Fjallið sigrar

Leiðin á hæstu tinda heims er einhver hin lengsta og mannskæðasta sem menn hafa tekist á við. Hún hefst með mælingum Breta á fjallinu á miðri 19. öld en það er ekki fyrr en upp úr 1920 sem þeir eru reiðubúnir að sigrast á Mount Everest. Hvað eftir annað krefst fjallið nýrra fórnarlamba en árið 1924 er útlit fyrir að loks takist að sigrast á því.

Tröllið tamið

Þegar Bretar komu til Nepal árið 1953 er leiðangurinn skipulagður rétt eins og hernaðaraðgerð. Liðnir eru þrír áratugir frá því að Mallory og Irvine hurfu á Everest og nú skal loks sigrast á fjallinu. Fyrsta lokaatlagan er við það að fara úrskeiðis, en þegar nýsjálenskur býflugnabóndi og tíbetskur sjerpi fá tækifærið mætir Everest sínum harðskeyttustu andstæðingum.

Aleinn á toppnum

Að klífa Everest án súrefnis stappar nærri sturlun. Að klífa Everest án súrefnis og aleinn er hrein sjálfsmorðstilraun. Það eru viðbrögð flestra þegar Ítalinn Reinhold Messner leggur af stað árið 1980 í einhverja ægilegustu raun í sögu fjallamennsku og úrtölumenn hafa næstum á réttu að standa.

Ár dauðans

Nú á dögum spreyta hundruðir manna sig við tind Everests. Með auknum fjölda hefur slysunum einnig fjölgað. Árið 1996 má þó öðrum fremur nefna ár dauðans á Everest. Flestir fórust þann 10. maí þegar fjórir leiðangrar lenda fyrirvaralaust í ofsaveðri.