Tækni

Svona spilar gervigreind með á HM í fótbolta

Á HM í Qatar njóta dómararnir aðstoðar gervigreindar ásamt mikils fjölda myndavéla auk örflögu í boltanum sjálfum.

BIRT: 01/12/2022

Í fyrsta sinn í sögunni geta fótboltadómarar nú ákvarðað mögulega rangstöðu því sem næst í rauntíma, m.a. með hjálp gervigreindar, 12 myndavéla og skynjara í boltanum sjálfum.

 

Af því leiðir að áhorfendur, jafnt á vellinum sem við sjónvarpstækin, þurfi að bíða í drykklanga stund eftir því að dómarinn geti tekið ákvörðun um rangstöðu með þeirri VAR-tækni sem notuð hefur verið og verður reyndar áfram.

 

Þannig virkar rangstöðutæknin

Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA stendur að HM í Qatar og þar á bæ er tölvuaðstoðin nefnd „hálfsjálfvirk rangstöðutækni“.

 

Þessi tækni nýtur 12 sérstakar myndavélar uppi í þaki vallarbyggingarinnar til að rekja för boltans, en inni í honum er örflaga sem sendir stöðuupplýsingar til gervigreindartölvu 500 sinnum á sekúndu.

 

Jafnframt fylgist tölvan með allt að 29 stöðupunktum hvers leikmanns 50 sinnum á sekúndu. Þannig er jafnframt fylgst með öllum útlimum leikmannsins, sem hver um sig gætu verið innan rangstöðulínunnar.

 

Gervigreindarforritin vakta þannig samtímis og stöðugt stöðu boltans, leikmanna og útlima þeirra og gefur merki ef grunur vaknar um rangstöðu.

 

Áhorfendur fá að fylgjast með

Myndbandsdómarinn í VAR-herberginu fær viðvörunina fyrstur.

 

Á fáeinum sekúndum þarf myndbandsdómarinn að skoða stöðuna og síðan fær dómarinn úti á vellinum boð ef hann þarf að dæma rangstöðu.

 

Til að veita áhorfendum innsýn í málið birtast svo tölvugerðar þrívíddarmyndir gervigreindartölvunnar af stöðu boltans og leikmannanna á öllum stórskjám á vellinum, þannig að allir geti séð rangstöðu leikmannsins nákvæmlega á því augnabliki sem boltanum var spyrnt.

 

Tæknin var prófuð í meistaraleikjum í arabaríkjum og heimsmeistarakeppni félagsliða á síðasta ári og – að sögn FIFA – með góðum árangri.

 

Marklínutæknin var í fyrsta sinn notuð á heimsmeistaramótinu 2014 og gat skorið úr um hvort boltinn hefði farið allur yfir marklínuna eða ekki, en VAR-tæknin var nokkuð umdeild þegar hún var innleidd á HM 2018, en þá þurfti dómarinn sjálfur að skoða upptökur til að ákvarða mögulega rangstöðu.

 

Leikmenn þaktir skynjurum

Auk annarrar nýrrar tækni eru leikmenn á heimsmeistaramótinu í Qatar þaktir skynjurum sem mæla m.a. púls, hlaupvegalengdir og hraða á spretti.

 

Þegar leikmennirnir spila leik getur þjálfarteymið fylgst með formkúrvum þeirra í spjaldtölvu á bekknum. Þær upplýsingar er t.d. hægt að nota til að meta hvort rétt sé að skipta þreyttum leikmönnum út.

 

Klúbbar láta mæla heilavirkni

Nýjasta greinin á þessu tæknitré fótboltaheimsins er taugatækni, sem m.a. enska félagið Liverpool nýtti sér á síðustu leiktíð.

 

Á æfingum Liverpool er heilavirkni leikmannanna mæld með rafóðuhúfum frá þýska fyrirtækinu neuro11.

LESTU EINNIG

Tilgangur þessara mælinga er að greina hvenær leikmennirnir lenda í mikilli streitu og útiloka síðan slík augnablik í hita leiksins, þegar leikmenn þurfa að útiloka öll utanaðkomandi áhrif og halda fullri einbeitingu, t.d. við vítaspyrnur eða í föstum leikatriðum.

 

Enn hefur þó enginn landsliðsþjálfari skýrt frá því opinberlega að heilavirkni leikmanna sé mæld til að ná þeim viðbótarmöguleikum sem því gætu fylgt.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: AF MADS ELKÆR

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Hanukkah: Kraftaverkahátíð gyðinga

Náttúran

Hvað eru eldur og logar?

Náttúran

Hvernig stendur á því að bæði heitt vatn og kaldur ís fljóta á vatni?

Alheimurinn

Hvað eru norðurljós?

Heilsa

Tilraun: Langvarandi fasta getur haft neikvæð áhrif

Náttúran

Hvað eru heimsálfurnar margar?

Maðurinn

Draumráðningar – Hvað þýða draumar þínir?

Náttúran

Vetrardvali tryggir lífsskilyrði dýra

Maðurinn

Góðir erfðavísar gera andlitið skakkt: Fögnum ósamhverfu!

Tækni

Ný rafhlöðutækni fyrir rafbíla dregur verulega úr hleðslutíma

Maðurinn

Fólk fætt í sveit er betur áttað.

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is