNA-merki, svokallaða metýlhópa, sem tengjast öldruninni.
Þau 16 prósent unglinga sem höfðu óheilbrigðasta lífsstílinn hvað varðar reykingar, reglubundna áfengisneyslu og litla hreyfingu voru á bilinu 1,8 til 2,4 líffræðilegum árum eldri á tvítugsaldri en jafnaldrar með eðlilegan og skynsaman lífsstíl.
Bara ef unga fólkið vissi betur
Þar sem þátttakendur voru tvíburar var einnig hægt að ákvarða að 60 prósent líffræðilegrar öldrunar væru vegna erfðaþátta og 40 prósent væri vegna umhverfis, þar með talið lífsstíls.
Veikleiki rannsóknarinnar er að tölurnar eru byggðar á svörum frá þáttakendunum sjálfum um lífsstílinn sem endurspeglar ekki alltaf raunveruleikann.
Samt sem áður eru tölurnar umhugsunarverðar og gagnlegar segja vísindamennirnir að baki rannsóknarverkefninu.
„Ég tel að ef unglingar áttuðu sig á hvað t.a.m. reykingar hafa mikil áhrif, myndi það hvetja þá til að lifa heilbrigðara lífi,“ segir yfirmaður rannsóknarteymissins Anna Kankaanpää frá háskólanum í Jyväskylä.