Sýking: Magasársbaktería leiddi til Nóbelsverðlauna.
Árið 1982 uppgötvuðu vísindamennirnir Barry J. Marshall og J. Robin Warren að magasár stafar af bakteríunni Helicobacter pilori. Uppgötvunin umbylti meðferð á magasári og árið 2005 hlutu vísindamennirnir tveir Nóbelsverðlaunin í læknisfræði.
Bris: Hormón dreifir krabbameini
Hormónið cholecystokinin (CCK) er framleitt í þörmunum og stýrir jafnan seytingu galls og framleiðslu efnahvata í brisinu. En tilraunir á músum sýna að hormónið á einnig sinn þátt í dreifingu á krabbameini í brisi.
Flutningar: Smáþarmarnir fylla blóðið af næringu
Netverk æða skila blóði til smáþarmanna. Smáþarmarnir eru þaktir slímhimnu og litlum totum að innanverðu. Í gegnum smáþarmatoturnar er meltur matur færður yfir í blóðið sem flytur næringarefnin áfram um líkamann.
Þarmabotti: Ætur róbóti vaktar þarmana
Vísindamenn í Sviss hafa þróað ætan róbóta úr gelatíni sem svignar þegar hann verður fyrir vökva eða lofti. Þessi niðurbrjótanlegi róbótaarmur verður notaður í að vakta þarmana, skila lyfjum á rétta staði og aðstoða við skurðaðgerðir.
Magaverkir E: Coli getur bæði hjálpað og drepið
Coli er samheiti fyrir hóp baktería sem finnast í þörmum manna. Þær hamla bakteríum sem valda sýkingum en sum afbrigði geta einnig orsakað heiftarlegan niðurgang sem veldur dauða milljóna manna á ári hverju.
Blóðleifar: Rafræn pilla berst gegn magasári
Vísindamenn við MIT hafa þróað rafræna pillu sem getur barist gegn blæðandi magasári. Pillan inniheldur hollt afbrigði af E. Coli-bakteríunni og getur sent boð til tölvu um hvar í maganum blæðingar eiga sér stað.
Saltsuga: Smáþarmarnir eru einn stór svampur.
Smáþarmarnir líkjast stóru fituríku röri en virka í raun eins og svampur sem sogar vatn og salt úr matnum. Hreyfingar smáþarmanna sjá til þess að flytja saurinn síðustu leið út í endaþarminn.
Sýking: Magasársbaktería leiddi til Nóbelsverðlauna.
Árið 1982 uppgötvuðu vísindamennirnir Barry J. Marshall og J. Robin Warren að magasár stafar af bakteríunni Helicobacter pilori. Uppgötvunin umbylti meðferð á magasári og árið 2005 hlutu vísindamennirnir tveir Nóbelsverðlaunin í læknisfræði.
Bris: Hormón dreifir krabbameini
Hormónið cholecystokinin (CCK) er framleitt í þörmunum og stýrir jafnan seytingu galls og framleiðslu efnahvata í brisinu. En tilraunir á músum sýna að hormónið á einnig sinn þátt í dreifingu á krabbameini í brisi.
Flutningar: Smáþarmarnir fylla blóðið af næringu
Netverk æða skila blóði til smáþarmanna. Smáþarmarnir eru þaktir slímhimnu og litlum totum að innanverðu. Í gegnum smáþarmatoturnar er meltur matur færður yfir í blóðið sem flytur næringarefnin áfram um líkamann.
Þarmabotti: Ætur róbóti vaktar þarmana
Vísindamenn í Sviss hafa þróað ætan róbóta úr gelatíni sem svignar þegar hann verður fyrir vökva eða lofti. Þessi niðurbrjótanlegi róbótaarmur verður notaður í að vakta þarmana, skila lyfjum á rétta staði og aðstoða við skurðaðgerðir.
Magaverkir E: Coli getur bæði hjálpað og drepið
Coli er samheiti fyrir hóp baktería sem finnast í þörmum manna. Þær hamla bakteríum sem valda sýkingum en sum afbrigði geta einnig orsakað heiftarlegan niðurgang sem veldur dauða milljóna manna á ári hverju.
Blóðleifar: Rafræn pilla berst gegn magasári
Vísindamenn við MIT hafa þróað rafræna pillu sem getur barist gegn blæðandi magasári. Pillan inniheldur hollt afbrigði af E. Coli-bakteríunni og getur sent boð til tölvu um hvar í maganum blæðingar eiga sér stað.
Saltsuga: Smáþarmarnir eru einn stór svampur.
Smáþarmarnir líkjast stóru fituríku röri en virka í raun eins og svampur sem sogar vatn og salt úr matnum. Hreyfingar smáþarmanna sjá til þess að flytja saurinn síðustu leið út í endaþarminn.