Search

Hafa bifreiðar verið knúnar með gufu?

Í árdaga bifreiðarinnar í byrjun 20. aldar voru menn langt frá því sammála hvaða efni átti að knýja bifreiðar.

BIRT: 23/05/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Fjölmargir gufubílar í upphafi 20. aldar

 

Gufa var lengi vel vinsælasta eldneyti bifreiðaiðnaðarins en sem dæmi má nefna að alls 485 af þeim 909 bifreiðum sem skrásettar voru í Bandaríkjunum árið 1902 voru knúnar með gufu.

 

Allt frá 17. öld hafa uppfinningamenn gert tilraunir með gufuknúin ökutæki en það var þó ekki fyrr en upp úr árinu 1880 sem fjöldaframleiddar gufubifreiðar fóru að keyra á vegunum í Evrópu og Ameríku.

 

Í gufubifreiðum var nýtt margra áratuga reynsla úr járnbrautaframleiðslu og framan af þóttu gufubílar þeim bensínknúnu fremri.

Forsætisráðherra Englands Salisbury lávarður fékk far með hátækni gufubíl árið 1902.

Uppfinning rafknúna sjálfræsibúnaðarins olli hins vegar straumhvörfum þegar hann kom á markað árið 1912.

 

Það var bæði erfitt og varhugavert að ræsa bensínvél með handsveif og með sjálfvirka sjálfræsibúnaðinum þurfti einungis að styðja á hnapp. Gufubílvélar gátu ekki ekið af stað fyrr en að þó nokkrum tíma liðnum, því fyrst þurfti vatnið að sjóða.

Frá skófluhjóli til stimpilvélar – gufa knúði fyrstu bílana

1679: Leikfang Verbiests

Belginn Ferdinand Verbiest útbjó frumstætt ökutæki til að ganga í augun á kínverska keisaranum en ökutækið var knúið á þann veg að gufu var blásið inn í stórt skófluhjól sem svo knúði driföxulinn.

1769: Stríðsvörubíll Cugnots

Frakkinn Nicholas Cugnot ákvað að útbúa vörubifreið sem flutt gæti fallbyssur. Bifreið hans var sú fyrsta þar sem gufa var nýtt til að knýja stimpilvél.

1925: Hraðaksturstæki Dobles

Allt fram til ársins 1931 unnu bandarísku Doble bræðurnir að því að þróa áfram og betrumbæta gufubifreiðar sínar. Bifreið þeirra „Steamer“ komst upp í 140 km hraða á klst.

Fjöldaframleiðsla bifreiðaframleiðandans Fords gerði það jafnframt að verkum að bensínknúnar bifreiðar urðu bæði ódýrari og skilvirkari en þær gufuknúnu.

 

Næstu árin eftir að bensínknúnar bifreiðar komu á markað lokuðu verksmiðjur sem framleiddu gufubíla hver á fætur annarri. Síðasta verksmiðjan sem framleiddi gufubifreiðar, Doble, varð á endanum gjaldþrota og lagði upp laupana árið 1931.

 

Myndskeið: Sjáðu gufubíl bruna af stað:

BIRT: 23/05/2023

HÖFUNDUR: BUE KINDTLER-NIELSEN

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © getty images,© Roby & The Enthusiast Network/Getty Images,© Roby & The Enthusiast Network/Getty Images,

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is