Náttúran

Steypireyður étur allt að 10 milljón plastflögur á dag

Samanburður á upplýsingum um mengun í höfunum og átvenjum skíðishvala sýna að hvalirnir innbyrða óheyrilegt magn af örplasti.

BIRT: 27/06/2023

Það eru ekki bara löglegar og ólöglegar hvalveiðar sem ógna risum hafsins. Ný rannsókn sýnir nefnilega að steypireyðinni stafar mikil ógn af örplasti í heimshöfunum.

 

Eins og aðrir skíðishvalir nær steypireyðurin fæðunni með því að sía hana úr kjaftfylli af sjó. Það sem eftir verður, þegar sjórinn hefur verið síaður út, er oftast smáfiskur, ljósáta og þörungar – en líka örplast.

Örplast er skilgreint sem þær plastagnir sem eru undir 5 mm á lengd. Á síðari árum hefur krufning hræja stundum leitt í ljós allt að 40 kíló af plasti í maga hvals.

Vísindamenn hjá Stanfordháskóla í Bandaríkjunum hafa nú notað samanburð á fæðuvenjum nærri 200 steypireyða, langreyða og hnúfubaka og þéttni örplasts í Kyrrahafinu undan strönd Bandaríkjanna til að komast að því hvaða hvölum stafi mest ógn af þessum mengunarvaldi.

 

Hvalategundunum er það sameiginlegt að leita helst að fæðu á 50-250 metra dýpi, enda er þar mest af t.d. ljósátu. Rannsóknirnar sýndu hins vegar að einmitt á þessu dýpi er líka mest af örplasti.

 

Einnig kom í ljós að steypireyðurin sem étur óheyrilega mikið af ljósátu, fær trúlega í sig allt að 10 milljón örplastflögur á dag en hnúfubakar líklega um 3 milljónir. Í samhenginu gera vísindamennirnir ráð fyrir að 98-99% af plastinu komi frá þeim 10-20 tonnum af fæðu sem hvalirnir kyngja á dag.

 

„Þetta er mesta daglega magn af örplasti sem áætlað hefur verið á nokkra skepnu fram að þessu,“ segir Matthew Savoca hjá Stanfordháskóla í Kaliforníu.

 

Hann segir næsta skref í rannsóknunum vera að komast að því hvaða áhrif þessi mikla plastneysla hafi á líkama hvalanna til lengri tíma litið.

 

Örplastið hefur reyndar síður en svo bara áhrif á sjávardýr. Örplastagnirnar geta verið svo fíngerðar að þær komast gegnum þarmaveggi og líkamsvefi manna.

 

„Örplast hefur meira að segja fundist í fylgju, brjóstamjólk og blóði,“ segir Matthew Savoca og undirstrikar líka að enn sé fullkomlega óljóst hvernig áhrif örplastið muni hafa á þessi risavöxnu spendýr þegar fram í sækir.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: SUNE NAVNTOFT

© Shutterstock.

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Læknisfræði

Ofvirkni í heilastöð veldur stami

Maðurinn

Rannsókn: Þetta er ástæðan fyrir því að börn læra hraðar en fullorðnir

Maðurinn

Heilinn kortlagður: Smásæ vefsýni sýna stórbrotin smáatriði

Náttúran

Af hverju er kalt í mikilli hæð?

Maðurinn

Hversu oft segjum við ósatt?

Lifandi Saga

Kjarnorkuógnin: Sovéskur kafbátur í skerjagarðinum

Alheimurinn

Lítið eitt um þyngdarkraftinn

Menning

Hverjir höfðu fasta búsetu í Machu Picchu?

Lifandi Saga

Hitler var á efnum alla seinni heimsstyrjöld

Jörðin

Af hverju virðist Grænland álíka stórt og Ástralía?

Lifandi Saga

Hversu góðir vinir eru Kína og Rússland? 

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.