Menning og saga

Örvæntingarfullur flughernaður yfir Ísrael

Bretar yfirgáfu Palestínu þann 14. maí árið 1948 og sama dag lýstu gyðingar yfir stofnun ríkisins Ísraels. Egyptar, Jórdanar og Sýrlendingar sögðu hinu nýja ríki strax stríð á hendur og sendu bardagaflugvélar af stað. Kapphlaup við tímann hófst, því Ísraelar urðu að útvega sér flugvélar og hermenn áður en Arabaríkin sigruðust á hinu nýstofnaða Ísraelsríki.

BIRT: 22/01/2022

Aaron Finkel var ofurvenjulegur 29 ára gamall maður frá New York. Hann gegndi herskyldu fyrir Bandaríkin í seinni heimsstyrjöld, var löngu kominn heim aftur þegar hér var komið sögu og vann við það að selja íhluti í útvarpstæki.

 

Daglegt líf hans einkenndist af vanaverkum þar til hann vaknaði við það um miðja nótt í maí árið 1948, að ókunnugur maður sat til fóta í rúminu hans.

 

„Ert þú Aaron Finkel?“ spurði maðurinn, sem talaði með greinilegum hreim.

 

„Já“, svaraði Finkel furðu lostinn. Honum datt helst í hug að herbergisfélagi hans hefði hleypt einhverjum ókunnugum inn í íbúðina.

 

„Ertu gyðingur?“ spurði gesturinn þá. Finkel kinkaði kolli. Hann ætlaði að fara að spyrja hvern fjárann maðurinn væri að vilja í rúminu hans en varð orðlaus þegar hann heyrði næstu spurningu.

 

„Mig langar að biðja þig um að fara til Palestínu og gerast orrustuflugmaður”.

 

Þegar hér var komið sögu var Finkel glaðvaknaður. Sá ókunnugi sagðist tilheyra bardagasamtökunum Haganah, sem fljótlega urðu þungamiðjan í her nýja ríkisins sem kallaðist Ísrael.

 

Maðurinn hafði því hlutverki að gegna að setja sig í samband við fyrrum orrustuflugmenn sem báru gyðinganöfn.

 

Nú var hann að afla flugmanna í flugherinn, sem gyðingar í Palestínu höfðu svo gífurlega þörf fyrir.

 

Finkel hugsaði sig vel um og svaraði bón mannsins þvínæst játandi. Hann vildi ákafur ferðast til Palestínu og berjast fyrir málstað gyðinga.

 

„Hvað viltu fá að launum?“ spurði Haganah-maðurinn.

 

„Hvað með eina flösku af viskí, sígarettur og 20 dollara á mánuði?“ Aaron Finkel var sem sé á leiðinni í stríð gegn táknrænni greiðslu.

 

Þremur dögum eftir heimsókn næturgestsins fór Finkel með flugvél til Rómar.

 

Þar lenti hann í sundurleitum hópi flugmanna úr seinna stríði, sem allir biðu vitneskju um hvers konar flugvélum þeim væri ætlað að fljúga og hvenær vélarnar væru væntanlegar. Þegar hér var komið sögu voru þegar farnir að geisa bardagar í Palestínu.

 

Kapphlaupið við tímann var hafið.

 

Finkel og hinum flugmönnunum var ætlað að komast til Palestínu nægilega tímanlega til að bjarga mætti hinu unga unga Ísraelsríki.

Ben-Porat fórst árið 1955, þegar farþegaflugvél sem hann flaug, villtist inn í lofthelgi Búlgaríu og var skotin niður.

Áhugaflugmaður stofnaði flugherinn

Flugher Ísraelsríkis var stofnaður af tilviljun, en stofnandinn var flugmaður að nafni Pinchas Ben-Porat.

 

Hann fæddist í Úkraínu en fluttist búferlum til Palestínu árið 1921. Þar hreifst hann af drauminum um að skapa þjóð gyðinga.

 

Eftir seinni heimsstyrjöld átti Ben-Porat þátt í að setja á laggirnar tómstundaflugmannafélagið Palestine Flying Club, sem var í raun skálkaskjól fyrir ólöglega hernaðarþjálfun flugmannanna.

 

Þegar herskáir Palestínumenn réðust á landtökubyggðir gyðinga í Negev-eyðimörkinni var hann einmitt að fljúga með lækni út á samyrkjubú en breytti áformum sínum skyndilega og fór að taka virkan þátt í bardögunum.

