Þarmarnir vinna ekki á laktósa, heldur brýtur ensímið laktase það niður, m.a. í glúkósa, áður en líkaminn getur nýtt sér sykurinn. Gerist þetta ekki veldur laktósinn truflunum í þörmunum, niðurgangi og í versta falli vannæringu.
Nær allir jarðarbúar hafa í sér genið sem kóðar fyrir laktase, en eftir að brjóstagjöf er hætt dregur úr virkni þessi. Um þriðjungur mannkyns, einkum íbúar í Norður-Evrópu, hefur þó stökkbreytta útgáfu sem viðheldur virkninni alla ævi.