Úr hverju er matarlitur?

Matvörur geta verið rauðar, brúnar eða grænar, en hvað er það eiginlega sem skapar litinn.

BIRT: 02/08/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Litarefni í mat eru ýmist gerviefni eða úr plöntum og dýrum. Bæði efnablöndur og náttúruleg litarefni fá á EES-svæðinu úthlutað svonefndu E-númeri á bilinu 100-199.

 

Meðal litarefna úr plöntum má nefna hið rauðleita efni E-162, sem er næstum bragðlaust og er m.a. notað í sósur og sælgæti.

 

Það er gert úr litarefninu betaníni, sem mikið er af í rauðrófum. Betanín er unnið með því að pressa rauðrófur og sía og gerilsneyða vökvann.

 

Lús skapar rauða litin í varalit

Að baki rauða litarefninu E-120 er skjaldlús, sem lifir á kaktusplöntum í Mið- og Suður-Ameríku.

 

Litarefnið fæst með því að þurrka baksjöld kvendýranna og fjarlægja fituna áður en skjöldurinn er fínmalaður.

Rauða litinn í litarefninu E-120 skapar fínmalaður bakskjöldur af suður-amerískri lús.

Þetta náttúrulega efni veitir m.a. pylsum og Campari lit sinn og er líka notað í varalit.

 

Langflest liti má finna í náttúrinni, en ekki er unnt að nota þá alla í matvöru. Það er líka ódýrara að nota efnifræðina til verksmiðjuframleiðslu auk þess sem endingartími gervilitarefna er lengri.

 

Meðal efna í þessu flokki er E-131, bláleitt efni sem átti fyrrum ættir að rekja til tjöru, en byggist nú oft á olíu.

 

Þetta efni er notað til að fá bláan lit á brjóstsykur og gosdrykki. Í sumum löndum er E-131 notað í feta-ost. Blái liturinn drekkur í sig appelsínugula liti ljóssins og osturinn virðist því skjannahvítur en ekki gulleitur.

Náttúran skilar breiðu litrófi

Drykkjavörur á borð við kók og viský fá sinn einkennandi brúna lit úr brenndum sykri með t.d. ammoníaki og brennisteini. Litarefnið er líka notað í sojasósur og getur verið allt frá ljósbrúnu yfir í svart.

Græna litarefnið blaðgræna er unnið úr grænum blöðum svo sem spínati, en má líka vinna t.d. úr þörungnum spirulina. Í laufblöðum sér blaðgrænan um ljóstillífun, en gefur grænan lit í t.d. pasta eða líkjör.

BIRT: 02/08/2023

HÖFUNDUR: Ritstjórn

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © All Over & Shutterstock,

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is