Lifandi Saga

Svört sól boðaði dauða og ógæfu

Sólmyrkvar voru í ríflega þrjú þúsund ár taldir boða ógæfu og sú skoðun var svo sannarlega ekki úr lausu lofti gripin. Hjátrú þessi kostaði marga lífið en þeir slungnu sneru ógæfunni sér í vil.

BIRT: 14/11/2022

 

Sólmyrkvar gerðu menn höfðinu styttri

Sólmyrkvar voru skelfilegir atburðir í Kína til forna.

 

Röksemdafærslan var sú að þegar sólin hyrfi og sveipaði landið myrkri hefði dreki étið ríkið. Engin önnur aðferð var viðurkennd en sú að skjóta örvum upp í loftið og spila hátt á trommur í því skyni að hrekja burt drekann og kalla sólina fram á ný.

 

Elsta orð sem þekkist yfir sólmyrkva í gjörvöllum heiminum er kínverska orðið „shih“ sem merkir „að éta“.

 

Sólmyrkvar sem keisaralegu stjörnufræðingunum Hsi og Ho hafði yfirsést í Kína til forna, höfðu afdrifaríkar afleiðingar.

 

Þrátt fyrir hjátrú almennings voru kínverskir stjörnufræðingar einkar vel upplýstir á sviði vísindanna. Þeir gátu t.d. reiknað út hreyfingar himintunglanna fyrir rösklega 2.000 árum og vissu hvenær þau myndu skyggja hvert á annað.

 

Þetta átti þó ekki við um keisaralegu hirðstjörnufræðingana tvo, Hsi og Ho. Haustið 2134 f.Kr. yfirsást þeim sólmyrkvi og þegar myrkrið skyndilega lagðist yfir þjóðina varð uppi fótur og fit.

 

Kínverski keisarinn Zhong Kang varð öskuillur og fyrirskipaði að stjörnufræðingarnir tveir skyldu hálshöggnir.

 

Villt dýr átu sólina

Björn bítur sneið af sólarröndinni

Pómó-indíánar í norðvesturhluta Bandaríkjanna töldu að sólin yrði svört af völdum bjarnarbits. Orðið sem þeir notuðu yfir sólmyrkva merkti „Sólin var bitin af birni“.

Froskdýr gleypti sólina

Þjóðflokkar í Víetnam til forna töldu að stór froskur gleypti sólina og tunglið. Froskur þessi var hlekkjaður við jörðu með gylltri keðju en öðru hverju tókst honum að sleppa og fremja þetta ódæði.

Sólin hverfur með öllu þegar ragnarök verða

Samkvæmt norrænni goðatrú eltir úlfurinn Skolli sólina yfir himinhvolfið. Ragnarök verða svo þegar Skolli gleypir sólina og það slokknar á henni.

 

Myrkur boðaði matareitrun konungsins

Þegar myrkur lagðist yfir stóran hluta Englands 2. ágúst árið 1133 var það túlkað sem fyrirboði ills. Sólmyrkvann bar nefnilega upp á sama tíma og Hinrik 1. og her hans héldu til Frakklands sem þá heyrði undir ensku krúnuna.

 

„Höfuðskepnurnar lögðust í sorg vegna brotthvarfs þessa merka manns frá Englandi“, skrifaði sagnaritari einn sem lagði áherslu á að afar sjaldséð veðurfyrirbæri hefði „vakið angist í hjörtum manna“.

 

Segja má að þeir áhyggjufullu hafi haft rétt fyrir sér því konungurinn átti aldrei afturkvæmt til Englands. 

 

Andlát Hinriks 1. var álitið eiga rætur að rekja til sólmyrkva sem reyndar átti sér stað tveimur árum fyrr.

 

Tæpum tveimur árum eftir brottförina lést hann í Normandíu, sennilega af völdum matareitrunar. Konungurinn lét enga karlkyns erfingja eftir sig, með þeim afleiðingum að ósætti og bardagar fylgdu í kjölfarið á andláti hans.

 

Þó svo að Hinrik fyrsti andaðist löngu eftir sólmyrkvann styrkti andlát hans engu að síður fólk í trúnni um að slík fyrirbæri væru boðberar válegra tíðinda.

 

Spádómur bjargaði lífi vísindamanns í Alaska

Sumarið 1869 hélt ameríski landa- og stjörnufræðingurinn George Davidson af stað til Chilkat-dalsins í Alaska, ásamt hópi vísindamanna. Ætlunin var að fylgjast með væntanlegum sólmyrkva.

