Valsarnir tveir snúast og geta mælt hestöflin með auknu viðnámi.
Aflið í bílvél er mælt með sérstökum hestaflamæli – búnaði með tveimur málmkeflum þar sem dekkin á bílnum eru látin snúast.
Þegar dekkin snúast gera rúllurnar það einnig með sama hraða.
Snúningurinn er greindur af mælitæki – svonefndum dynotester – sem skráir snúningshraða dekkjanna og snúninga á hverri mínútu.
Upplýsingarnar nýtir tölva til að reikna út hestöfl vélarinnar út frá jöfnu og finnur þannig út afl viðkomandi vélar.
Fjölskyldubíllinn fær afturhjól
Vél í fjölskyldubíl hefur jafnan um 150 hestöfl en hjá minni bílum getur talan verið um 75 hestöfl. Þessir bílar blikna þó miðað við Formúlu-1 kappakstursbílana sem státa af meira en 1.000 hestafla vélum.
Munurinn á fjölskyldubílnum og kappakstursbílnum verður enn meiri því kappakstursbílar hafa mun meira afl miðað við þyngd. Ef fjölskyldubíllinn ætti að vera jafn hraðskreiður þyrfti vél hans að vera með 1.800 hestöfl.
Hestur er sterkari en eitt hestafl
Eitt hestafl samsvarar um 736 vöttum – eða því átaki sem þarf til þess að lyfta upp 75 kg massa, einn metra lóðrétt upp frá yfirborði jarðar á um einni sekúndu.
Þrátt fyrir nafn mælieiningarinnar samsvarar eitt hestafl þó ekki getu eins hests. Dýrið getur skilað 2,5 – 10 hestöflum.