Sumir ganga ætíð brosandi út frá tannlækninum með skilaboðin „engin skemmd“. Aðrir sleppa aldrei við hvínandi borinn.
Ein helsta ástæða þessa ósanngjarna mismunar er sú að við framleiðum mismikið munnvatn.
Munnvatn okkar skolar bakteríunum og ætandi mjólkursýrunni af tönnum okkar og fyrir vikið fá þeir sem finna oft fyrir munnþurrki oftar tannskemmdir en aðrir.
Hægt er að uppræta vandann með því að drekka mikið vatn yfir daginn eða að venja sig á að tyggja tyggigúmmí.
Þannig má komast hjá tannskemmdum
- Burstið tennurnar í minnst tvær mínútur til þess að flúorhjúpurinn úr tannkreminu fái tíma til að ganga inn í glerunginn.
- Hættið öllu narti milli mála, því annars eru stöðugt matarleifar í munnholinu sem bakteríurnar geta nærst á.
- Forðist að drekka kolsýrða drykki, hvort heldur sem þeir innihalda sykur eður ei. Kolsýrðir drykkir innihalda nefnilega sýru sem brýtur niður glerunginn.
Þykkur glerungur verst betur skemmdum
Rösklega millímetra þykktarmunur getur verið á glerungi fólks og þykktin skiptir sköpum fyrir það hversu hratt tannskemmdir myndast.
Ef skemmd er í myndun nægir oft að hreinsa tennurnar en ef beðið er of lengi með að fara til tannlæknis getur orðið nauðsynlegt að bora.
Að lokum má geta þess að við burstum tennurnar misvel. Rannsókn ein leiddi í ljós að rösklega helmingur fólks burstar tennurnar ekki nægilega vel, þó svo að þeir bursti nógu lengi.