Lifandi Saga

Afganistan  varð ringulreið að bráð

Á sjöunda áratug 20. aldar stefndi allt í að Afganistan fengi stöðu sem nútímaþjóð. Vegir, vatnsveitukerfi og skólabyggingar létu landið virðast standa í blóma. Ringulreiðin kraumaði hins vegar undir yfirborðinu í þessu stéttskipta þjóðfélagi.

BIRT: 22/04/2023

HVERJIR ERU AFGANIR? – HVENÆR VARÐ AFGANISTAN SJÁLFSTÆTT? – AF HVERJU ER AFGANISTAN MIKILVÆG FYRIR UMHEIMINN? – HLUTVERK AFGANISTAN Í KALDA STRÍÐINU – VAR EINHVERN TÍMANN LÝÐRÆÐI Í AFGANISTAN? – AF HVERJU RÉÐUST SOVÉTRÍKIN INN Í AFGANISTAN? – ÞESS VEGNA SIGRÐUÐU AFGANIR SOVÉTMENN –  HVERNIG NÁÐU TALIBANAR VÖLDUM Í AFGANISTAN? – AF HVERJU DRÓGU BNA SIG ÚT ÚR AFGANISTAN?

HVERJIR ERU AFGANIR?

Íbúunum í Afganistan mætti líkja við bútasaumsteppi gert úr ólíkum hópum, þjóðarbrotum og ættflokkum. Obbinn af íbúunum í þessu 650.000 km2 stóra, fjöllótta landi telst vera Pashtúnar en um er að ræða þjóðflokk sem einnig býr í nágrannaríkinu Pakistan, svo og í hálfsjálfstæðu ættbálkasvæðunum milli landanna tveggja.

 

Af öðrum íbúum Afganistan mætti m.a. nefna Túrkmena og Úsbeka sem tala tyrknesk mál og darí sem telst vera persnesk mállýska. Hasarar eru sérstakur minnihlutahópur sem, andstætt við aðra íbúa landsins sem eru súnní-múslímar, aðhyllist sjíta-túlkun á Kóraninum.

 

Íslamstrú er það sem tengir íbúana saman en hver hópur hefur yfir að ráða sínu eigin tungumáli, svo og sinni menningu og sögu. Sameiginlegt fyrir alla er þó ströng kynjaskipting og sú staðreynd að réttindi kvenna eru nánast með öllu óþekkt.

HVENÆR VARÐ AFGANISTAN SJÁLFSTÆTT?

Sjálfstæði eftir blóðuga bardaga

Afganistan var formlega lýst sem konungsríki árið 1746 en í raun réttri héldu ættflokkar og fjölskylduhópar áfram að ráða sér sjálfir, líkt og verið hafði í margar aldir á undan. Ættflokkarnir líta hver á annan sem ólík lönd og gera sáttmála eða samkomulag hver við annan, ellegar ráðast hver á annan með sínum eigin herjum á hverjum stað.

 

Mýmargar ættbálkastyrjaldir gera það að verkum að Afganar eru vanir bardögum og vel vopnum búnir. Þetta fengu Bretar að sannreyna þegar þeir reyndu að ná stjórn yfir landinu á 19. öld með það að markmiði að vernda aðgengi að mikilvægum landareignum í Indlandi. Eftir þriggja ára blóðuga bardaga urðu Bretar að gefast upp árið 1919 og yfirgefa Afganistan sem öðlaðist með því móti sjálfstæði.

LESTU EINNIG

AF HVERJU ER AFGANISTAN MIKILVÆG FYRIR UMHEIMINN?

Tengipunktur fyrir farandkaupmenn

Áður en Bretarnir hörfuðu höfðu þeir fengið Rússa til samstarfs við sig í því skyni að ákvarða landamæri Afganistans, líkt og við þekkjum þau í dag. Ætlunin var að landið gegndi hlutverki stuðpúðasvæðis milli vesturs og austurs.

