Tækni

FBI: Þannig stálu tölvuþrjótar 7 milljörðum dollara á síðasta ári

Tölvuþrjótar settu nýtt met í netþjófnaði á síðasta ári. Fiskunarbrellur eða svonefnd „phishing“-aðferð var mest notuð til að ná fjármunum af eldra fólki og stjórnendum í fyrirtækjum. Hér skýrum við hvernig unnt er að verjast ýmiskonar svikahröppum á netinu.

BIRT: 21/07/2022

Sífellt lengjast fingur hinna fingralöngu og 2021 tókst þeim að klófesta andvirði nærri sjö milljarða dollara með ýmis konar netsvikum. Að því er fram kemur í ársskýrslu bandarísku alríkislögreglunnar FBI um netglæpi, bitnuðu netsvikin mest á eldra fólki.

 

Á síðustu fimm árum hafa tölvuþrjótar náð til sín andvirði a.m.k. 19 milljarða dollara.

 

Flestir falla fyrir fiskunarbrellum

Dollaramilljarðarnir sjö eru nýtt og fremur óviðkunnanlegt heimsmet. Aukningin milli ára nemur tæpum fjórðungi.

 

Hjá FBI segja menn að fólk um allan heim verði fórnarlömb þessara svika en stofnuninni bárust meira en 450.000 erindi árið 2021, öll frá Bandaríkjamönnum.

Sex ráð til að auka öryggi

1. Líttu á þig sem mögulegt fórnarlamb. Það er nefnilega þannig – alveg án undantekninga

 

2. Haltu veiruvörnum í tölvunni við. Varnarforritin verja þig fyrir fiskunarsíðum, lausnargjaldsveirum og öðrum árásum.

 

3. Skiptu oft um lykilorð og notaðu aldrei sama lykilorðið á fleiri en einum stað.

 

4. Berðu músarbendilinn yfir tengla í tölvupóstum, þá sýnir vafrinn neðst til vinstri hvert tengillinn vísar í raun og veru.

 

5. Uppfærðu öll forrit í tölvunni reglulega. Í uppfærslum eru oft nýjar varnir til að loka öryggisgötum.

 

6. Snúðu aldrei bakinu í tölvuna þína opna á almannafæri.

 

Á árinu 2021 sinnti FBI á einhvern hátt málum alls 847.376 einstaklinga sem orðið höfðu fórnarlömb netrána.

 

Nærri helmingurinn hafði fallið fyrir fiskun. Í því felst að ginna fólk til að gefa upp innskráningarupplýsingar, svo sem að netbönkum þar sem notandanafn og lykilorð duga til að komast inn.

 

Fiskun gengur iðulega þannig fyrir sig að netþrjótarnir senda tölvupóst, sem lítur út fyrir að vera frá bankanum og þar er fórnarlambið beðið að skrá sig inn. Þegar viðtakandi póstsins smellir á tengilinn birtist fölsuð en sannfærandi síða og með því að slá aðgangsupplýsingarnar þar inn, er fórnarlambið í rauninni að gefa tölvuþrjótunum upp aðganginn sinn.

 

Náskyld aðferð felst í því að hringja í fólk. Netþrjóturinn þykist þá hringja frá bankanum, skattayfirvöldum eða öðrum stofnunum. Síðan er ýmist beitt smjaðri eða mjög alvarlegum tón til að knýja fram þær upplýsingar sem sóst er eftir.

 

Samkvæmt skýrslu FBI var 45 milljónum dollara stolið með fiskun og fleiri svipuðum aðferðum.

 

Þannig var mestu stolið

Ef aðeins er litið til stærstu upphæðanna, voru það millistjórnendur í fyrirtækjum sem urðu verst úti.

 

Samkvæmt FBI-skýrslunni var nærri 2,5 milljörðum dollara stolið af fyrirtækjum með svonefndum BEC-árásum (Business E-mail Compromise).

