Alheimurinn

Stjörnufræðingar sjá fjarplánetu verða til

Myndun nýrrar plánetu í 520 ljósára fjarlægð sýnir okkur hvernig okkar eigið sólkerfi myndaðist.

BIRT: 15/05/2023

Í fyrsta sinn sjá stjörnufræðingar nú nýja plánetu verða til. Vísindamenn hjá PSL-háskóla í Frakklandi hafa notað VLT-sjónaukana til að ná myndum af tilurð nýrrar plánetu við stjörnuna AB Aurigae í um 250 ljósára fjarlægð frá jörðu.

 

Kringum stjörnuna er spírallaga skífa úr gasi og ryki. Vísindamennirnir segja þetta merki þess að plánetuvísar hafi myndast og plægi sig í gegnum ryk- og gasskýið, svipað því þegar bátur á siglingu myndar bylgjur út frá sér á yfirborði vatns.

 

Hnútur afhjúpar upphafið

Innarlega í spíralnum hafa vísindamennirnir greint lítinn hnút þar sem rykið er mjög þétt og þarna telja þeir að nýr vísir að plánetu sé að verða til.

Í rykspíralnum kringum stjörnuna AB Aurigae má greina lítinn hnút (í hringnum) nálægt miðjunni. Hér er ný pláneta að myndast

Fjarlægðin frá stjörnunni er um 4,5 milljarðar kílómetra eða svipuð og frá sólinni út til Neptúnusar.

 

Eykur skilning á sólkerfinu okkar

Þessi nýja uppgötvun getur aukið skilning manna á því hvernig ryk og gas þéttist í plánetur og jafnframt hvernig plánetur sem þegar hafa myndast geta átt þátt í myndun nýrra. Því fylgir einnig aukin vitneskja um hvernig pláneturnar í sólkerfi okkar urðu til.

 

Nú hlakka vísindamennirnir til að skoða þennan plánetuvísi í ELT (Extra Large Telescope) sem ESO er nú að reisa í Chile og á að komast í gagnið 2025. Þá munu sjást fleiri smáatriði en unnt er að greina með VLT.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Jens Matthiesen

© A. Boccaletti et al./Astronomy & Astrophysics, ESO, NASA

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Menning

Hverjir höfðu fasta búsetu í Machu Picchu?

Lifandi Saga

Hitler var á efnum alla seinni heimsstyrjöld

Jörðin

Af hverju virðist Grænland álíka stórt og Ástralía?

Lifandi Saga

Hversu góðir vinir eru Kína og Rússland? 

Náttúran

Greind í heimi dýranna

Alheimurinn

Hér eru sannanirnar fyrir Miklahvelli

Náttúran

Nýfundin risaeðla með furðu smáa framlimi

Lifandi Saga

Veislubúningar varðmanna Nixons aðhlátursefni

Náttúran

Hvað eru doppleráhrif?

Spurningar og svör

Af hverju eru sítrónur súrar?

Maðurinn

Hvernig framleiðir líkaminn orku úr fæðunni?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.