 

Hlutverkið sem tengiliður milli Austurlanda nær og Austurlanda fjær var ekki nýtt af nálinni hvað Afgana áhrærði. Lega landsins gerði Afganistan til forna að miðdepli farandkaupmanna og annarra ferðalanga. Landið lá miðja vegu á silkileiðinni sem allt frá fyrstu öldum eftir Krist og fram á 15. öld tengdi Kína við Miðjarðarhafslöndin.

 

Nálægðin við Indland gerði það að verkum að Afganistan skipti sköpum fyrir utanríkismál Breta en Afganistan var einnig mjög mikilvægt hernaðarlega séð í augum Rússa og annarra stórvelda heimsins.

HLUTVERK AFGANISTAN Í KALDA STRÍÐINU

Stórveldin bitust um velvilja landsins

Eftir að Afganistan öðlaðist sjálfstæði notfærðu leiðtogar landsins sér áhuga stórveldanna, eins og vindurinn blés hverju sinni, með því að stofna til samstarfs við ýmis lönd sem óskuðu eftir að komast til áhrifa í Afganistan.

 

Með fjármagni og tækniaðstoð annarra landa tókst Afgönum að skipuleggja nútímalegt vegakerfi og seðlabanka sem miðlað gat fé til ört vaxandi bómullar- og vefnaðariðnaðarins.

 

Jafnframt þessu fengu Afganar nýja stjórnarskrá og nýtt skólakerfi sem bæði var ætlað drengjum og stúlkum.

 

Meðal þeirra þjóða sem lögðu fram fé voru upprennandi stórveldi millistríðsáranna, Þýskaland, Japan og Ítalía. Þegar Bandaríkin og Sovétríkin komu fram á sjónarsviðið sem ráðandi veldi heims eftir seinni heimsstyrjöld tóku þau við keflinu og urðu helstu velgjörðarmenn Afgana.

 

Í ljós kom gífurlegur áhugi á Afganistan meðal beggja stórvelda sem andaði köldu á milli á meðan Kaldastríðið geisaði. Bæði stórveldin voru staðráðin í að halda landinu utan seilingar hins landsins, sama hvað það kostaði.

 

Afganar kunnu svo sannarlega að notfæra sér ástandið til að næla sér í fjármagn og aðstoð beggja stórvelda.

 

Þökk sé örlæti stórveldanna gátu Afganar nú glaðst yfir nýjum vegum, m.a. afar fullkomnum þjóðvegi milli mikilvægra borga á borð við Kandahar og Herat. Rafveitukerfi landsins var að sama skapi byggt upp, svo og vatnsveitukerfi sem kom að verulega miklu gagni í landi þar sem úrkoma er nánast alveg takmörkuð við vetrarmánuðina.

 

Stórveldin létu landinu einnig í té aðstoð með kennslu og styrkjum til náms erlendis.

VAR EINHVERN TÍMANN LÝÐRÆÐI Í AFGANISTAN?

Frelsið blómstraði í Kabúl

Nútímavæðingin reis hæst á 6. og 7. áratugnum, tímabilinu sem sagnfræðingar kalla gullöld Afganistan.

 

Í höfuðborginni Kabúl stunduðu stúlkur nám í háskólanum, íklæddar stuttum pilsum. Í yfirstéttinni og efri lögum miðstéttarinnar lifði fólk lífi sem minnti á lifnaðarhætti á Vesturlöndum.

Margar afganskar konur hófu háskólanám á 7. áratugnum og fóru að vinna utan heimilisins.

Afganistan varð þó aldrei lýðræði í þeim skilningi sem við Vesturlandabúar leggjum í orðið en þess má þó geta að haldnar voru tiltölulega lýðræðislegar kosningar á 7. áratugnum, þar sem konur höfðu kosningarétt og voru kjörgengar. Nýju leikreglurnar höfðu engu að síður í för með sér ógnun í augum stórs hluta íbúanna.

 

Ættflokkaleiðtogarnir óttuðust sér í lagi tækifæri kvenna til menntunar sem þeir litu á sem árás á fjölskylduna. Í augum umbótaglaðrar yfirstéttarinnar gengu hlutirnir hins vegar ekki nógu hratt fyrir sig. Óánægjan ríkti einkum meðal þeirra mörgu námsmanna sem aðhyllst höfðu marxisma.

