Maðurinn

Timburmenn: Magnið skiptir ekki öllu máli

Fjögur atriði geta skýrt af hverju sumir verða gríðarlega þunnir og aðrir finna varla fyrir höfuðverk.

BIRT: 01/01/2023

Höfuðverkur, ógleði og þreyta er óhjákvæmilegur fylgifiskur hjá mörgum þegar áfengi er haft um hönd. Mjög mismunandi getur verið hversu öflugir timburmennirnir geta orðið.

 

Sumir virðast aldrei fá timburmenn á meðan aðrir þjást gríðarlega mikið.

 

Ástæðuna fyrir þessum sveiflum á þynnku má að hluta til rekja til magns og tegundar áfengis sem neytt er en þar með er ekki öll sagan sögð. Rannsóknir benda til að fjórir þættir geti skipt sköpum fyrir mismunandi áhrifum timburmanna á fólk.

 

1: Líffræðileg ferli

Umfang timburmanna þarf ekki að eiga rætur að rekja til of mikillar drykkju, að mati sumra vísindamanna.

 

Vísbendingar eru um að fólk sem hefur afbrigði af geninu ALDH2 hafi tilhneigingu til að upplifa verri timburmenn en þeir sem ekki bera genið.

 

Þegar við neytum áfengis örvar ensímið alkóhól dehýdrógenasi umbreytingu alkóhóls í próteinið asetaldehýð – prótein sem meðal annars ýtir undir einkenni timburmanna.

 

Vísindamenn telja að afbrigði ALDH2 gensins hafi tilhneigingu til að takmarka niðurbrot á ,,timburmanna-prótíninu” asetaldehýði, sem getur leitt til verri timburmanna.

 

2: Aldur og kyn

Samkvæmt hollenskri rannsókn skiptir aldur og kyn einnig máli í hversu timbruð við verðum.

Fjölmargar rannsóknir benda til þess timburmenn minnki með aldrinum.

Niðurstöðurnar sýna að timburmenn minnka með aldrinum og svo er einnig munur á kynjunum.

 

Karlar á aldrinum 18 til 25 ára virðast karlar þjást meira af timburmönnum en konur. Ástæðan fyrir þessum mun er enn óþekktur.

 

3: Sálfræðilegir þættir

Stress, þunglyndi eða kvíði eykur hættuna á meiri þynnku samkvæmt áströlsk-hollenskri rannsókn.

 

Ástæðan er meðal annars sú að fólk sem líður þannig hefur aukna tilhneigingu til að sjá lífið í neikvæðu ljósi.

 

Og ef timburmönnum er bætt við þessa líðan verður allt mun dekkra.

 

4: Verkjameðferð

Það er ekkert skýrt svar við því hvort fólk með lágan sársaukaþröskuld eða þau sem virðast þola sársauka betur upplifi verri timburmenn.

 

Bandarísk rannsókn bendir t.a.m. á að fólk með lágan sársaukaþröskuld upplifi oftar verri timburmenn en þeir sem eiga auðveldara með að takast á við líkamlega sársauka. Og svo er aðrar rannsóknir sem sýna hið gagnstæða.

 

Þær rannsóknir sýna að þeir sem hunsa sársauka fá verri timburmenn en þeir sem eru meðvitaðir um óþægindin.

 

Hvernig á að forðast timburmenn?

Þó flestir vísindamenn séu sammála um orsakir timburmanna er enn langt í land þegar kemur að lækningunni.

LESTU EINNIG

Höfuðverkjatöflur og mikil vatnsdrykkja eru talin hjálpa en frekari rannsókna er þörf ef skemmtanaglaðir eiga að gera sér vonir um heim án timburmanna.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: SUNE NAVNTOFT

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Læknisfræði

Ofvirkni í heilastöð veldur stami

Maðurinn

Rannsókn: Þetta er ástæðan fyrir því að börn læra hraðar en fullorðnir

Maðurinn

Heilinn kortlagður: Smásæ vefsýni sýna stórbrotin smáatriði

Náttúran

Af hverju er kalt í mikilli hæð?

Maðurinn

Hversu oft segjum við ósatt?

Lifandi Saga

Kjarnorkuógnin: Sovéskur kafbátur í skerjagarðinum

Alheimurinn

Lítið eitt um þyngdarkraftinn

Menning

Hverjir höfðu fasta búsetu í Machu Picchu?

Lifandi Saga

Hitler var á efnum alla seinni heimsstyrjöld

Jörðin

Af hverju virðist Grænland álíka stórt og Ástralía?

Lifandi Saga

Hversu góðir vinir eru Kína og Rússland? 

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.