Brennandi áhugi glæpasagnahöfundar kom upp um sakamanninn

Alls 194 innbrot, 50 nauðganir og 13 morð. Þrátt fyrir þennan miður glæsta feril, tókst raðmorðingjanum DeAngelo að leika lausum hala í ein 40 ár áður en glæpasagnahöfundurinn Michelle McNamara leiddi til þess að hann náðist.

Raðmorðingi sigraði í sjónvarpsþætti

Rodney Alcala heillaði áhorfendur upp úr skónum þegar hann kom fram í stefnumótaþætti í sjónvarpi undir lok 8. áratugarins. Að baki brosi piparsveinsins og hressilegum athugasemdum hans leyndist skelfilegt leyndarmál: Maðurinn var raðmorðingi og hafði minnst fjögur morð á samviskunni þegar hann bar sigur úr býtum í sjónvarpsleiknum.

Raðmorðingjar: Á barnsaldri pyntuðu glæpamennirnir dýr

Á áttunda og níunda áratug síðustu aldar geisuðu raðmorð líkt og faraldrar í Bandaríkjunum. Þetta varð til þess að sérfræðingar innan lögreglunnar fóru að rannsaka hvað væri sameiginlegt með þessum mönnum sem lent höfðu á villigötum.

Edmund Kemper: Hrottafenginn raðmorðingi var vinur lögreglunnar

VARÚÐ – ÓHUGNANLEG LESNING.

Nautsterkur, bráðgáfaður og snargeðveikur – „Stóri Ed“ er einn af hræðilegustu raðmorðingjum gjörvallrar sögunnar. Hann sat úti á krá þar sem hann skiptist á kjaftasögum við lögreglumenn svæðisins, samtímis því sem hann lét sig dreyma um að myrða ungar konur og brytja þær niður.