 

Það andaði köldu milli ofangreindra tveggja hópa og árið 1973 keyrði um þverbak.

 

Þegar Zahir Shah konungur fór til Ítalíu í júlí árið 1973 til að leita sér lækninga gegn augnsjúkdómi sem hrjáði hann, lét forsætisráðherrann Daud Khan til skarar skríða. Hann komst til valda eftir valdarán hinn 17. júlí, steypti konunginum af stóli en hann hafði þá verið við völd í ein 40 ár og lýsti yfir Afganistan sem sjálfstætt lýðveldi.

Mörg dýr drápust í dýragarðinum í Kabúl eða stungu af úr haldi þar, meðan á stríðinu stóð, nema hvað ljónið Marjan hélt kyrru fyrir. Ljónið missti hins vegar sjónina þegar handsprengjum var varpað inn í búr þess.

Kabúl kölluð París Mið-Asíu

Á meðan Afganistan var enn mestmegnis landbúnaðarþjóð óx höfuðborgin Kabúl og breyttist í nútímalega stórborg á fyrri hluta 20. aldar.


Áður en landið öðlaðist sjálfstæði árið 1919 hafði borgin yfir að ráða símalínum, rafmagni og póstþjónustu. Eftir að landið fékk sjálfstæði stækkaði borgin svo á ógnarhraða en þess má geta að landsvæði borgarinnar fjórtánfaldaðist á árunum frá 1925 til ársins 1962.


Á 6. og 7. áratugnum opnuðu fyrstu lúxushótelin og á sama tíma voru settar á laggirnar þekktar breskar stórverslanir, á borð við Marks & Spencer.

 


Flugstöð var vígð árið 1960 en Sovétmenn höfðu styrkt byggingu hennar og sjö árum síðar opnaði dýragarðurinn en þýskir dýrafræðingar höfðu lagt hönd á plóg með undirbúning hans.

 

Byggingar borgarinnar hýstu ýmsar verksmiðjur en segja má að í borginni hafi ráðið ríkjum hámenntuð og Vesturlandasinnuð miðstétt sem starfaði á opinberum skrifstofum eða við menntastofnanir borgarinnar. Á árunum upp úr 1960 varð Kabúl enn fremur vinsæll ferðamannastaður en ferðalangarnir nefndu borgina París Mið-Asíu.

AF HVERJU RÉÐUST SOVÉTRÍKIN INN Í AFGANISTAN?

Sovétmenn réðust inn í sundrað ríkið

Stjórnin sem nú tók við völdum kynnti til sögunnar ýmsar róttækar endurbætur en sem dæmi má nefna bann gegn þvinguðum hjónaböndum og greiðslum fyrir brúðir. Ættflokkahöfðingjarnir gerðu uppreisn og fæstir þeirra sýndu miðstjórninni hollustu. Flestir hinna íhaldssömu ættflokkahöfðingja voru enn hliðhollir konunginum og nú þegar hans naut ekki lengur við braust út blóðug uppreisn.

 

En fleiri en höfðingjarnir voru ósáttir. Sovétríkin höfðu notað hernaðarlegt og borgaralegt hjáparstarf sitt á árunum milli 1960 og 1970 til að öðlast sífellt meiri völd í landinu.

 

Þegar svo Daud barði allt og alla á bak aftur í viðleitni hans til að halda landinu sameinuðu sem einni heild, m.a. kommúnista, misstu Sovétmenn þolinmæðina. Kommúnistarnir létu taka Daud af lífi í apríl 1978 og sovéskir hernaðarráðgjafar flykktust inn í landið.

 

Kommúnistar voru jú útlendingar og auk þess trúleysingjar og reyttu fyrir vikið ættflokkahöfðingjana til reiði. Þeir síðarnefndu gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að brjóta á bak aftur vantrúa stjórnina í Kabúl. Brátt átti ríkisstjórnin undir högg að sækja.

