Maðurinn

Stór rannsókn: Vítamínskortur getur aukið hættuna á elliglöpum

Meira en 55 milljónir þjást af elliglapasjúkdómum og sú tala hækkar um 10 milljónir á ári. Þess vegna leita vísindamenn nú að lausnum sem geta komið í veg fyrir að þessir sjúkdómar hreiðri um sig. Nú sýnir nýleg rannsókn að D-vítamín gæti haft afgerandi þýðingu.

BIRT: 01/12/2024

Vítamínið ræsir ónæmisfrumurnar sem ráðast gegn veirum og hjálpa líkamanum að taka til sín mikilvæg næringarefni.

 

D-vítamín gegnir mikilvægu hlutverki varðandi margvíslega starfsemi líkamans og skortur á því hefur á síðari árum verið talinn tengjast margvíslegum ákomum, allt frá beinþynningu til sjálfsofnæmissjúkdóma.

 

Nú sýnir ný rannsókn frá Suður-Ástralíuháskóla að skortur á þessum smágerðu sameindum geti líka aukið hættuna á heilahrörnun og þar með elliglöpum.

Hægt að koma í veg fyrir sjúkdóma

Vísindamennirnir skoðuðu vandlega m.a. heilaskannanir og blóðsýni úr alls 294.514 einstaklingum í stórum gagnabanka í Englandi.

 

Þannig uppgötvaðist samhengi milli mjög lítils D-vítamíns í blóði eða undir 25 nanómólum í hverjum lítra og aukinnar hættu á bæði blóðtappa og heilahrörnun.

ATH: Stærð D-vítamínskammta er mikilvæg. Spyrðu alltaf lækninn ráða áður en þú ákveður að taka aukaskammta af D-vítamíni.

Við rannsóknina var eðlilegt D-vítamínmagn skilgreint sem meira en 50 nanómól í lítra af blóði. Og samkvæmt niðurstöðunum getur það haft afgerandi þýðingu ef mjög lágu D-vítamíninnihaldi er lyft upp í eðlileg mörk.

 

„Við skoðun á ensku sýnunum gátum við greint að mögulega hefði verið unnt að koma í veg fyrir allt að 17% elliglapatilvika ef magninu hefði verið lyft í eðlilega hæð,“ sagði Elina Hypponen forsvarskona rannsóknarinnar í fréttatilkynningu.

 

Prófessor: D-vítamín eitt af mörgu

Tölur frá WHO gefa til kynna að á heimsvísu þjáist 55 milljónir manna af elliglapasjúkdómum og sú tala er álitin fara hraðvaxandi á næstunni, þannig að um 10 milljónir bætist við árlega.

 

Vísindamenn um allan heim eru þess vegna að leita að lausnum sem gætu komið í veg fyrir að ólæknandi og síversnandi sjúkdómar nái að hreiðra um sig. D-vítamínskortur gæti verið einn þeirra þátta sem þyrfti að skoða í samhenginu.

 

Það segir Gunhild Waldemar, prófessor í taugafræði við Kaupmannahafnarháskóla og yfirmaður danska þekkingarsetursins á sviði elliglapasjúkdóma. Hún kom ekki að vinnslu þessarar nýju rannsóknar en er ekki hissa á niðurstöðunum sem hún segir „öfluga sönnun þess að D-vítamínskortur sé áhættuþáttur varðandi elliglöp.“

 

„Við höfum áður séð minni rannsóknir sem bentu til að samhengi væri milli skorts á D-vítamíni og hættu á elliglapasjúkdómum. En þetta er gríðarstór rannsókn sem nær til mjög margra, þannig að þetta er áhugavert,“ segir hún.

Sjáðu listann: Margir þættir hafa áhrif á áhættuna

D-vítamínskortur er aðeins af mörgum þáttum sem geta aukið áhættu á elliglöpum. Það útskýrir Gunhild Waldemar prófessor við Kaupmannahafnarháskóla og yfirmaður danska þekkingarsetursins á sviði elliglapasjúkdóma. Hún segir genin líka hafa mikil áhrif á áhættuna. Auk D-vítamínskorts hafa þessir þættir líka áhrif á hættuna á þróun heilahrörnunarsjúkdóma:

 

  • Of hátt kólesteról

 

  • Sykursýki

 

  • Of hár blóðþrýstingur

 

  • Hreyfingarleysi

 

  • Áfengi

 

  • Reykingar

 

  • Minnkuð heyrn

Hún undirstrikar þó að þarna sé ályktunin dregin á grundvelli mikils skorts á D-vítamíni og að þetta vítamín sé langt í frá eini áhættuþátturinn, vilji maður sjálfur gera eitthvað til að komast hjá heilahrörnun.

 

„Það má mæla með því að fá mælingu á D-vítamíni hjá lækni til að sjá hvort það er langt undir mörkum. En maður skyldi ekki reikna með að það sé hægt að komast hjá elliglöpum með því einu að taka D-vítamín. Þarna eru margir fleiri áhættuþættir, svo sem áfengi, reykingar og hreyfing,“ segir hún.

 

Jafnframt leggur hún áherslu á að sumum áhættuþáttunum getum við ekki með nokkru móti haft stjórn á.

“Um það bil fimmtungur okkar mun fá elliglöp áður en við deyjum. Genin sem við fæðumst með hafa mikil áhrif, en það er líka ýmislegt sem við getum gert sjálf – og D-vítamín eitt eitt þeirra.”

Gunhild Waldemar, klínískur prófessor í taugalækningum við Kaupmannahafnarháskóla og yfirmaður National Knowledge Centre for Dementia

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Nanna Vium

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Menning

Hverjir höfðu fasta búsetu í Machu Picchu?

Lifandi Saga

Hitler var á efnum alla seinni heimsstyrjöld

Jörðin

Af hverju virðist Grænland álíka stórt og Ástralía?

Lifandi Saga

Hversu góðir vinir eru Kína og Rússland? 

Náttúran

Greind í heimi dýranna

Alheimurinn

Hér eru sannanirnar fyrir Miklahvelli

Náttúran

Nýfundin risaeðla með furðu smáa framlimi

Lifandi Saga

Veislubúningar varðmanna Nixons aðhlátursefni

Náttúran

Hvað eru doppleráhrif?

Spurningar og svör

Af hverju eru sítrónur súrar?

Maðurinn

Hvernig framleiðir líkaminn orku úr fæðunni?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.