 

BEC-árásir má kalla háþróaða fiskunaraðgerð. Tölvuþrjótarnir einbeita sér þá að háttsettum millistjórnendum sem hafa aðgang að bankareikningum fyrirtækisins.

 

Millistjórnandi fær sendan tölvupóst, sem virðist vera frá yfirmanni eða öðrum vinnufélaga, og er beðinn að millifæra nokkuð háa upphæð á tiltekinn reikning.

 

Öfugt við venjulega fiskunarpósta, sem sendir eru í milljónatali, krefst BEC-aðferðin nokkuð nákvæmrar þekkingar á innviðum fyrirtækisins og lykilstarfsfólki, starfi og aðgangsheimildum. Þannig er séð til þess að millifærslubeiðnin veki ekki sérstaka athygli millistjórnandans í annríki vinnudagsins.

 

Til viðbótar því sem hér hefur verið talið eru fölsk fjárfestingartilboð, nettröll á stefnumótasíðum, lausnargjaldsveirur og kennslaþjófnaður af ýmsu tagi áberandi á listanum yfir dýrkeyptustu netránin á skýrslu FBI.

 

Þar kemur líka fram að stærstum upphæðum er stolið af fólkis em komið er yfir sextugt.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: MADS ELKÆR

© Shutterstock

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

Maðurinn

Ást er eintóm efnafræði

Maðurinn

Ást er eintóm efnafræði

Náttúran

Hjarta steypireyðar slær bara tvisvar á mínútu

Náttúran

Hjarta steypireyðar slær bara tvisvar á mínútu

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

Lifandi Saga

Gestapo: Leynilögregla Hitlers olli skelfingu í Evrópu

Lifandi Saga

Getur Rússland orðið uppiskroppa með hermenn? 

NÝJASTA NÝTT

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Maðurinn

Sársauki – Hvað er sársauki?

Alheimurinn

Hvað er andefni?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Er það skaðlegt að plokka nefhárin?

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Maðurinn

Sársauki – Hvað er sársauki?

Alheimurinn

Hvað er andefni?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Er það skaðlegt að plokka nefhárin?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Náttúran

Þrisvar til tunglsins og til baka aftur

Náttúran

Þrisvar til tunglsins og til baka aftur

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Jörðin

Hversu mikið menga leikföng?

Maðurinn

Af hverju þessi ást á áfengi?

Heilsa

Er hægt að sofa of mikið?

Lifandi Saga

Hver fann upp á „kalda stríðinu“?

Vinsælast

1

Maðurinn

Einvígið: Er rafmagnstannbursti betri en venjulegur?

2

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

3

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

4

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

5

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

6

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

1

Maðurinn

Einvígið: Er rafmagnstannbursti betri en venjulegur?

2

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

3

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

4

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

5

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

6

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

Maðurinn

Hvernig grær brotið bein?

Maðurinn

Öfgar persónuleikans: Úthverfur eða innrænn persónuleiki

Alheimurinn

Hvað verður um orkuna frá sólarljósinu? 

Lifandi Saga

Hvað gerðu blikksmiðir fyrr á tímum? 

Tækni

Dulkóðaður gjaldmiðill: 7 atriði sem þú ættir að vita um rafmynt 

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

Lifandi Saga

Fjórir kvillar sem bóluefni hafa knésett

Menning og saga

Frumstæð manntegund jarðsetti hina látnu

Maðurinn

Vísindamenn endurnýja hárvöxt á músum

Lifandi Saga

Nanjing harmleikurinn verri en hin versta martröð

Maðurinn

3 ókostir við greind

Jörðin

Ný NASA-flugvél á að minnka losun í flugi

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Í Hollywood-myndinni Braveheart svíkur Robert the Bruce málstað Skota og færir Englendingum William Wallace á silfurfati til grimmilegrar aftöku. Í veruleikanum var þessi skúrkur þó hetja Skota. Þótt frelsisbarátta Skota kostaði bræður hans lífið og systur hans enduðu bak við lás og slá, gafst hinn raunverulegi Braveheart aldrei upp.

Lifandi Saga

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.