 

Sovétríkin sem nú stóðu frammi fyrir því að glata öllum þeim fjárfestingum sem þeir höfðu lagt af mörkum síðustu áratugina, tóku afdrifaríka ákvörðun. Þann 24. desember 1979 réðst rauði herinn til atlögu. Í valdaráninu myrti herinn leiðtoga þjóðarinnar og kom sínum eigin manni, Babrak Karmal, til valda.

Stórveldin börðust um Afganistan

Á einungis einni öld hafa átt sér stað mörg blóðug valdarán í Afganistan, ýmiss konar stjórnarfar ríkt og margar styrjaldir verið háðar.

– 1919

Stóra-Bretland sleppti tökum á Afganistan sem öðlaðist sjálfstæði. Landið losnaði þó engan veginn við afskipti stórveldanna. Öðru nær.

 

– 1926

Höfuð Afganistans, Amanullah konungur, kom á ýmsum endurbótum sem ætlað var að nútímavæða landið og liðka fyrir samvinnu við önnur lönd.

 

– 1956

Samkomulag við forsætisráðherra Sovétríkjanna, Níkíta Krúséff, tengdi Afganistan nánari böndum við Sovétríkin en þeir síðarnefndu lofuðu landsmönnum efnahags- og þróunaraðstoð.

 

– 1979

Ríkisstjórnin sem naut liðsinnis Sovétmanna, fór að finna fyrir andstöðu bókstafstrúarmanna. Sovétríkin gerðu innrás í Afganistan.

 

– 1989

Eftir að hafa beðið ósigur fyrir heilögu stríðsmönnunum, mújahedín sem nutu stuðnings Bandaríkjamanna, drógu Sovétmenn sig út úr stríðinu í Afganistan.

 

– 1996

Talíbanar náðu Kabúl á sitt vald. Komið var á röð og reglu eftir ringulreiðina sem ríkti í kjölfarið á brottflutningi Sovéthersins en þeir innleiddu að sama skapi grimmilegt íslamskt stjórnarfar.

 

– 11. september 2001

Nítján hryðjuverkamenn úr röðum al-Qaeda-samtakanna gerðu hryðjuverkaárás á Bandaríkin með fjórar farþegaþotur að vopni. Hartnær þrjú þusund manns misstu lífið. Hinn 7. október réðust Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra inn í Afganistan með það að markmiði að hegna þeim sem báru ábyrgð á hryðjuverkaárásinni. Þeir brutu hersveitir talíbana brátt á bak aftur.

 

– 14. apríl 2020

Bandaríkjamenn og talíbanar undirrita friðarsamkomulag í Dóha í Katar. Samkomulagið fól í sér að Bandaríkjamenn skyldu hverfa á brott og að talíbanar mættu ekki ráðast á bandarísku hersveitirnar.

 

– Ágúst 2021:

Bandaríkjamenn hurfu á brott frá Afganistan og Talíbanar komust aftur til valda.

ÞESS VEGNA SIGRÐUÐU AFGANIR SOVÉTMENN

Sovétríkin gefast upp

Hersveitir Sovétmanna náðu strax tökum á stærri borgum, svo og þjóðvegunum. En á afskekktari svæðum réðu ættflokkastríðsmenn enn ríkjum en þeir kölluðust mujahedín-hermenn eða heilagir stríðsmenn. Sovétmenn svöruðu með því að eyða heilu þorpunum til þess að skæruliðar þessir gætu hvergi dulist.

 

Jafnframt þessu gerðu þeir einnig árásir úr lofti með aðstoð svokallaðra Mil Mi-24-þyrlna en skrokkar þeirra gátu varist öflugum flugskeytum. Mujahedín-skæruliðarnir áttu í mesta basli með að standast árásir úr þyrlunum, því þeim reyndist erfitt að fela sig á flötu og gróðursnauðu landinu.

 

Þegar stríðsmönnunum loks áskotnuðust Stinger-flugskeyti frá Bandaríkjamönnum árið 1985 urðu þeir færir um að svara árásunum. Þessi aukna aðstoð gerði sitt gagn og Sovétmenn urðu fyrir sífellt meira tjóni næstu árin á eftir.

