Tækni

Stoðgrind í buxunum gefur lengri hlaupatúra

Bandarískir og suður-kóreskir vísindamenn hafa fundið upp stoðgrind sem minnkar orkunotkun hlaupatúrsins um fjögur prósent. Nú á að gera stoðgrindina léttari svo hægt verði að spara enn meiri orku.

BIRT: 22/04/2023

Lengdu daglega hlaupatúrinn um 4% án þess að þurfa meiri orku. Eða er kannski enn snjallara að bæta 9% við vegalengdina.

 

Þetta verður gerlegt með nýrri buxnastoðgrind sem styrkir eðlilegar hreyfingar á göngu eða hlaupum.

 

Það eru bandarískir og suður-kóreskir vísindamenn sem fundu upp þessa tækni. Til að sjá eru þetta bara nokkuð síðar stuttbuxur en það er reyndar ekki allt og sumt.

 

Á maganum ber hlauparinn rafhlöðu en virknitækin eru rétt yfir lendunum. Þessi tæki toga í ólar sem tengjast aftanverðum lærunum.

 

Það hjálpar vöðvum aftan í lærum og rassi að hreyfa fótlegginn aftur á við, miðað við þyngdarpunkt líkamans.

 

Innbyggðir í buxurnar eru skynjarar sem stöðugt fylgjast með vöðvahreyfingunum og tryggja að grindin starfi í sama takti.

Ný stoðgrind sparar hlauparanum 7% orkunnar þegar kveikt er á henni. Orkusparnaðurinn er 4% að teknu tilliti til þyngdar tækjanna.

Orkusparnaðurinn eykst til muna ef mönnum tekst að létta búnaðinn sem nú vegur um 5 kíló.

 

Langtímamarkmiðið er þó ekki bara að auðvelda fólki hlaup eða göngu.

 

Vísindamennirnir gera sér vonir um að uppfinningin leiði af sér nýjar gerðir stoðgrinda til að hjálpa sjúklingum í endurhæfingu og komið að gagni við mikla erfiðisvinnu.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Jens Matthiesen

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Gallerí: Baráttan við náttúruöflin

Lifandi Saga

Miðaldir voru tími svikahrappanna: Sérfróðir í svikum og prettum 

Lifandi Saga

Hversu margir bjuggu í Ameríku þegar Kólumbus bar að garði?

Lifandi Saga

Öll von slokknaði í fangelsum 19. aldarinnar

Maðurinn

Streita veldur ofþyngd

Maðurinn

Svartir punktar afhjúpa getgátur heilans

Alheimurinn

Hvað ef jörðin væri í öðru sólkerfi?

Náttúran

Skoðið myndirnar: Úlfar hegða sér eins og allt önnur dýr

Alheimurinn

Ótrúlegt afrek: Nemendur slá nokkur heimsmet með heimagerðri eldflaug

Náttúran

Hversu stór gátu skorkvikindi orðið?

Lifandi Saga

Olíuborpallur springur: Eldhaf í Norðursjó

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.