 

Fyrir brottför fjarlægði hann hliðarhurð flugvélarinnar til að mynda rými fyrir vélbyssuskyttu sem hrakið gæti árásarmennina á flótta með kúlnahríð og handsprengjum.

 

Aðgerð þessi er talin marka upphafið að stofnun flughers Ísraela. Þegar sjálft stríðið braust út árið 1948 var Ben-Porat einn þeirra flugmanna sem sendur var til Tékkóslóvakíu til að sækja ólöglegar orrustuflugvélar.

 

Hann handleggsbrotnaði hins vegar í neyðarlendingu og tók fyrir vikið ekki þátt í fyrstu loftbardögunum yfir Ísrael árið 1948.

 

Gyðingar heimtuðu eigið ríki

Allar götur frá því er Rómverjar hröktu gyðinga frá héraðinu Júdeu 2.000 árum fyrr höfðu þeir lifað í löndum þar sem nærvera þeirra var sjaldnast æskileg.

 

Í Evrópu frömdu heittrúaðir kristnir, nú eða þá öfundsjúkir nágrannar, á þeim fjöldamorð og undir lok 19. aldar voru fámennir hópar gyðinga í litlum mæli byrjaðir að flytja til Palestínu, sem í þá daga var hluti af Tyrkjaveldi.

 

Eftir útrýmingu nasista á gyðingum jókst fjöldi innflytjenda af ætt gyðinga í Palestínu, sem orðin var að verndarsvæði Breta þegar hér var komið sögu.

 

Flóttamannastraumurinn leiddi af sér hryðjuverk, því palestínskir Arabar, sem voru meirihluti íbúanna á verndarsvæðinu, réðust á landtökubyggðir gyðinga, sem endurguldu með blóðugum hefndaraðgerðum.

 

Egypskar flugvélar sprengdu strætisvagnastöðina í Tel Aviv í loft upp hinn 18. maí 1948. Alls 42 manns fórust og hundrað særðust í þessari blóðugu loftárás.

Báðir aðilar háðu vopnaða bardaga gegn Bretum í því skyni að fá þá til að hverfa á braut. Árið 1948 höfðu Bretarnir fengið sig fullsadda og slepptu yfirráðunum yfir Palestínu frá og með miðnætti þess 14. maí.

 

Síðdegis, sama dag, las leiðtogi gyðinga, Davíð Ben-Gurion, upp sjálfstæðisyfirlýsingu landa sinna:

 

„Við lýsum hér með yfir stofnun gyðingaríkisins „Hins helga lands“, sem kallast mun Ísraelsríki“

 

Arabar í Palestínu neituðu að viðurkenna hið nýja ríki og nutu stuðnings múslíma í nágrannalöndunum, sem sendu hersveitir að landamærunum.

 

Egyptar, Jórdanar, Írakar, Sýrlendingar og Líbanar sóttu fram og stríð Araba við Ísraelsmenn var orðið að veruleika.

 

Svarti markaðurinn sá Ísrael fyrir vopnum

Ísraelar höfðu gríðarlega þörf fyrir vopn ef ríki þeirra átti að geta orðið að veruleika. Þeim reyndist hins vegar þrautin þyngri að útvega þau, því SÞ bönnuðu sölu hvers konar vopna til svæðisins í von um að stríðið rynni fljótt út í sandinn.

 

Ef marka má skýrslu bandarísku leyniþjónustunnar höfðu Arabarnir yfir að ráða þungavopnum en sömu sögu var ekki að segja af skotfærum. Aðstæður gyðinganna voru fremur bágbornar.

 

Ísraelana skorti stríðsflugvélar og greinilegt var að sá skortur gæti riðið þeim að fullu, því þegar stríðið braust út höfðu þeir einungis yfir að ráða örfáum óvopnuðum tómstundaflugvélum.

 

Þegar hurðir voru teknar úr slíkum flugvélum og vélbyssuskyttu komið þar fyrir í staðinn mátti nota slíkar flugvélar til að skjóta á landgönguliða á jörðu niðri, en hins vegar voru þær vita gagnslausar gegn t.d. Spitfire-orrustuþotum Egyptanna.

 

Ísraelar skipulögðu fyrir vikið með leifturhraða stórfellda leyniaðgerð sem gekk undir leyniheitinu „Balak“. Leyniþjónustumönnunum var ætlað að útvega vopn með öllum tiltækum ráðum, hvar sem þeir gátu komist yfir þau.