 

Árið 1989 urðu Sovétmenn endanlega frá að hverfa en þegar hér var komið sögu höfðu þeir glatað gífurlegum fjármunum í stríðsrekstrinum, auk þess að bíða mikinn hnekki heima fyrir á sviði stjórnmálanna.

Íslömsk hreyfing olli hræðslu meðal stórveldanna

Bandaríkin og Sovétríkin höfðu barist um aðalhlutverkið á leiksviði heimsstjórnmálanna í 30 ár en árið 1979 olli ný og áður óþekkt hreyfing titringi meðal stórveldanna.

 

Líta má á ákvörðun Sovétmanna um að ráðast inn í Afganistan og harkaleg viðbrögð Bandaríkjamanna við innrásinni sem eðlilegt framhald á kappi stórveldanna í kalda stríðinu sem segja má að hafi geisað allt frá því að síðari heimsstyrjöld lauk.

 

Íslamska byltingin í Íran náði hámarki þegar keisaranum sem naut stuðnings Bandaríkjanna var steypt af stóli og æðsti klerkurinn Khomeini komst til valda. Þessi gjörningur olli ótta meðal beggja stórvelda og átti þátt í þeirri ákvarðanatöku þeirra að hafa afskipti af Afganistan.

 

Sovétmenn óttuðust að Bandaríkjamenn myndu grípa tækifærið til að fremja valdarán og reyna þannig að komast til valda í Íran sem skipti stórveldin miklu máli í hernaðarlegum skilningi. Kommúnistaleiðtogarnir í Moskvu óttuðust jafnframt að múslímska vakningin fengi hljómgrunn hjá íbúum landsins sem óhjákvæmilega myndi sundra stórveldinu.

 

Bandaríkjamenn óttuðust á hinn bóginn að Sovétmenn myndu notfæra sér ókyrrðina í Íran til að auka völd sín í landinu. Ef Sovétríkin yrðu ríkjandi í bæði Íran og Afganistan, myndi stórveldið öðlast beint aðgengi að Persaflóa og allri olíunni sem hélt lífinu í Vesturlöndum.

 

Bæði Bandaríkjamenn og Sovétmenn höfðu rangt fyrir sér því trúarleiðtogarnir í Íran lýstu því yfir að báðar þjóðirnar teldust vera vantrúaðir óvinir íslams og stimpluðu þá sem „satana“. Bandaríkin fengu nafnbótina „stóri satan“, á meðan Sovétmenn urðu að láta sér nægja að kallast „litli satan“.

HVERNIG NÁÐU TALIBANAR VÖLDUM Í AFGANISTAN?

Talíbanar biðu átekta

Ósigurinn í Afganistan varð upphafið að endinum fyrir Sovétríkin en um það bil tveimur árum eftir að þeir hörfuðu út úr Afganistan leið stórveldið undir lok. Eins og gefur að skilja hafði stríðið að sama skapi gífurlegan kostnað í för með sér fyrir Afgana sjálfa.

 

Stórir hlutar almennings höfðu lagt á flótta. Rösklega þrjár milljónir flóttamanna héldu til Pakistan, á meðan hartnær tvær milljónir fóru til Íran. Þar að auki var gífurlegur fjöldi á flótta innan Afganistan. Stríðsreksturinn skildi vegi, borgir og vatnsveitukerfi eftir í hræðilegu ástandi.

Talíbanahreyfingin varð til í fangabúðum í Pakistan, þar sem afganskir drengir hlutu strangtrúarlegt uppeldi.

Hvernig gátum við þagað þegar við urðum vitni að því að verið var að fremja glæpi gegn bæði konum og börnum?“

Mullah Omar 

Þess má jafnframt geta að Afganar réðu nú yfir gífurlegu magni vopna og svo gott sem allir afganskir karlmenn voru nú einstaklega vel þjálfaðir skæruliðar.

 

Hin nýja hægfara ríkisstjórn stóð hins vegar völtum fótum og skálmöld ríkti. Stríðsherrar á landsbyggðinni komu fyrir vegatálmum og kröfðust ólöglegra gjalda, auk þess sem morð, mannrán og nauðganir voru daglegt brauð.

