Maðurinn

Unnt að prenta ný eyru á börn

Börn sem á vantar annað eyrað geta nú látið prenta og fengið sett á sig fullkomna spegilmynd heilbrigða eyrans. Rannsakendur stýra frumum barnanna sjálfra sem vaxa samkvæmt sniðmáti.

BIRT: 09/08/2023

Börn, sem á vantar annað eyrað, geta nú fengið ný eyru með nýrri tímamótatækni.

 

Tæknina kynntu kínverskir vísindamenn í Shanghæ eftir nýja rannsókn. Börnin voru öll fædd með vanskapað ytra eyra, galla sem leggst á um eitt af hverjum 10.000 fæddum börnum.

 

Spegilmynd af heilbrigða eyranu

Vísindamennirnir byggðu nýju eyrun á brjóskfrumum úr börnunum sjálfum og komust þannig hjá þeirri áhættu að ónæmiskerfið afneitaði frumunum. Þar eð öll börnin voru með eitt heilbrigt eyra var unnt að gera nákvæma spegilmynd af því fyrir hina hliðina.

 

Meðferðin skiptist í mörg stig:

 

Fyrst er heilbrigða eyrað skannað til að þrívíddarprentari geti prentað speglað eyra.

 

Á grunni þess gera vísindamennirnir svo mót til að steypa gljúpa eftirmynd af eyranum úr lífrænu niðurbrjótanlegu efni, en á eftirmyndinni eru ræktaðar brjóskfrumur úr afmyndaða eyranu.

 

Þeir útvíkka líka húðina á bak við afmyndaða eyrað þannig rými verði fyrir ígræðsluna.

 

Eftir aðgerðina vaxa brjóskfrumurnar undir húðinni og koma smám saman í staðinn fyrir gervieyrað, sem brotnar niður jafnharðan.

 

Tækni skapaði reiði

Nú hafa vísindamennirnir fylgst með öllum börnunum í tvö og hálft ár og allt síðan fyrsta barnið fékk gervieyrað ágrætt hafa engin vandamál skapast.

 

Kveikjan að tilrauninni var bandarísk tilraun frá 1997, þegar mannseyra var ræktað á baki músar.

 

Sú tilraun vakti mikla reiði vegna þess að margir misskildu tilganginn.

Eyrað vex eftir sérsniðinni eftirmynd

Nákvæmar skannanir og niðurbrjótanleg eftirlíking tryggir að húðin sé úr eigin frumum og vaxi í nákvæmlega réttar fellingar.

1. þrep: Skönnun mælir eyrað og speglar það. Þrívíddarprentari skapar mót fyrir niðurbrjótanlega ígræðslu.

2. þrep: Á bak við afmyndaða eyrað er húðin teygð út til að skapa rými fyrir ágræðslumótið.

3. þrep: Þegar húðin hefur vaxið nægjanlega og æðar hafa myndast í henni, fjarlægir læknirinn litlu blöðruna sem strekkt hefur á húðinni.

4. þrep: Á gervieyrað eru settar brjóskfrumur úr afmyndaða eyranu. Frumurnar laga sig eftir afsteypunni, sem grædd undir húð.

5. þrep:  Að lokum er hluti af húð barnsins sjálfs saumaður yfir ágræðsluna, en síðan fær nýja eyrað að gróa.

Tveimur og hálfu ári eftir aðgerðina er eyrað enn heilt og nýju frumunum hefur ekki verið hafnað.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Ritstjórn

© Yilin Cao et al.

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Andspyrnustríð á Balkanskaga: Mulningsvél Títós

Náttúran

Topp 5 – Hvaða hryggdýr er langlífast?

Spurningar og svör

Fær það virkilega staðist að ánamaðkar geti skipt sér?

Menning og saga

Hvað er víkingur?

Læknisfræði

Tekist hefur að lengja æviskeið músa um 41%

Lifandi Saga

Sannleikurinn um hið afskorna eyra Van Goghs

Glæpir

Billy the Kid gerður ódauðlegur

Maðurinn

Hvers vegna lekur úr heilbrigðu nefi í kulda?

Lifandi Saga

Lífshættulegur leikur með svikinn mat

Maðurinn

Andlitið er þitt sterkasta vopn

Lifandi Saga

Hvað varð fólk gamalt á miðöldum?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is