Search

Sannleikurinn um heilabilun

Fjöldi fólks með heilabilun mun margfaldast um allan heim á næstu áratugum og leiða til gríðarmikilla útgjalda. Enn hefur ekki fundist nein lækning, aðeins meðferð sem dregur úr einkennum.

BIRT: 16/10/2022

LESTÍMI:

4 mínútur

JÁ - ALZHEIMER ER ALGENGASTA ÁSTÆÐAN

Enn vita vísindamenn ekki nóg um alzheimersjúkdóminn sem er algengasta orsök heilabilunar. En hægt er að draga úr hættunni á að fá sjúkdóminn.

 

Heilabilun eru samheiti yfir allmarga sjúkdóma sem allir einkennast af minni andlegri hæfni. Alzheimer er algengasti sjúkdómurinn og á sök á um 60% tilvika en líka má nefna æðakölkun og Lewy body-sjúkdóminn.

 

Um 200 sjúkdómar eru þekktir. Allt frá 1984 hafa grunsemdir beinst að uppsöfnun prótínsins beta-amyloids í holrúmum milli heilafrumna.

 

Vísindamenn telja að svonefnd sekretase-ensím kljúfi prótínið APP rangt.

 

Afleiðingin verður beta amyloid og þetta er þá galli í prótínameðferð líkamans. 

Þetta gerir alzheimer

1 – Holrými í heilanum vaxa og heilamassinn dregst saman.

 

2 –  Heiladrekinn sem helsta miðstöð minnisins, dregst saman.

 

3 –  Heilabörkurinn dregst saman en hann er í lykilhlutverki varðandi vitundina.

 

Þótt menn séu enn ekki vissir um orsakir alzheimers og þótt allar lækningatilraunir hafi mistekist eru vissir áhættuþættir vel þekktir.

 

Meðal þeirra má nefna sykursýki 2, háan blóðþrýsting og offitu. 2019 sýndu breskir vísindamenn hjá læknadeild Exeterháskóla fram á að heilbrigðir lífshættir dragi úr hættu á alzheimer um 35%.

 

Heilbrigða lífshætti skilgreina vísindamennirnir sem hreyfingu, fjölbreytt fæði, hóflega áfengisneyslu og algert reykingabindindi.

JÁ - BITNAR MEST Á ELDRA FÓLKI

98% allra sem greinast með heilabilun sem líka nefnist dementia eða kölkun, eru eldri en 65 ára og vegna þess að íbúar í æ fleiri heimshlutum verða sífellt langlífari, mun þessu fólki fjölga gríðarlega á næstu áratugum.

 

Árlega greinast 9,9 milljónir til viðbótar.

 

Þetta þýðir einfaldlega að fjöldinn muni tvöfaldast á hverjum 20 árum, miðað við töluna 50 milljónir árið 2017 og verða 132 milljónir árið 2050.

 

Jafnframt munu útgjöld samfélagsins margfaldast, m.a. vegna örorku fyrir ellialdur og svo auðvitað vegna aukins álags á heilbrigðiskerfi þjóðanna.

 

Þegar árið 2018 voru útgjöld vegna heilabilaðra sjúklinga orðin 1,18% af samanlagðri landsframleiðslu þjóða á hnettinum.

 

Þetta samsvarar meira en 125 þúsund milljörðum íslenskra króna en má líka orða svona: Ef við ímyndum okkur ríki með mannfjölda sem samsvaraði öllum þessum sjúklingum, væri það ríki 18. stærsta hagkerfis heims, með svipaða landsframleiðslu og Holland, Sádi-Arabía eða Tyrkland og talsvert umfangsmeira hagkerfi en á Norðurlöndunum tilsamans.

Skref fyrir skref: Alzheimer leggur heilann undir sig

 

– 1. Létt vitundarskerðing

Heilasvæði: Alzheimers verður vart um miðbik gagnaugablaðanna.

 

Einkenni: Væg skerðing skammtímaminnis.

 

Tímaskeið: Um 7 ár.

 

– 2. Mildur alzheimer

Heilasvæði: Sjúkdómurinn breiðist um gagnaugablöðin og upp í hvirfilbörkinn.