 

Í upphafi árs 1994 vakti stríðsherra einn í grennd við Kandahar athygli á sér fyrir að ræna og nauðga tveimur ungum stúlkum. Atburðurinn vakti gífurlega reiði skæruliðaforingjans og trúarleiðtogans Mullah Omar.

 

Hann fékk um 30 unga menn til liðs við sig, frelsaði báðar stúlkurnar úr ánauð og tók stríðsherrann af lífi með því að hengja hann úr fallbyssu á skriðdreka úti fyrir bækistöðvum stríðsherrans.

 

„Við börðumst gegn múslímum sem breyttu ranglega. Hvernig gátum við þagað þegar við urðum vitni að því að verið var að fremja glæpi gegn bæði konum og börnum“, sagði Mullah Omar máli sínu til skýringar.

Mullah Omar boðaði lög og reglu í Afganistan en slíkt reyndist raunar verða á kostnað frelsis íbúanna.

Áhangendur hans tilheyrðu talíbönum, hreyfingu sem sett var á stofn í gríðarstórum flóttamannabúðum sem komið var á fót í Pakistan meðan á innrás Sovétríkjanna stóð. Þar vörðu ungir drengir tímanum í sérstökum kóranskólum, þar sem þeir hlutu fræðslu um vopnaða bardaga og strangtrúarlega lifnaðarhætti.

 

Stórir hópar nemendanna lögðu land undir fót frá upphafi árs 1994 og fóru yfir landamærin að Afganistan. Mullah Omar lofaði að koma á röð og reglu og brátt réði hann ríkjum í landinu öllu. Árið 1996 féll sjálf höfuðborgin Kabúl talíbönum í skaut.

 

Talíbönum tókst að endurheimta lög og reglu að vissu marki. Friðurinn var hins vegar skelfilega dýru verði keyptur.

 

Íbúarnir glötuðu frelsi sínu alls staðar þar sem talíbanar komust til valda. Blátt bann var lagt við útvarpi, sjónvarpi, kvikmyndahúsum og dansi. Ótrúar eiginkonur voru barðar eða grýttar til dauða og sömu sögu var að segja af ótrúum eiginmönnum. Hendur voru höggnar af fólki fyrir minnstu yfirsjón.

 

Stúlkum var bannað að ganga í skóla og konur máttu því einungis láta sjá sig á götu væru þær huldar frá toppi til táar og í fylgd karlkyns ættingja.

AF HVERJU DRÓGU BNA SIG ÚT ÚR AFGANISTAN?

Bandaríkjamenn undirbjuggu stríð

Flestar þjóðir heims fordæmdu atferli talíbana en það var þó ekki fyrr en árið 2001 sem alþjóðasamfélagið fékk sig endanlega fullsatt á stjórnarfari þeirra. Þetta gerðist þegar al-Qaeda- samtökin sem voru með aðalbækistöðvar í Afganistan, skipulögðu og gerðu hryðjuverkaárásina hinn 11. september árið 2001 sem dró 3.000 Bandaríkjamenn til dauða.

 

Árásin olli hneykslan og skelfingu meðal heimsbyggðarinnar allrar. Í augum Bandaríkjamanna markaði hryðjuverkaárásin aðför að öryggi þjóðarinnar og því valdi og þeirri virðingu sem þetta síðasta stórveldi heims hafði notið til þessa. Innan við einum mánuði síðar, hinn 7. október, mynduðu Bandaríkin bandalag við 48 önnur lönd og lýstu Afganistan stríði á hendur.

 

Hersveitirnar, ásamt aðildarþjóðum Atlantshafsbandalagsins, brutu talíbana fljótt á bak aftur og hinn 13. nóvember réðust hersveitirnar inn í Kabúl. Þar var komið á nýrri ríkisstjórn, undir stjórn Hamids Karzads sem fékk það hlutverk að byggja upp á nýjan leik hið stríðshrjáða land.