 

Kommúnistaríkið Tékkóslóvakía reyndist Ísraelum betur en mörg önnur lönd, því landið hafði ríka þörf fyrir vopnakaupendur til að unnt yrði að halda vopnaframleiðslu landsins gangandi, en tugþúsundir verkamanna störfuðu í vopnaverksmiðjum landsins.

 

Tékkarnir fóru hins vegar fram á ríkulegar greiðslur: Hver orrustuflugvél kostaði 45.000 Bandaríkjadali og við þetta bættust talstöðvar, vopn og skotfæri.

 

Til samanburðar má geta þess að Bandaríkjamenn seldu sínar ágætu P-51 orrustuflugvélar frá síðari heimsstyrjöld á 4.000 Bandaríkjadali.

 

Hins vegar mátti ekki selja bandarískar flugvélar til stríðandi ríkja í Mið-Austurlöndum og fyrir vikið sáu Ísraelar sig knúna til að kaupa stríðsbúnað á okurverði frá Tékkóslóvakíu.

 

Þá þurfti flugher Ísraelsmanna enn fremur að bíta í það súra epli að fyrstu orrustuflugvélar þeirra voru framleiddar í Þýskalandi nasismans.

 

Tékkarnir seldu gyðingum tíu orrustuþotur af gerðinni Avia S-199 – en um var að ræða flugvél sem var algerlega sambærileg þýsku flugvélinni Messerschmitt Bf 109, að því undanskildu að tékknesku vélarnar voru útbúnar lélegri mótor.

 

En neyðin þvingaði Ísraelsmenn til að ganga að öllum skilmálunum og flugmennirnir fengu meira að segja heimild til að þjálfa í Tékkóslóvakíu áður en bardagarnir gegn Palestínu hófust.

 

Ráðist inn í gyðingaríkið

Þegar arabískir herir herjuðu á Ísrael úr öllum áttum í maí 1948, var útlitið ekki gott fyrir gyðingaherinn sem myndaður hafði verið á örskammri stundu.

Á gula svæðinu á kortinu voru gyðingar í meirihluta í upphafi stríðsins en Palestínumenn meirihlutinn á bleiku svæðunum.

Lítil hersveit frá Líbanon

náði á sitt vald tveimur þorpum við landamærin en lét að öðru leyti ekki mikið á sér kræla.

Herstyrkur: 2.000 manns

Her Sýrlendinga

gerðir tilraunir til ráða niðurlögum nokkurra landtökubyggða gyðinga í norðri en voru stöðvaðir nánast viðstöðulaust.

Herstyrkur: 4.000 manns

Innrásarherir Íraka

sóttu í átt að Miðjarðarhafi í tilraun til að kljúfa hið nýja gyðingaríki.

Herstyrkur: 7.000 manns

Hersveit Jórdana

var í raun öflugasti herafli innrásarherjanna. Hún laut stjórn breskra nýlenduliðsforingja og gerði tilraun til um að umkringja Jerúsalem.

Herstyrkur: 5.000 manns

Herir Egyptalands

sóttu fram í tveimur fylkingum. Önnur kom meðfram Miðjarðarhafinu en hin setti stefnuna á Jerúsalem.

Herstyrkur: 11.000 manns

Ísraelar

höfðu yfir að ráða þónokkru magni handvopna en litlu af þungavopnum. Ákaft kapphlaup hófst við tímann, sem snerist um að útvega nægilegt magn vopna tímanlega.

Ísraelsmenn smíðuðu brynvörð farartæki til að vernda hermenn sína. Einstaka sinnum voru þeir líka notaðir til að keyra mat út til einangraðra landnemabyggða.

Herstyrkur: 25.000 manns

 

Lífshættuleg þjálfun beið í austri

Í Róm fengu Aaron Finkel og hinir flugmennirnir loks að vita hvert ferðinni væri heitið. Næsti ákvörðunarstaðurinn var flugstöð í Austur-Evrópu, þar sem flugkennurum úr hópi heimamanna var ætlað að kenna þeim að fljúga Messerschmitt-vélum.

 

Hluti væntanlegu orrustuflugmannanna voru gyðingar frá Palestínu en fæstir höfðu þeir sest inn í orrustuflugvél áður. Reynslu af stríðsrekstri höfðu einungis erlendu sjálfboðaliðarnir.

