1. Dvergmoskussnjáldra – 1,8 grömm.
Dvergmoskussnjáldran er aðeins 4 cm að lengd og á heimkynni frá Evrópu og Norður-Afríku til Suðaustur-Asíu. Dýrin éta tvisvar sinnum eigin líkamsþyngd af skordýrum á dag og veigra sér ekki við að ráðast á bráð í eigin stærðarflokki. Þessi snjáldurmús er líka þekkt fyrir hraðan hjartslátt, meira en 1.500 slög á mínútu.
2. Býflugublaka – 2,0 grömm
Minnsta leðurblökutegundin er ekki öllu stærri en hunangsfluga, aðeins 3,2 cm að lengd. Heimkynni eru í hellum í Taílandi og Myanmar og í hópnum geta verið 500 dýr. Þessar leðurblökur lifa á skordýrum og láta nægja að fara úr hellinum í hálftíma í senn kvölds og morgna.
3. Dvergstökkmús – 3,8 grömm
Það er erfitt að koma auga á þessa pakistönsku stökkmús sem aðeins er 4,4 cm að lengd. Enn erfiðara er þó að ná henni því hún notar sterka afturfætur í metralöng stökk á eyðimerkursandinum og heldur jafnvægi með 8 cm löngu skotti.
4. Pokasnjáldra – 4,3 grömm
Auk smæðarinnar, 6 cm lengd, er það flatt höfuð sem einkennir þetta ástralska pokadýr. Breidd höfuðkúpunnar er mun meiri en hæðin. Á hæðina mælist höfuðið aðeins 3-4 mm og þetta nýtir dýrið til að stinga höfðinu niður í rifur til að ná í æti.
Afrísk dvergmús – 7,5 grömm
Þetta nagdýr er aðeins 5,5 cm að lengd og útbreitt á þurrkasvæðum í Afríku sunnan Sahara. Á kvöldin hrúgar dvergmúsin upp smásteinum við holuna og sleikir svo af þeim döggina morguninn eftir til að svala þorstanum.