 

Viðbótareinkenni: Skert lestrarhæfni, stöðuskyn og erfiðara að þekkja fólk.

 

Tímaskeið: Um 2 ár.

 

– 3. Miðlungs alzheimer

Heilasvæði: Sjúkdómurinn breiðist út í ennisblaðið.

 

Viðbótareinkenni: Hvatvísi, skert athygli og skert dómgreind.

 

Tímaskeið: Um 2 ár.

 

– 4. Þungur alzheimer

Heilasvæði: Sjúkdómurinn berst í hnakkasvæði.

 

Viðbótareinkenni: Sjóntruflanir.

 

Tímaskeið: Um 3 ár (til andláts).

HEILABILUN ER ARFGENG - EKKERT BENDIR TIL ÞESS

Það er aðeins í litlu hlutfalli tilvika sem heilabilun gengur beinlínis í arf. Þó er fólki með tiltekin gen (t.d. APOE4-genið) hættara við heilabilunarsjúkdómi en öðrum.

 

Algengasti sjúkdómurinn, alzheimer gengur sjaldnast í arf, þótt sumir áhættuþættir geti gert það.

 

Einstöku sjúkdómar, svo sem Huntingtons-sjúkdómur, eru hins vegar beintengdir genum og geta því birst kynslóð fram af kynslóð.

 

Sé annað foreldra með gen sem kóðar fyrir heilabilunarsjúkdómi eru 50% líkur til að barnið fái sjúkdóminn. Nú er unnt að greina slík gen en sjúkdómarnir eru ólæknandi. Þá er aðeins hægt að milda og tefja.

Þetta arfgengur er sjúkdómurinn

Aðeins örlítið hlutfall heilabilunartilfella má rekja til erfða. Hér fyrir neðan eru mismunandi sjúkdómar sem geta leitt til heilabilunar.

Alzheimer: 62%

Aðeins 1-3% má rekja til erfða. Þegar sjúkdómurinn erfist, birtist hann fyrr.

Æðakölkun: 17%

Ekkert bendir til að heilabilun vegna æðakölkunar sé arfgeng.

Æðakölkun/Alzheimer: 10%

Ekkert bendir til að blendingsútgáfan erfist.

Lewy body-sjúkdómur: 4%

 Ekkert bendir til að sjúkdómurinn sé arfgengur.Ekkert bendir til að sjúkdómurinn sé arfgengur.

Kölkun í framheilaberki: 2%

Allt að 40% sjúkdómstilvika eru vegna erfða.

Parkinson: 2%

15% tilvika koma upp í fjölskyldum þar sem sjúkdómurinn er algengur og erfðir gætu skipt máli.

Annað: 3%

M.a. Huntingtons sjúkdómur sem er erfðabundinn en sjaldgæfur.

Svo arfgengur er sjúkdómurinn

Aðeins örlítið hlutfall heilabilunartilfella má rekja til erfða. Hér fyrir neðan eru mismunandi sjúkdómar sem geta leitt til heilabilunar.

Alzheimer: 62%

Aðeins 1-3% má rekja til erfða. Þegar sjúkdómurinn erfist, birtist hann fyrr.

Æðakölkun: 17%

Ekkert bendir til að heilabilun vegna æðakölkunar sé arfgeng.

Æðakölkun/Alzheimer: 10%

Ekkert bendir til að blendingsútgáfan erfist.

Lewy body-sjúkdómur: 4%

 Ekkert bendir til að sjúkdómurinn sé arfgengur.Ekkert bendir til að sjúkdómurinn sé arfgengur.

Kölkun í framheilaberki: 2%

Allt að 40% sjúkdómstilvika eru vegna erfða.

Parkinson: 2%

15% tilvika koma upp í fjölskyldum þar sem sjúkdómurinn er algengur og erfðir gætu skipt máli.

Annað: 3%

M.a. Huntingtons sjúkdómur sem er erfðabundinn en sjaldgæfur.

BIRT: 16/10/2022

HÖFUNDUR: Niels Halfdan Hansen

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock,© Anders Bothmann,

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is