 

Hermenn þessa kölluðu gyðingar „machals“ en merking orðsins er „sjálfboðaliði frá útlöndum“ og í hópi þeirra voru m.a. menn sem höfðu flogið gegn Japönum, Þjóðverjum eða Ítölum í síðari heimsstyrjöld. Þar reyndust vera Bretar, Bandaríkjamenn, Kanadabúar, Suður-Afríkanar og einn Hollendingur.

 

Flugmönnunum var öllum ákaflega brugðið þegar þeir komust í tæri við fyrstu flugvélina sína. Orrustuflugvélarnar kölluðust Avia S-199, en þær voru eftirlíking af Messerschmitt Bf 109 flugvél Þjóðverjanna, og höfðu verið útbúnar þungum mótor úr sprengjuflugvél í trjónunni.

 

Í staðinn fyrir grannar skrúfurnar í hraðskreiðu orrustuflugvélunum var vélin útbúin stórum skóflublöðum sem minntu meira á skipsskrúfur.

 

Tékkneskir flugmenn uppnefndu flugvélina „Mezek“, sem útleggst sem „múldýrið“. Bandaríkjamaðurinn Lou Lenart skreið fyrstur allra fram í flugstjórnarklefann.

 

Hann skildi einungis um það bil helminginn af því sem tékkneski leiðbeinandinn sagði áður en honum skyndilega var sagt að hefja sig til flugs.

 

Litla hjólið undir aftari vængnum á Avia S-199 olli því að nefið sneri nánast beint upp í loft á meðan vélin var kyrr á flugbrautinni.

 

Fyrir vikið byrgði mótorinn alveg útsýnið fram á við og flugmaðurinn þurfti að stýra í blindni þar til vélin var komin á ferð. Þegar 150 km á klst. var náð lyftist afturhlutinn og Lenart hafði loks útsýni framyfir vélarblokkina og sú sýn gerði honum bylt við.

 

Allt of stór skrúfublöðin höfðu beint orrustuflugvélinni til hægri og nú stefndi hún á mjótt bil milli tveggja steinsteyptra flugskýla sem sterkleg járnkeðja var fest á milli.

 

Lenart dró flugvélarstýrið af mikilli festu til baka og tókst til allrar hamingju að lyfta Avia-vélinni yfir keðjuna, þótt naumlega væri.

 

Seinna sama dag var röðin komin að Gideon Lichtman.

 

Hann átti rætur að rekja til gyðingafjölskyldu í New Jersey og hafði tekið þátt í flughernaði gegn Japönum í seinni heimsstyrjöldinni. Þjálfunin í Tékkóslóvakíu líktist engu sem hann hafði áður tekið þátt í.

 

„Engin prófun var gerð í flugstjórnarklefanum. Leiðbeinandinn hallaði sér inn í stjórnklefann og benti á gangsetningarhandfangið. Meira var það nú ekki. Ég ræsti vélina og síðan var ég á eigin vegum“, sagði Lichtman seinna um þessa stuttu leiðsögn sem hann hafði hlotið.

 

Honum tókst að koma flugvélinni á loft svo til vandkvæðalaust, tók nokkrar skarpar beygjur, snerist í hringi og steypti vélinni mót jörðu áður en honum svo tókst að lenda henni.

 

Þegar Lichtman var lentur aftur komst hann að raun um að hann teldist nú, eftir 35 mínútna flugtíma, vera tilbúinn til að taka þátt í bardaga. Hann hafði enn ekki reynt að skjóta úr vopni flugvélarinnar. Ísrael hafði einfaldlega ekki tíma til að bíða lengur eftir flugmönnum og orrustuflugvélum.

 

Fjórum dögum síðar voru fyrstu fimm Avia S-199 vélarnar teknar í sundur og þeim komið fyrir í flutningaflugvél í Tékkóslóvakíu.

 

Hluti af „Balak aðgerðinni“ var að Ísraelar settu á stofn heila „leyniherstöð“ þaðan sem séð var fyrir vopnum, skotfærum og öðrum stríðsgögnum um loftbrú á hverri nóttu.

 

Ein flugvélanna komst þó aldrei á leiðarenda. Hún eyðilagðist í flutningaflugvél einni sem rakst á fjallshlíð.

 

Þá voru aðeins fjórar orrustuflugvélar eftir og tékknesku flugvirkjarnir sem fylgdu vélunum áttu fyrst eftir að setja þær saman, áður en hægt yrði að fljúga þeim.