 

Í dal þessum bjó hins vegar indíánaættflokkur og íbúar þessir reiddust yfir heimsókn vísindamannanna og stóð jafnframt stuggur af honum.

 

Stjörnufræðingurinn George Davidson ferðaðist til Chilkat-dalsins sem nefndur er eftir indíánaættbálki á svæðinu.

George Davidson útskýrði fyrir þeim að sólin ætti eftir að hverfa næsta dag og íbúarnir ákváðu þá að þyrma lífi vísindamannanna.

 

Þegar svo sólin í reynd hvarf næsta dag flýðu indíánarnir allir af hólmi

 

Sólin olli þrælauppreisn

Þræll að nafni Nat Turner hafði lengi velt því fyrir sér að leiða uppreisn þrælanna gegn hvítum plantekrueigendum á svæðinu.

 

Þegar svo sólmyrkvi brast á þann 12. febrúar árið 1831 leit Turner á atburðinn sem teikn almættisins og gerði allt sem hann gat til að útvega vopn. 

 

Í ágúst sama ár fór hann fyrir blóðugri árás 70 annarra þræla sem lyktaði með því að um 60 hvítir menn létu lífið.

 

Nat Turner var hengdur í nóvember árið 1831.

 

Herafla á staðnum tókst að ráða niðurlögum uppreisnarinnar og hefndi sín raunar grimmilega, því alls 200 þrælar voru teknir af lífi í kjölfarið, þó svo að einungis minnihluti þeirra hefði tekið þátt í uppreisninni.

 

Sólmyrkvi sama ár og krossfesting Jesú 

Með því að bera stjörnufræðiútreikning saman við ritaðar heimildir af krossfestingu frelsarans hefur vísindamönnum tekist að tímasetja hvenær Jesús andaðist á krossinum.

 

Vísindamenn greinir á um hvenær Jesús hafi fæðst en flestir eru þeir sammála um að hann hafi verið krossfestur árið 33 e.Kr.

 

Þessi tiltölulega nákvæma tímasetning á rætur að rekja til þess að í skriflegum heimildum er að finna fleiri en einn stjarnfræðilegan vitnisburð sem hægt hefur verið að tímasetja:

 

„(…) Á hádegi varð myrkur um allt land til nóns“, stendur t.d. í Biblíunni.

 

Samkvæmt Biblíunni varð dimmt þegar Jesús dró andann í hinsta sinn – um miðjan dag.

Þó svo að vísindamenn séu sammála um að margra klukkustunda langur sólmyrkvi eigi sennilega ekki við rök að styðjast, þá er ljóst að nokkrir sólmyrkvar áttu sér stað í Mið-Austurlöndum á þessum tíma.

Stjörnufræðingar geta beitt útreikningum til að reikna út hvaða daga sólmyrkvar áttu sér stað og með því að bera dagsetningarnar saman við lýsingar á krossfestingunni í sjálfri Biblíunni hefur sagnfræðingum svo tekist að setja fram rökstudda tilgátu um hvaða dag Jesús hafi verið tekinn af lífi eftir að hafa verið dæmdur til dauða.

Eigi krossfesting Jesú að hafa átt sér stað á föstudegi í páskaviku Gyðinga, líkt og fram kemur í Markúsarguðspjalli, þá hefur krossfestingin átt sér stað hinn 3. apríl árið 33.

LESTU EINNIG

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Hve marga Rómana drápu nasistar? 

Maðurinn

Hvaða tilgangi gegna líkamshár mannsins?

Náttúran

Hvernig myndast El Ninjo?

Lifandi Saga

Blóðsúthellingar og kynlíf: Íslendingar skrifuðu ævintýrasagnfræði

Heilsa

Óþekktar lendur heilans kortlagðar

Alheimurinn

Missýningar og veðurfyrirbæri skapa fljúgandi diska.

Heilsa

Epla- eða perulögun? Líkami þinn kemur upp um hættuna á ótímabæru andláti

Alheimurinn

Ráðgáta sólkerfisins verður leyst á tunglunum 

Lifandi Saga

Allir hræddust miskunnarlausa böðla

Náttúran

Af hverju verður fólki ekki kalt í framan?

Jörðin

Af hverju spúa eldstöðvar ösku?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.