 

„Við höfum nú kvatt tímabil mikilla stríðsátaka og erum að ganga inn í nýja tíma sem einkennast af stöðugleika og jafnvægi“, lýsti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Donald Rumsfeld, hreykinn yfir tveimur árum síðar.

 

Friðarsáttmáli

Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra urðu þó að viðurkenna að ekki hefði tekist að bera sigur úr býtum í stríðinu. Í febrúar 2020 undirrituðu Bandaríkjamenn svo friðarsáttmála við Talíbana. Sáttmálinn fól í sér að Bandaríkin skyldu yfirgefa landið eigi síðar en 11. september 2021. Hersveitir Vesturlanda entust ekki einu sinni svo lengi í landinu.

 

Hinn 15. ágúst náðu talíbanar yfirráðum í Kabúl og tveimur vikum síðar, hinn 30. ágúst 2021, yfirgaf síðasti bandaríski hermaðurinn Afganistan, með skottið á milli lappanna, líkt og fyrirrennararnir sem einnig höfðu reynt að koma á friði í þessu upplausnarlandi.

 

Stríðið hafði dregið minnst 175.000 manns til dauða. Þar af voru 2.500 Bandaríkjamenn og 1.200 bandamenn.

Hér má lesa meira um Afganistan

Stephen Tanner: Afganistan – A Military History from Alexander the Great to the War Against the Taliban, Da Capo Press, 2009

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Else Christensen

Getty Images,© Zh. Angelov/Getty Images,© Oleg Popov/Reuters/Ritzau Scanpix,© Marcus Yam/Getty Images,© Patrick AVENTURIER/Getty Images,© Lance Cpl. Bryan Nygaard, U.S. Marine Corps,

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Jörðin

Leiða loftslagsbreytingar til fleiri jarðskjálfta?

Maðurinn

Heilsa okkar ræðst af blóðinu

Náttúran

Topp 5: Hvaða dýr stunda lengsta mökun?

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Náttúran

Jörðin eftir manninn: Svona munu leifar siðmenningar okkar hverfa

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Náttúran

Jörðin eftir manninn: Svona munu leifar siðmenningar okkar hverfa

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Lifandi Saga

BNA á barmi borgarastyrjaldar: Nasista-prestur vildi bylta lýðræðinu

Lifandi Saga

BNA á barmi borgarastyrjaldar: Nasista-prestur vildi bylta lýðræðinu

Lifandi Saga

Bretar knúðu fram frjálsa verslun með fallbyssum

Lifandi Saga

Bretar knúðu fram frjálsa verslun með fallbyssum

Lifandi Saga

Nasistaveiðar meðal óvina 

Lifandi Saga

Nasistar leituðu arísks menningarheims í Tíbet

Glæpir

Newton upprætti peningafölsun í Englandi

Lifandi Saga

5 ástæður þess að BNA er einungis með tvo flokka 

Vinsælast

1

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

2

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

3

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

4

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

5

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

6

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

1

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

2

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

3

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

4

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

5

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

6

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

Lifandi Saga

Versti óvinur skógareldanna

Lifandi Saga

Í fallhlíf til helvítis: Slökkviliðsmenn stukku beint niður í eldhafið

Maðurinn

Göngutúr heldur heilanum heilbrigðum

Menning og saga

5 fornleifafundir sem raskað hafa sögu mannsins

Heilsa

Vísindamenn hafa fundið mikilvægan eiginleika sem er sameiginlegur öllum sem náð hafa 100 ára aldri.

Lifandi Saga

Belgía biður Kongó afsökunar – með tönn

Lifandi Saga

Af hvaða kynstofni var Kleópatra?

Lifandi Saga

Kitty var Kim Kardashian 18. aldar

Heilsa

Bakteríurnar þrífast vel í handklæðinu þínu

Lifandi Saga

Voru víkingarnir húðflúraðir?

Menning

Þess vegna verða konur þreyttar á (sumum) körlum

Náttúran

Í frysti frá dánarstund

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Sagt er að franska drottningin María Antonía, betur þekkt sem Marie-Antoinette, hafi orðið hvíthærð kvöldið áður en hún var hálshöggin árið 1793. Er þetta yfirleitt hægt?

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is