Lífsnauðsynlegt næringarefni sem lítið er vitað um

Fáir þekkja efnið – en skortur á því getur leitt til fitulifrar, hjartasjúkdóma og Alzheimer.

BIRT: 21/02/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Segir heitið kólín þér eitthvað? Velkomin í klúbbinn. Fáir virðast hafa hugmynd um hvað það er. Jafnvel meðal fagfólks er ótrúlega lítil þekking á þessu efni, sem er samt svo gríðarlega mikilvægt fyrir heilsu okkar.

 

Það getur haft hörmulegar afleiðingar ef þig skortir kólín, þar sem efnið hefur áhrif á  mikilvæga líkamsstarfsemi, allt frá uppbyggingu frumuhimna til orkuskipta og samskipta milli taugafrumna. Efnið aðstoðar einnig við að flytja fitu frá lifur.

 

Skortur getur valdið fitulifur

Skortur á kólíni getur verið ástæða fyrir að fita safnast fyrir í lifur og þróast að lokum í fitulifur, auk alvarlegra skemmda á þessu mikilvæga líffæri. Fjöldi rannsókna hefur einnig tengt kólínskort við aukna hættu á hjarta- og æðasjúkdómum og Alzheimerssjúkdómi.

 

Til dæmis sýndi rannsókn sem birt var nýlega í tímaritinu Aging Cell að skortur á kólíni leiddi til líffæraskemmda og ýtti undir ferlið sem leiðir til Alzheimerssjúkdóms. Að vísu voru rannsóknirnar gerðar á músum, en það eru nákvæmlega sömu aðferðirnar og gilda hjá mönnum.

 

Við fáum ekki nóg af kólíni

Líkaminn sjálfur er fær um að mynda örlítið magn af kólíni, en það er langt frá því nóg til að mæta þörfinni fyrir þetta efni. Það er einnig að finna í matvælum eins og kálfalifur, nautakjöti, eggjarauðu og laxi og einnig er kólín í ákveðnum tegundum jurtafæðu eins og sojabaunum, belgjurtum, kartöflum og spergilkáli.

 

Vísindamennirnir sem standa að áðurnefndri rannsókn fullyrða hins vegar að allt að 90 prósent Bandaríkjamanna nái ekki ráðlagðri inntöku kólíns, sem er 550 milligrömm fyrir karla og 425 milligrömm fyrir konur. Og ef hægt er að yfirfæra áðurnefnda músatilraun yfir á menn gæti aukin kólínneysla ef til vill hjálpað til við að hægja á sjúkdómum á borð við Alzheimer.

 

Of mikið getur líka verið skaðlegt

En eins og með svo margt getur of mikið af því góða virkað öfugt. Til eru nokkrar rannsóknir sem tengja mikla inntöku kólíns við aukna hættu á hjarta- og blóðrásarsjúkdómum.

 

Kenningin er sú að hægt sé að breyta kólíni í efnasamband sem kallast trímetýlamín (TMAO). Það er myndað af þarmabakteríum úr karnitíni og kólíni og það eru rannsóknir sem benda til þess að TMAO geti valdið æðakölkun.

Vísindamenn vilja kafa dýpra

Niðurstöður rannsóknarinnar eru því m.a. þær að við verðum að rannsaka mun betur kólín og mikilvægi efnisins í tengslum við hjartasjúkdóma, lifrarsjúkdóma og taugasjúkdóma eins og Alzheimer áður en hægt er að veita nákvæmari ráðleggingar.

 

Enn sem komið er er þó tvennt sem virðist nokkuð óumdeilanlegt: allt of fáir vita um kólín og við fáum ekki nóg af þessu mikilvæga efni miðað við núverandi ráðleggingar.

BIRT: 21/02/2023

HÖFUNDUR: BJØRN FALCK MADSEN

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is