Litarefni í mat eru ýmist gerviefni eða úr plöntum og dýrum. Bæði efnablöndur og náttúruleg litarefni fá á EES-svæðinu úthlutað svonefndu E-númeri á bilinu 100-199.
Meðal litarefna úr plöntum má nefna hið rauðleita efni E-162, sem er næstum bragðlaust og er m.a. notað í sósur og sælgæti.
Það er gert úr litarefninu betaníni, sem mikið er af í rauðrófum. Betanín er unnið með því að pressa rauðrófur og sía og gerilsneyða vökvann.
Lús skapar rauða litin í varalit
Að baki rauða litarefninu E-120 er skjaldlús, sem lifir á kaktusplöntum í Mið- og Suður-Ameríku.
Litarefnið fæst með því að þurrka baksjöld kvendýranna og fjarlægja fituna áður en skjöldurinn er fínmalaður.
Rauða litinn í litarefninu E-120 skapar fínmalaður bakskjöldur af suður-amerískri lús.
Þetta náttúrulega efni veitir m.a. pylsum og Campari lit sinn og er líka notað í varalit.
Langflest liti má finna í náttúrinni, en ekki er unnt að nota þá alla í matvöru. Það er líka ódýrara að nota efnifræðina til verksmiðjuframleiðslu auk þess sem endingartími gervilitarefna er lengri.
Meðal efna í þessu flokki er E-131, bláleitt efni sem átti fyrrum ættir að rekja til tjöru, en byggist nú oft á olíu.
Þetta efni er notað til að fá bláan lit á brjóstsykur og gosdrykki. Í sumum löndum er E-131 notað í feta-ost. Blái liturinn drekkur í sig appelsínugula liti ljóssins og osturinn virðist því skjannahvítur en ekki gulleitur.
Náttúran skilar breiðu litrófi
Drykkjavörur á borð við kók og viský fá sinn einkennandi brúna lit úr brenndum sykri með t.d. ammoníaki og brennisteini. Litarefnið er líka notað í sojasósur og getur verið allt frá ljósbrúnu yfir í svart.
Græna litarefnið blaðgræna er unnið úr grænum blöðum svo sem spínati, en má líka vinna t.d. úr þörungnum spirulina. Í laufblöðum sér blaðgrænan um ljóstillífun, en gefur grænan lit í t.d. pasta eða líkjör.