 

Lestu einnig:

Eldskírnin tókst bærilega

Varnarmálaráð Ísraelsmanna hafði bundið vonir við að fyrsti leiðangur flughersins myndi koma Egyptum algerlega í opna skjöldu og lama starfsemina á herflugstöð þeirra en framvinda stríðsins gerði að engu öll áform þeirra.

 

29. maí voru egypskar sveitir aðeins 25 km fyrir sunnan Tel Aviv og Avia S-199 vélarnar fjórar fengu fyrirskipun um að kasta sér út í bardagana.

 

Bandaríkjamaðurinn Lou Lenart hafði mesta reynslu af stríðsrekstri og var hann valinn fyrirliði, á meðan Modi Alon, gyðingaflugmaður, sem verið hafði í breska flughernaum, fékk það verkefni að verja hann.

 

Hinir tveir flugmennirnir fengu sambærileg verkefni.

 

Allar fjórar vélar stigu upp í 2.000 metra hæð, en talstöðvarnar virkuðu ekki og vélarnar urðu fyrir vikið að fljúga svo nálægt hver annarri að flugmennirnir sæju handabendingar hver annars í flugstjórnarklefanum.

 

Brátt komu fjórmenningarnir auga á langar raðir ökutækja. Lenart ýtti stjórnpinnanum til hliðar til að hvolfa flugvélinni og beina henni niður á við á meðan hann tók öryggið af vopnunum.

 

Jörðin nálgaðist óðfluga þegar hann varpaði 70 kg sprengjunum. Á leið upp aftur svipaðist hann um eftir nýju skotmarki og kom þá auga á röð flutningabifreiða.

 

Hann nálgaðist bílalestina og þrýsti gikknum í botn. Það ýlfraði í vélbyssunum undir vængjum vélarinnar. Þetta stóð aðeins yfir í andartak en svo hæfðu skotin skotmark sitt.

 

Þegar vélbyssa Lenarts varð skotfæralaus skömmu síðar sneri hann við og flaug aftur til Tel Aviv.

 

Einn félaganna var þegar lentur og saman horfðu þeir á Alon brotlenda á flugbrautinni þegar annað hjólið undir flugvél hans sprakk í tætlur.

 

Flugmaðurinn lifði af en hins vegar þurfti að gera við flugvélina.

 

Fjórða og síðasta flugvélin var skotin niður og því hafði þessi fyrsti leiðangur flugmannanna valdið tjóni á fjórðungi af orrustuvélaflota Ísraelsmanna en aðeins orsakað mjög takmarkað tjón hjá óvinahernum.

 

Þetta framlag flugmannanna fjögurra gerði það engu að síður að verkum að Egyptar  stöðvuðu sóknina af ótta við fleiri flugárásir og ákváðu að bíða nýrra birgða og meiri stuðnings úr lofti.

 

Líkurnar voru betri með hinu reyndu ísraelsku flugmönnum

Avia S-199

Ísraelar leituðu logandi ljósi að orrustuflugvél sem unnt væri að festa kaup á í leyni, fram hjá vopnasölubanni SÞ. Tékkóslóvakía var eina landið sem féllst á að selja vopn til þessarar ungu þjóðar og Ísraelar urðu að láta sér lynda flugvél sem tékknesku flugmennirnir nefndu „múldýrið“ í hæðni.

 

  • Hámarkshraði 598 km/klst.

 

  • Hæðaraukning   14 m/s

 

  • Flugdrægni  869 km

 

  • Vopn  Tvær 13-mm-vélbyssur og tvær 20-mm-vélfallbyssur.

AT-6 Texan

Sýrlendingar keyptu AT-6 Texan flugvélar af Frökkum. Í raun var um að ræða æfingaflugvélar, sem auðvelt reyndist að breyta í léttar sprengjuflugvélar, en þær hentuðu vel til stuðnings hersveitum á landi. Sýrlendingar beittu vélunum gegn ísraelskum flugvöllum og skipum.

 

  • Hámarkshraði 335 km/klst.

 

  • Hæðaraukning  6 m/s

 

  • Flugdrægni  1.175 k m

 

  • Vopn Þrjár 7,62-mm-vélbyssur. Hægt var að útbúa þær á þann veg að þær gætu varpað sprengjum á skotmörk á jörðu niðri.

Supermarine Spitfire IX

Egyptar hófu þátttöku í stríðinu með nokkur eintök af bresku orrustuvélunum Supermarine Spitfire. Sú þótti vera ofjarl Avia S-199-vél Ísraelanna á pappírnum en slæleg þjálfun egypsku flugmannanna gerði það að verkum að þeir komust oft í bobba gagnvart S-199-vélum Ísraelanna.

