Tækni

Svona afhjúpar þú tölvugert andlit

Tölvur nota fullkomin „tauganet“ til að skapa andlitsmyndir sem virðast alveg ekta, en vísindamenn hafa nú uppgötvað eitt atriði sem afhjúpar hvort myndin er ekta eða tölvugerð.

BIRT: 05/08/2022

Með sérstakri tækni er orðið bæði fljótlegt og ódýrt að skapa svo eðlilegar andlitsmyndir að það er nánast ógerningur að aðgreina þær frá raunverulegum ljósmyndum.

 

Þessar fölsku andlitsmyndir eru t.d. notaðar á falska prófíla á samfélagsmiðlum, þegar ætlunin er að dreifa tilteknum boðskap eða svíkja fé út úr fólki.

 

Nú hafa vísindamenn hjá ríkisháskólanum í New York þó fundið eitt atriði sem í langflestum tilvikum getur skorið úr um hvort myndin er ekta eða fölsk.

Hvaða andlit eru tölvugerð? Tvö þessara fjögurra andlita eru tölvugerð og hin tvö raunverulegt fólk. Hvaða tvö andlit eru fölsuð? Sjá svarið hér að neðan.

Tæknin sem notuð er við að gera falskar myndir nefnist GAN (Generative Adversial Network) og líkir eftir tauganeti þar sem tvö kerfi takast á.

 

Annað forritið reynir að skapa mynd út frá þekkingu sinni á andlitsmyndum, en hitt forritið reynir að afhjúpa svindlið. Fyrra forritið leiðréttir þá þau mistök sem fundust og þetta er endurtekið þar til afhjúpunarforritið finnur enga galla.

 

Á sekúndubroti er með þessu móti unnt að gera mynd sem lítur út fyrir að vera alveg ósvikin. Bandarísku vísindamennirnir fundu veikleika í GAN-kerfinu.

LESTU EINNIG

Í augasteinunum leyndist nær alltaf villa. Í veruleikanum eru augasteinarnir skýrt afmarkaðir og hringlaga eða örlítið sporöskjulaga. GAN-augasteinar eru öðru vísi útlits.

 

Með miklum aðdrætti má finna ójöfnur í tölvugerðu augasteinunum eða útlínurnar renna saman við lithimnuna sem umkringir linsu augans og gefur auganu lit.

Þegar við þysjum inn kemur munurinn berlega í ljós. Hjá raunverulegu fólki eru augasteinar hringlaga og skýrt afmarkaðir. Tölvugerðu andlitin eru númer 2 og 3.

Vísindamennirnir þróuðu aðferð til að bera sjálfkrafa kennsl á tölvugerð augu, en sú aðferð verður trúlega slegin út áður en langt um líður.

 

Þegar nú hefur komist upp um þennan veikleika, munu háþróaðri kerfi skapa fullkomnari augasteina. Og þá þurfa vísindamenn að byrja aftur og reyna að finna aðra veikleika.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: EBBE RASCH

Shutterstock,© Bod Inga Klang, Owlsmcgee & Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

Eðlisfræðingar afnema hlutlægan raunveruleika 

Lifandi Saga

Af hverju vill Indland heita Bharat?

Lifandi Saga

Hve mikið af gulli fannst í gullæðinu?

Alheimurinn

Með þvergöngu Venusar var hægt að mæla sólkerfið

Lifandi Saga

Uppreisn Castros velti einræðisherranum úr sessi

Lifandi Saga

Ástæðan fyrir falli Tróju

Alheimurinn

Dálítill fróðleikur um eitt helsta afrek mannsandans 

Náttúran

Hér eru aðeins leyfð kvendýr og afkvæmi þeirra: Kvennasambýli hafsins

Náttúran

Hvernig myndast haglél?

Maðurinn

Hvað er stífkrampi?

Alheimurinn

Af hverju eru plánetur og sólir alltaf kúlulaga?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is