Stærsta könguló heims er á að stærð við matardisk
Ef þú þjáist af köngulóarfælni – hræðslu við köngulær – skaltu láta vera að leita að þessum fimm tegundum köngulóa hér fyrir neðan. Stærsta könguló heims er svipuð að stærð og stór matardiskur.
5. Purpuralit fuglakönguló
- Ætt: Pamphobeteus insignis
- Bil milli fóta: Allt að 22 sm
- Bústaður: Rakt skóglendi í Kólumbíu
Karldýrin þekkjast á skærum rauðfjólubláum lit. Köngulóin getur verið árásargjörn, jafnvel óáreitt. Sem betur fer er hún ekki eitruð.
4. Laxbleik fuglakönguló
- Ætt: Lasiodora parahybana
- Bil milli feta: Allt að 25 cm.
- Bústaður: Atlantsskógurinn í Brasilíu
Ýfir hár með smáum göddum þegar hún telur sér ógnað. Hárin geta valdið blindu.
3. Brasilísk rauð tarantúla
- Ætt: Grammostola mollicoma
- Bil milli fóta: Allt að 26 cm.
- Bústaður: Hitabeltisskógar Suður-Ameríku
Líka nefnd „rauða fuglaætan“ vegna rauðra hára sem þekja skrokkinn. Margir halda þessa tegund sem gæludýr.
2: Golíat fuglakönguló
- Ætt: Theraphosa blondi
- Bil milli fóta: Allt að 28 cm.
- Bústaður: Norðanverð Suður- Ameríka
Golíat fuglaköngulóin lifir m.a. á litlum fuglum. Íbúar á svæðunum líta á hana sem hátíðarmat.
1. Huntsman risakönguló
- Ættarnafn: Heteropoda maxima
- Bil milli fóta: Allt að 30 cm.
- Bústaður: Hellar í Laos
Veiðiköngulóin Heteropoda maxima hefst við í hellum í Laos. Þótt skrokkurinn sé smár er fótahafið það mesta sem þekkist og á við stóran matardisk.