Árið 1924 tengdust japanskur prófessor og hundur vináttu sem náði út yfir gröf og dauða.
Þá keypti Hidesaburo Ueno prófessor hvolpinn Hachiko.
Hinn 52 ára gamli Uneo kenndi við háskóla í Tókýó og á hverjum morgni fylgdi hundurinn honum til lestarstöðvarinnar.
Þegar Uneo snéri aftur kl. 15.00 sama dag beið Hachiko hans og saman fóru þeir heim.
Í maí 1925 kom Uneo ekki til baka með lestinni. Hann hafði fengið heilablóðfall í háskólanum og dáið. En á lestarstöðinni beið Hachiko – til einskis.
Næsta dag fór Hachiko aftur á stöðina og beið. Þetta endurtók hann samviskusamlega næstu 10 árin og varð frægur um allt Japan.
Þegar Hachiko fannst dauður á götunni árið 1935, var hann grafinn við hlið Uneo. Á endanum voru þeir sameinaðir.