Maðurinn

Þannig búa sólageislar þig undir skammdegið

Nú þarf að fylla tankinn af andlegu bensíni fyrir komandi myrkur. Með sólargeislum getur þú varið þig gegn hinu þrúgandi þunglyndi vetrarins.

BIRT: 11/09/2024

Venjulega er varað við of mikilli sól á líkamann en í sólarljósinu eru efnaferli sem geta virkað sem kraftaverkalyf fyrir geðheilsuna – allan veturinn.

 

Vísindin hafa komist að þeirri niðurstöðu að skap þitt á veturna tengist því magni sólar sem þú hefur notið um sumarið.

 

Tengingin er frekar flókin og að hluta til órannsökuð, en tvær meginástæðurnar eru hormón og vítamín sem bæði saman og í sitthvoru lagi hjálpa til við að bæta skapið á veturna.

 

Ljósið frá hinum brennandi gashnetti sem plánetan okkar er á sporbraut um hefur bein áhrif á svefn, minni, árvekni og lund með því að losa um hormónið serótónín í heilanum.

 

Á sama tíma fær húðin D-vítamín úr sólargeislunum og þessi samsetning getur verið lykillinn að því að halda skammdegisþunglyndi í skefjum.

 

Líkaminn sjálfur framleiðir kraftaverkavítamínið

D -vítamín er eins konar náttúrulegur steri sem m.a. virkjar ónæmiskerfið og styrkir minni .

 

Aftur á móti hafa rannsóknir leitt í ljós að skortur á D-vítamíni getur leitt til þunglyndis.

 

Húðin myndar sjálf D-vítamín í sólskini. Ljósið samanstendur af geislum sem kallast UV-B, sem komast inn í húðina, brjóta niður fitu sem kallast 7-dehýdróhólesteról sem breytist þar með í eins konar D-vítamín, D3.

 

Myndskeið: Þetta gerist í húðinni

Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO), er einfaldasta leiðin til að viðhalda heilbrigðum D-vítamínforða að baða húðina í hádegissól u.þ.b. 5-15 mínútur 2-3 sinnum í viku.

 

Sumarið hefur fleiri sólskinsstundir, sem gerir það auðveldara að fá tilskilið magn D -vítamíns, samanborið við hina dimmu vetrarmánuði.

 

En D-vítamín er geymt í fituforðanum. Þegar líkaminn þarfnast þess, breyta lifur og nýrum vítamíninu í svokallað kalsitríól – hormón sem virkjar yfir 2000 gen í líkamanum, svo sem genið p53, sem heldur krabbameini niðri.

 

Að auki hjálpar D -vítamín einnig gleðihormóninu serótóníni að virka betur á veturna.

 

Uppsöfnuð D -vítamín gagnast gleðihormóni

Gleði þín, vellíðan og skapsveiflur er stjórnað af serótóníni. Hormónið hefur áhrif á allan líkamann og þá sérstaklega heilann.

 

Talið er að serótónín seytist þegar augað tekur við sólarljósi. Talið er að skortur á serótóníni sé helsta orsök skammdegisþunglyndis, sem talið er að hafi áhrif á u.þ.b. 11.000 Íslendinga eða um þrjú og hálft prósent.

Þannig veldur sólin gleði

Í mörg ár hafa vísindamenn tekið eftir hærra magni serótóníns í heilanum hjá fólki sem deyr á sumrin. En hvernig árstíðirnar tengjast nákvæmlega þessu serótónínmagni er ekki vitað. Nú eru vísindamenn þó að sjá vísbendingar.

 

1. Nýr viðtaki fundinn

Til viðbótar við stafina og keilurnar (litaðar og gráar) hafa augun þriðja viðtakann sem er minna rannsakaður, hnoðfrumur – ipRGC (bleikar), sem fanga sólarljósið en eiga ekki neinn þátt í sjónferlinu sjálfu.

 

2. Sólarljós virkjar heilastöðina

Þegar hnoðfrumurnar eru virkjaðir senda þær merki til heilakönguls (svartir hringir), sem tengjast svæði heilans sem stjórna árvekni og vitund.

 

3. Hormón stjórna dægursveiflunum

Að auki seytir heilaköngullinn einnig serótóníni sem endurstillir líkamsklukkuna og er hefur ferlið í stjórnun líkamans á td hitastigi og blóðþrýstingi. Ferlið er gríðarlega mikilvægt fyrir góða andlega heilsu. Í myrkri seytir kirtillinn melatóníni, sem er m.a. mikilvægt fyrir svefn.

 

Á veturna er að sjálfsögðu hægt að fá serótónín úr sólarljósi en það er augljóslega mun erfiðara en á sumrin.

 

Rannsókn hefur sýnt að mikið magn af D-vítamíni í líkamanum hjálpar til við að framleiða og seyta serótóníni yfir dimmustu mánuði ársins þegar sólskinið nær ekki framleiða hormónið.

 

Þess vegna er góð hugmynd að fara í sólbað af og til í sumar þegar sést til sólar hér á klakanum- þá er líkaminn þinn klár fyrir veturinn.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: JEPPE WOJCIK

© EPFL, Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

Heilinn veslast upp af einsemd

Lifandi Saga

Af hverju er svona erfitt að taka Krím?

Heilsa

Yfir helmingur jarðarbúa fær allt of lítið af lífsnauðsynlegum næringarefnum

Maðurinn

Nýleg rannsókn: Vika án nettengingar er holl fyrir sálina

Heilsa

Morgunmatur skiptir höfuðmáli fyrir geðheilsu barna og unglinga.

Alheimurinn

Milljarðamæringur fer í fyrstu geimgöngu sögunnar á vegum einkaaðila.

Náttúran

Af hverju er haustlauf í svo misjöfnum litum?

Lifandi Saga

Gleymdur frumkvöðull vökvaði eyðimörkina

Maðurinn

Hvers vegna gnísta sumir tönnum – og er það skaðlegt?

Lifandi Saga

Skilnaðir voru daglegt brauð í Róm og Babýlon

Maðurinn

Þannig búa sólageislar þig undir skammdegið

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is