 

  • Hámarkshraði  650 km/klst.

 

  • Hæðaraukning  24,1 m/s

 

  • Flugdrægni  400 km

 

  • Vopn Tvær 20-mm-vélfallbyssur, tvær Browning M2, þungar vélbyssur.

Hawker Sea Fury

Írakar höfðu nýverið fengið afhent 30 eintök af stolti Bretanna, en um var að ræða hina glænýju flugvél Hawker Sea Fury. Við stýrið á þessum leiftursnöggu og kraftmiklu flugvélum sátu hins vegar algerlega óreyndir flugmenn og fyrir vikið áttu þær ekki eftir að hafa nein afgerandi áhrif í stríðinu gegn hinu nýstofnaða Ísraelsríki.

 

  • Hámarkshraði  740 km/klst.

 

  • Hæðaraukning 21,9 m/s

 

  • Flugdrægni  1.126 km

 

  • Vopn  Fjórar 20-mm-vélfallbyssur og 16 eldflaugar.

Varnirnar fólust í einni orrustuflugvél

Ísrael stóð hins vegar ógn frá fleiri hliðum en Egyptum einum.

 

Einungis 12 klukkustundum eftir fyrsta leiðangurinn urðu tvær einu bardagahæfu vélarnar samt að hefja sig til flugs aftur, því íraski herinn nálgaðist óðfluga úr austri og hætt við að hann gæti klofið Ísrael í tvennt.

 

Fimm mínútum eftir að loftárásin hófst varð önnur ísraelska vélin fyrir skoti í mótorinn og flugmaðurinn stökk út í fallhlíf. Þegar hann lenti munaði minnstu að ísraelskir bændur berðu hann til óbóta, því hann var Bandaríkjamaður og gat ekki gert grein fyrir að hann hefði í raun verið að verja Ísraelana.

 

Eftir tvo leiðangra að auki átti Ísraelsher aðeins eftir eina bardagahæfa orrustuflugvél, en Modi Alon og Lou Lenart skiptust á að annast gæslu yfir Tel Aviv í henni.

 

Hinn 3. júní kom Alon auga á fjórar óvinveittar flugvélar yfir Miðjarðarhafi, með stefnuna á Tel Aviv: Fremst var að finna tvær egypskar Spitfire-orrustuvélar og í kjölfarið fylgdu tvær C-47 Dakota flugvélar, sem breytt hafði verið úr flutningavélum í sprengjuflugvélar.

 

Alon hafði kvöldsólina í bakið þar sem hann beindi Avia S-199 vél sinni niður á við og sendi frá sér kúlnahríð úr vélfallbyssunum, svo og vélbyssunum, í átt að annarri C-47-vélinni, áður en hann þeyttist framhjá. Alon sneri við aftur og varð furðu lostinn þegar hann sá að allar óvinavélarnar fjórar flugu áfram eins og ekkert hefði í skorist.

 

Næsta kúlnaregn olli því að C-47 vélin byrjaði að rása. Hún hallaðist út á hlið og missti hæð. Andartaki síðar sprakk allur skrokkurinn í tætlur.

 

Þegar egypska Spitfire-vélin var skotin niður í grennd við Tel Aviv varð nauðsynlegt að nauðlenda henni á ströndinni. Ísraelunum tókst að bjarga flugvélinni í flýti og gera við hana. Þannig eignuðust þeir sína fyrstu starfhæfu orrustuflugvél.

Báðir aðilar háðu vopnaða bardaga gegn Bretum í því skyni að fá þá til að hverfa á braut. Árið 1948 höfðu Bretarnir fengið sig fullsadda og slepptu yfirráðunum yfir Palestínu frá og með miðnætti þess 14. maí.

 

Síðdegis, sama dag, las leiðtogi gyðinga, Davíð Ben-Gurion, upp sjálfstæðisyfirlýsingu landa sinna:

 

„Við lýsum hér með yfir stofnun gyðingaríkisins „Hins helga lands“, sem kallast mun Ísraelsríki“

 

Arabar í Palestínu neituðu að viðurkenna hið nýja ríki og nutu stuðnings múslíma í nágrannalöndunum, sem sendu hersveitir að landamærunum.

 

Egyptar, Jórdanar, Írakar, Sýrlendingar og Líbanar sóttu fram og stríð Araba við Ísraelsmenn var orðið að veruleika.

