Kjarkmikill flugmaður kom Frökkum á óvart

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Brasilíumaðurinn Alberto Santos-Dumont (1873-1932) var í hópi helstu frumkvöðla flugsins. Strax á barnsaldri hreifst hann af hvers kyns tækni og dáði bók Jules Verne, Umhverfis jörðina á 80 dögum. Flugdraumurinn heltók Alberto litla þegar hann horfði upp í himininn heima í Brasilíu.


„Ég lá í forsælunni á veröndinni og horfði upp í brasilíska himininn þar sem fuglarnir fljúga svo hátt og svífa af svo miklum þokka á breiðum vængjum, og þar sem skýin stíga léttilega upp á hreinni dagsbirtunni, þannig að það er ekki hægt annað en að fyllast þrá eftir slíku rými og frelsi,“ skrifaði hann síðar á sjálfsævisögu sinni.

 

Á árunum 1892-1910 bjó Alberto Santos-Dumont í París og þar byggði hann og flaug margvíslegum stýranlegum loftbelgjum og loftskipum. Hann varð fyrstur til að sýna fram á að unnt væri að hafa góða stjórn á slíkum farartækjum og 1901 vann hann til verðlauna fyrir að fljúga umhverfis Eiffelturninn í loftbelg. Það afrek ávann honum heimsfrægð. En loftbelgir og loftskip dugðu ekki þessum uppfinningasama Brasilíumanni og 1906 smíðaði hann flugvél sem hann flaug 61 metra þann 23. október.

 

Það var í fyrsta sinn í Evrópu sem tæki, þyngra en loft, hóf sig til flugs og þetta varð fyrsta opinberlega viðurkennda vélflugið í Evrópu. Fyrir framan stóran hóp undrandi áhorfenda, sýndi Santos-Dumont að flugvél gæti tekið sig á loft, flogið og lent fyrir eigin vélarafli. Skömmu síðar, þann 12. nóvember 1906, hélt hann sömu flugvél á lofti í 21,5 sekúndur, lagði að baki 220 metra og setti þar með heimsmet.

 

íðasta smíði þessa frumkvöðuls var Demoiselle-einþekjan, léttvigtarflugvél með aðeins eitt vængjasett, öfugt við tvíþekjurnar sem áður höfðu verið í fararbroddi.

 

En 1910 fékk þessi mikli hugmyndasmiður heilasigg og sneri heim til Brasilíu fáum árum síðar. Þar lést hann 1932, alvarlega sjúkur og að öllum líkindum fyrir eigin hendi.

 
 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is