 

Svarti markaðurinn sá Ísrael fyrir vopnum

Ísraelar höfðu gríðarlega þörf fyrir vopn ef ríki þeirra átti að geta orðið að veruleika. Þeim reyndist hins vegar þrautin þyngri að útvega þau, því SÞ bönnuðu sölu hvers konar vopna til svæðisins í von um að stríðið rynni fljótt út í sandinn.

 

Ef marka má skýrslu bandarísku leyniþjónustunnar höfðu Arabarnir yfir að ráða þungavopnum en sömu sögu var ekki að segja af skotfærum. Aðstæður gyðinganna voru fremur bágbornar.

 

Ísraelana skorti stríðsflugvélar og greinilegt var að sá skortur gæti riðið þeim að fullu, því þegar stríðið braust út höfðu þeir einungis yfir að ráða örfáum óvopnuðum tómstundaflugvélum.

 

Þegar hurðir voru teknar úr slíkum flugvélum og vélbyssuskyttu komið þar fyrir í staðinn mátti nota slíkar flugvélar til að skjóta á landgönguliða á jörðu niðri, en hins vegar voru þær vita gagnslausar gegn t.d. Spitfire-orrustuþotum Egyptanna.

 

Ísraelar skipulögðu fyrir vikið með leifturhraða stórfellda leyniaðgerð sem gekk undir leyniheitinu „Balak“. Leyniþjónustumönnunum var ætlað að útvega vopn með öllum tiltækum ráðum, hvar sem þeir gátu komist yfir þau.

 

Kommúnistaríkið Tékkóslóvakía reyndist Ísraelum betur en mörg önnur lönd, því landið hafði ríka þörf fyrir vopnakaupendur til að unnt yrði að halda vopnaframleiðslu landsins gangandi, en tugþúsundir verkamanna störfuðu í vopnaverksmiðjum landsins.

 

Tékkarnir fóru hins vegar fram á ríkulegar greiðslur: Hver orrustuflugvél kostaði 45.000 Bandaríkjadali og við þetta bættust talstöðvar, vopn og skotfæri.

 

Til samanburðar má geta þess að Bandaríkjamenn seldu sínar ágætu P-51 orrustuflugvélar frá síðari heimsstyrjöld á 4.000 Bandaríkjadali.

 

Hins vegar mátti ekki selja bandarískar flugvélar til stríðandi ríkja í Mið-Austurlöndum og fyrir vikið sáu Ísraelar sig knúna til að kaupa stríðsbúnað á okurverði frá Tékkóslóvakíu.

 

Þá þurfti flugher Ísraelsmanna enn fremur að bíta í það súra epli að fyrstu orrustuflugvélar þeirra voru framleiddar í Þýskalandi nasismans.

 

Tékkarnir seldu gyðingum tíu orrustuþotur af gerðinni Avia S-199 – en um var að ræða flugvél sem var algerlega sambærileg þýsku flugvélinni Messerschmitt Bf 109, að því undanskildu að tékknesku vélarnar voru útbúnar lélegri mótor.

 

En neyðin þvingaði Ísraelsmenn til að ganga að öllum skilmálunum og flugmennirnir fengu meira að segja heimild til að þjálfa í Tékkóslóvakíu áður en bardagarnir gegn Palestínu hófust.

 

Samkvæmt tillögu Sameinuðu þjóðanna frá 1947 ættu Palestínumenn að hafa yfirráð yfir rauðu svæðunum þegar skipta átti bresku Palestínu. Jerúsalem átti hvorki að vera palestínsk né ísraelsk, heldur stjórnað af alþjóðasamfélaginu.

Ísrael eignaðist eftir sigurinn yfir arabísku herjunum langtum stærra og samfelldara landsvæði en tilgreint hafði verið í SÞ-samkomulaginu frá árinu 1947.

Jórdanía hernam hinn svonefnda Vesturbakka í stríðinu og lagði svæðið undir sig. Vesturbakkinn og austurhlutinn af Jerúsalem lutu áfram yfirráðum Jórdana þar til Ísraelar hertóku svæðin í sexdagastríðinu sem geisaði árið 1967.

Palestína náði nú aðeins til Gazastrandarinnar, sem meira að segja einungis Arabaríkin viðurkenndu sem sjálfstætt ríki. Á árunum milli 1959 og 1967 laut Gaza egypskum yfirráðum en síðar lögðu Ísraelar landsvæðið undir sig, allt fram að undirritun Óslóarsamkomulagsins á árunum 1993 og 1995, en í kjölfarið skiluðu þeir Palestínumönnum 365 km² landsvæði.

 

Reynsla umfram gæði

Baráttan um yfirráðin yfir lofthelgi Palestínu var nú í fullum gangi. Fjölþjóðleg flugmannasveit Ísraelanna fór smám saman að fá yfirhöndina, þrátt fyrir ýmsa veikleika Avia S-199-vélanna. Arabísku andstæðingana skorti þá reynslu sem flugmennirnir í nýstofnuðum flugher Ísraela höfðu öðlast í seinni heimsstyrjöld.

 

Sameinuðu þjóðirnar neyddu andstæðingana til að semja um vopnahlé og sumarið 1948 tókst að afstýra fyrsta áhlaupinu gegn Ísrael. Nýjar flugvélategundir höfðu bæst í vopnabúr Ísraelanna meðan á vopnahléinu stóð.

 

Meðal annars hafði tekist að smygla þremur stórum B-17 sprengjuflugvélum frá Bandaríkjunum, en þar hafði milliliður keypt vélarnar undir því yfirskyni að þær skyldi nota í borgaralegum tilgangi.

 

Í september sama ár setti Tékkóslóvakía 50 Spitfire-orrustuflugvélar í sölu. Þeir hugðust taka í notkun sovéskar orrustuvélar í þeirra stað, svo Ísraelar keyptu vélarnar á 23.000 Bandaríkjadali hverja vél. Þessi nýju vopn skiptu sköpum fyrir Ísrael.

 

Í febrúar árið 1949 fóru Egyptar fram á vopnahlé og brátt fylgdu Jórdanar og Líbanar í kjölfarið. Sýrlendingar héldu áfram að berjast fram í júlí.

 

Gyðingaríkið hafði staðist árásir Arabalandanna, landamærin höfðu verið tryggð og Ísrael stóð uppi sem öflugasta hernaðarveldi Mið-Austurlanda.

 

Þegar friður loks komst á kusu nokkrir erlendu sjálfboðaliðanna að verða eftir. Bandaríkjamennirnir Lou Lenart, Gideon Lichtman og Aaron „rauði“ Finkel héldu þó heim á leið, þar sem þeirra beið venjulegt borgaralegt líf.

 

Alls fórust 33 flugmenn ísraelska flughersins í stríðinu. Alls 19 þeirra voru sjálfboðaliðar erlendis frá, en Modi Alon var í hópi þeirra Ísraela sem fórust.

 

Flóttamannabúðir spruttu upp hér og þar í arabískum nágrannaríkjum Ísraels meðan á stríðinu stóð, svo og í kjölfar þess. Ríflega 700.000 Palestínumenn flýðu frá stríðshrjáðu svæðunum. Í dag hefur þeim fjölgað í 5,1 milljón manns og þar af er talið að 1,6 milljón búi enn í flóttamannabúðum.

Lestu meira um stríð Araba og Ísraela

 

B. Morris: 1948: A History of the First Arab-Israeli War, Yale University Press, 2009

 

Cull, Aloni & Nicolle: Spitfires Over Israel, Grub Street Pub., 1993

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Esben Mønster-Kjær

© Historic Collection/Imageselect, © World History Archive/Imageselect, Fred Chesnik, © Shutterstock, © Universal History Archive/UIG/Bridgeman Images, © CPA Media Pte Ltd/Imageselect,

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Vinsælast

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

3

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

4

Jörðin

Jörðin eftir manninn

5

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

6

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

3

Jörðin

Jörðin eftir manninn

4

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

5

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

6

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Læknisfræði

Hvers vegna fáum við ofnæmi?

Maðurinn

Lamaður maður gengur fyrir eigin hugarafli

Lifandi Saga

Dans indíána orsakaði blóðbaðið við Wounded Knee

Heilsa

Rannsókn: Tæp skeiðfylli af þessari fitutegund daglega dregur úr hættu á heilabilun

Maðurinn

Er hollt að gefa blóð?

Tækni

Vandamál sem gat orðið aðkallandi

Maðurinn

Efnaskiptin eru stöðug frá 20 til 60 ára aldurs

Maðurinn

Er siðblindingi á vinnustaðnum þínum?

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Er sólarvörn yfirhöfuð nauðsynleg ef dvalið er í skugga mestallan daginn?

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.